Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Kjartan Kjartansson skrifar 30. október 2025 11:57 Yutong-rafstrætisvagnar sem Strætó keypti af kínverska framleiðandanum árið 2018. Norsk hliðstæða Strætó segir að framleiðandinn geti stöðvað vagnana eða gert þá ónothæfa með fjarstýringu frá Kína. Strætó Norskt almannasamgöngufyrirtæki hefur varað yfirvöld við því að Kínverjar geti fjarstýrt rafmagnsvögnum sem eru notaðir á götum Oslóar. Strætó á höfuðborgarsvæðinu notar sömu kínversku vagnana. Fjölmiðlar í Noregi hafa undanfarna daga sagt fréttir af niðurstöðum leynilegrar rannsóknar sem Ruter, samlagsfélag um almenningssamgöngur í Osló og nágrenni, gerði á öryggi strætisvagna sinna í sumar. Þegar tveir vagnar, einn framleiddur í Evrópu en hinn í Kína, voru teknir í sundur kom í ljós að framleiðandi kínverska vagnsins gat tekið hann yfir, þar á meðal stjórn á rafhlöðu og rafmagnsstýribúnaði. Þannig gæti framleiðandinn hugsanlega stöðvað vagnana eða gert þá ónothæfa. Framleiðandinn gæti þó ekki ekið vögnunum með fjarstýringu. Ætla að láta vinna áhættumat á rekstri vagnanna Almannasamgöngufyrirtækið lét samgönguráðuneyti Noregs vita af niðurstöðunum. Jon-Ivar Nygård, samgönguráðherra, segist ætla að láta vinna ítarlegt áhættumat á notkun almenningsvagna frá löndum sem Noregur á ekki í öryggissamstarfi við. Norska ríkisútvarpið segir að um það bil 1.350 kínverskir rafdrifnir almenningsvagnar séu skráðir í Noregi, þar af 850 af gerðinni Yutong sem voru rannsakaðir í sumar. Yutong-rafstrætisvagni ekið af stað frá Zhengzhou í Kína þar sem Yutong er með höfuðstöðvar sínar.Vísir/Getty Þegar 140 Yutong-vagnar voru teknir í notkun í Vesturlandi í Noregi í sumar furðaði öryggissérfræðingur frá skóla norska sjóhersins, sig á því að stjórnmálamenn neituðu að hlusta á viðvaranir sérfræðinga í öryggismálum. Um þrjátíu kínverskir rafstrætisvagnar á snærum Strætó Strætó á höfuðborgarsvæðinu rekur tæplega þrjátíu rafvagna samkvæmt upplýsingum frá Strætó.Fyrstu rafvagnarnir voru teknir í notkun árið 2018 en það voru vagnar frá Yutong. Yutong-vagnar Strætó eru nú fimmtán talsins en tólf til viðbótar eru frá kínverska framleiðandanum CRRC. Til viðbótar reka vertakar Strætó örfáa vagna af gerðinni Higer sem er einnig kínversk. Norskur sérfræðingur frá Háskólanum í Suðaustur-Noregi sem staddur var á Íslandi fyrr í þessum mánuði sagði fréttastofu Sýnar þá að kínverskur bíll sem er vinsælli í Noregi sendi gögn til Kína stöðugt, óháð því hvort hann væri í gangi eða ekki. Tilefni væri til að varast að erlend ríki gætu nýtt slíka tækni til njósna. Framleiðendur bílsins hefðu ekki verið hreinskilnir með hvert gögnin væru send. Þeir héldu því fram að þau væru geymd í Evrópu þrátt fyrir að þau væru raunverulega send til Kína. Noregur Kína Bílar Vistvænir bílar Öryggis- og varnarmál Strætó Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Fleiri fréttir Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Sjá meira
Fjölmiðlar í Noregi hafa undanfarna daga sagt fréttir af niðurstöðum leynilegrar rannsóknar sem Ruter, samlagsfélag um almenningssamgöngur í Osló og nágrenni, gerði á öryggi strætisvagna sinna í sumar. Þegar tveir vagnar, einn framleiddur í Evrópu en hinn í Kína, voru teknir í sundur kom í ljós að framleiðandi kínverska vagnsins gat tekið hann yfir, þar á meðal stjórn á rafhlöðu og rafmagnsstýribúnaði. Þannig gæti framleiðandinn hugsanlega stöðvað vagnana eða gert þá ónothæfa. Framleiðandinn gæti þó ekki ekið vögnunum með fjarstýringu. Ætla að láta vinna áhættumat á rekstri vagnanna Almannasamgöngufyrirtækið lét samgönguráðuneyti Noregs vita af niðurstöðunum. Jon-Ivar Nygård, samgönguráðherra, segist ætla að láta vinna ítarlegt áhættumat á notkun almenningsvagna frá löndum sem Noregur á ekki í öryggissamstarfi við. Norska ríkisútvarpið segir að um það bil 1.350 kínverskir rafdrifnir almenningsvagnar séu skráðir í Noregi, þar af 850 af gerðinni Yutong sem voru rannsakaðir í sumar. Yutong-rafstrætisvagni ekið af stað frá Zhengzhou í Kína þar sem Yutong er með höfuðstöðvar sínar.Vísir/Getty Þegar 140 Yutong-vagnar voru teknir í notkun í Vesturlandi í Noregi í sumar furðaði öryggissérfræðingur frá skóla norska sjóhersins, sig á því að stjórnmálamenn neituðu að hlusta á viðvaranir sérfræðinga í öryggismálum. Um þrjátíu kínverskir rafstrætisvagnar á snærum Strætó Strætó á höfuðborgarsvæðinu rekur tæplega þrjátíu rafvagna samkvæmt upplýsingum frá Strætó.Fyrstu rafvagnarnir voru teknir í notkun árið 2018 en það voru vagnar frá Yutong. Yutong-vagnar Strætó eru nú fimmtán talsins en tólf til viðbótar eru frá kínverska framleiðandanum CRRC. Til viðbótar reka vertakar Strætó örfáa vagna af gerðinni Higer sem er einnig kínversk. Norskur sérfræðingur frá Háskólanum í Suðaustur-Noregi sem staddur var á Íslandi fyrr í þessum mánuði sagði fréttastofu Sýnar þá að kínverskur bíll sem er vinsælli í Noregi sendi gögn til Kína stöðugt, óháð því hvort hann væri í gangi eða ekki. Tilefni væri til að varast að erlend ríki gætu nýtt slíka tækni til njósna. Framleiðendur bílsins hefðu ekki verið hreinskilnir með hvert gögnin væru send. Þeir héldu því fram að þau væru geymd í Evrópu þrátt fyrir að þau væru raunverulega send til Kína.
Noregur Kína Bílar Vistvænir bílar Öryggis- og varnarmál Strætó Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Fleiri fréttir Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Sjá meira