Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Lovísa Arnardóttir skrifar 30. október 2025 13:21 Guðrún Karls Helgadóttir biskup Íslands við setningu hennar í embætti í febrúar í fyrra. Vísir/Vilhelm Kirkjuþing 2025 - 2026 lýsir yfir þungum áhyggjum af þeirri alvarlegu stöðu sem blasir við þjóðkirkjusöfnuðum um allt land ef ekki kemur til veruleg hækkun á sóknargjöldum fyrir næsta ár. Í yfirlýsingu segir að í fjárlagafrumvarpi næsta árs sé gert ráð fyrir að sóknargjöld verði aftur skert og að það muni hafa veruleg áhrif á fjárhag sókna. Kirkjuþing skorar því á stjórnvöld í yfirlýsingu sinni til að hækka sóknargjaldið og minnir sömuleiðis á að samkvæmt lögum um sóknargjöld ætti gjaldið að vera kr. 2.765 á mánuði en eru um þúsund krónur. „Sóknargjöldin eru ákveðin með lögum en áður fyrr var upphæð þeirra fest og sveiflaðist sjálf krónutalan svo í takt við launavísitölu. Þannig var upphæð þeirra fyrirsjáanleg bæði fyrir sóknirnar og hið opinbera. Í kjölfar hrunsins 2008 fór svo að sóknargjöldin voru tekin úr sambandi við þessa launavísitölu og ákveðin „handvirkt“ með tímabundnum ákvæðum. Nú, 17 árum síðar lifir þessi arfleið hrunsins áfram í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar sem sautjánda tímabundna ákvæðið við lög um sóknargjöld. Kirkjan hefur kallað eftir því í nokkurn tíma að látið verði af þessari hrun-ráðstöfun og að sóknargjaldamálið svokallaða verði leitt í jörðu í eitt skipti fyrir öll með varanlegum og fyrirsjáanlegum hætti. Þess má geta að þetta er eina hrun-ráðstöfunin sem eftir lifir í fjárlögum dagsins í dag,“ segir Heimir Hannesson upplýsingafulltrúi kirkjunnar. Í yfirlýsingunni segir að þjóðkirkjan gegni mikilvægu andlegu, félagslegu og menningarlegu hlutverki í samfélaginu með öflugri starfsemi fyrir fólk á öllum aldri. Skerðing á sóknargjöldum muni þannig hafa bein áhrif á þjónustu kirkjunnar í nærsamfélaginu. Skerðingin hafi veruleg áhrif Í yfirlýsingunni er enn fremur vísað í skýrslu biskups sem lögð var fram á þinginu og orð Þorbjargar Sigríðar Gísladóttur dómsmálaráðherra við setningu þingsins um að ólíklegt sé að gjaldið verði endurskoðað. Kirkjuþing hvetur stjórnvöld til að taka þessa ákvörðun samt sem áður til endurskoðunar og leiðrétta skerðingu síðustu ára. „Skerðingin hefur þegar haft veruleg áhrif á starfsemi og starfsmannahald safnaðanna og einnig á nauðsynlegt viðhald kirkjubygginga vítt og breytt um landið.“ Heimir bendir á að söfnuðir Þjóðkirkjunnar séu grunneining kirkjunnar og að þær starfi sem sjálfstæðar einingar. „Verkefni sókna er að halda úti kirkjustarfi í hverri sókn fyrir sig. Það felur m.a. í sér að byggja, reka og halda við kirkjubyggingum, enda fer um helmingur útgjalda sókna í rekstur og viðhald kirkjubygginga um allt land,“ segir hann. Sóknarnefndir í sjálfboðavinnu Þá segir hann sóknarnefndir vinna sitt starf í sjálfboðavinnu. Í því felist til dæmis viðhald og rekstur 210 friðaðra kirkna, auk varðveislu á dýrmætum kirkjumunum. Þá minnir hann á að söfnuðir kirkjunnar séu einn stærsti vinnuveitandi tónlistarfólks á Íslandi og að kirkjan sé langstærsti hljóðfæraeigandi landsins. „Söfnuðum og sóknarnefndarfólki hefur tekist ótrúlega vel til að viðhalda starfseminni þrátt fyrir gríðarlegan niðurskurð í sóknargjöldum frá árinu 2009, en nú þykir mér tími til kominn að hið opinbera viðurkenni þátt þeirra og mikilvægi í íslenskri menningu með því að heiðra lög um sóknargjöld, eins og þau voru samþykkt upphaflega, sem byggja á nánast eitt þúsund ára skipulagi safnaðarstarfs á Íslandi,“ segir Heimir. Þá bendir hann á að sóknargjöld séu eini fasti tekjuliður sókna og eina leið þeirra til að fjármagna sín verkefni með fyrirsjáanlegum og varanlegum hætti. „Ég hef áhyggjur af því hvernig ríkisstjórninni reiknast það til að þetta tiltekna menningarframlag, sem skiptir svo marga svo miklu máli, en er smár hluti útgjalda hins opinbera, verði að skerða strax, og það um heil sjö prósent sem er langt um meiri flöt aðhaldskrafa en nokkur ríkisstofnun þarf að þola,“ segir Heimir og að þessi niðurskurður komi sérstaklega á óvart í ljósi þess að nefnd á vegum dómsmálaráðuneytis vinnur nú að skýrslu um heildarendurskoðun sóknargjalda. „Ríkisstjórnin er því með þessu að höggva verulega í rekstrargrundvöll söfnuða um allt land, rétt áður en skýrsla sem hún bað sjálf um að yrði gerð er kláruð um hvernig við getum komið þessu mikla menningarframlagi ríkisins, sem kallast sóknargjöld, í varanlegt og fyrirsjáanlegt horf sem sátt ríkir um meðal Þjóðkirkjusöfnuða, annarra trú- og lífsskoðunarfélaga og ríkis. Útspil ríkisstjórnarinnar er, hið minnsta að óbreyttu, ekki til þess fallið að byggja undir þá sátt. Svo mikið er ljóst. Þjóðkirkjan Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Trúmál Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Innlent Fleiri fréttir Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Sjá meira
Kirkjuþing skorar því á stjórnvöld í yfirlýsingu sinni til að hækka sóknargjaldið og minnir sömuleiðis á að samkvæmt lögum um sóknargjöld ætti gjaldið að vera kr. 2.765 á mánuði en eru um þúsund krónur. „Sóknargjöldin eru ákveðin með lögum en áður fyrr var upphæð þeirra fest og sveiflaðist sjálf krónutalan svo í takt við launavísitölu. Þannig var upphæð þeirra fyrirsjáanleg bæði fyrir sóknirnar og hið opinbera. Í kjölfar hrunsins 2008 fór svo að sóknargjöldin voru tekin úr sambandi við þessa launavísitölu og ákveðin „handvirkt“ með tímabundnum ákvæðum. Nú, 17 árum síðar lifir þessi arfleið hrunsins áfram í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar sem sautjánda tímabundna ákvæðið við lög um sóknargjöld. Kirkjan hefur kallað eftir því í nokkurn tíma að látið verði af þessari hrun-ráðstöfun og að sóknargjaldamálið svokallaða verði leitt í jörðu í eitt skipti fyrir öll með varanlegum og fyrirsjáanlegum hætti. Þess má geta að þetta er eina hrun-ráðstöfunin sem eftir lifir í fjárlögum dagsins í dag,“ segir Heimir Hannesson upplýsingafulltrúi kirkjunnar. Í yfirlýsingunni segir að þjóðkirkjan gegni mikilvægu andlegu, félagslegu og menningarlegu hlutverki í samfélaginu með öflugri starfsemi fyrir fólk á öllum aldri. Skerðing á sóknargjöldum muni þannig hafa bein áhrif á þjónustu kirkjunnar í nærsamfélaginu. Skerðingin hafi veruleg áhrif Í yfirlýsingunni er enn fremur vísað í skýrslu biskups sem lögð var fram á þinginu og orð Þorbjargar Sigríðar Gísladóttur dómsmálaráðherra við setningu þingsins um að ólíklegt sé að gjaldið verði endurskoðað. Kirkjuþing hvetur stjórnvöld til að taka þessa ákvörðun samt sem áður til endurskoðunar og leiðrétta skerðingu síðustu ára. „Skerðingin hefur þegar haft veruleg áhrif á starfsemi og starfsmannahald safnaðanna og einnig á nauðsynlegt viðhald kirkjubygginga vítt og breytt um landið.“ Heimir bendir á að söfnuðir Þjóðkirkjunnar séu grunneining kirkjunnar og að þær starfi sem sjálfstæðar einingar. „Verkefni sókna er að halda úti kirkjustarfi í hverri sókn fyrir sig. Það felur m.a. í sér að byggja, reka og halda við kirkjubyggingum, enda fer um helmingur útgjalda sókna í rekstur og viðhald kirkjubygginga um allt land,“ segir hann. Sóknarnefndir í sjálfboðavinnu Þá segir hann sóknarnefndir vinna sitt starf í sjálfboðavinnu. Í því felist til dæmis viðhald og rekstur 210 friðaðra kirkna, auk varðveislu á dýrmætum kirkjumunum. Þá minnir hann á að söfnuðir kirkjunnar séu einn stærsti vinnuveitandi tónlistarfólks á Íslandi og að kirkjan sé langstærsti hljóðfæraeigandi landsins. „Söfnuðum og sóknarnefndarfólki hefur tekist ótrúlega vel til að viðhalda starfseminni þrátt fyrir gríðarlegan niðurskurð í sóknargjöldum frá árinu 2009, en nú þykir mér tími til kominn að hið opinbera viðurkenni þátt þeirra og mikilvægi í íslenskri menningu með því að heiðra lög um sóknargjöld, eins og þau voru samþykkt upphaflega, sem byggja á nánast eitt þúsund ára skipulagi safnaðarstarfs á Íslandi,“ segir Heimir. Þá bendir hann á að sóknargjöld séu eini fasti tekjuliður sókna og eina leið þeirra til að fjármagna sín verkefni með fyrirsjáanlegum og varanlegum hætti. „Ég hef áhyggjur af því hvernig ríkisstjórninni reiknast það til að þetta tiltekna menningarframlag, sem skiptir svo marga svo miklu máli, en er smár hluti útgjalda hins opinbera, verði að skerða strax, og það um heil sjö prósent sem er langt um meiri flöt aðhaldskrafa en nokkur ríkisstofnun þarf að þola,“ segir Heimir og að þessi niðurskurður komi sérstaklega á óvart í ljósi þess að nefnd á vegum dómsmálaráðuneytis vinnur nú að skýrslu um heildarendurskoðun sóknargjalda. „Ríkisstjórnin er því með þessu að höggva verulega í rekstrargrundvöll söfnuða um allt land, rétt áður en skýrsla sem hún bað sjálf um að yrði gerð er kláruð um hvernig við getum komið þessu mikla menningarframlagi ríkisins, sem kallast sóknargjöld, í varanlegt og fyrirsjáanlegt horf sem sátt ríkir um meðal Þjóðkirkjusöfnuða, annarra trú- og lífsskoðunarfélaga og ríkis. Útspil ríkisstjórnarinnar er, hið minnsta að óbreyttu, ekki til þess fallið að byggja undir þá sátt. Svo mikið er ljóst.
Þjóðkirkjan Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Trúmál Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Innlent Fleiri fréttir Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Sjá meira