Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar 30. október 2025 14:31 Það er fátt mikilvægara fyrir velferð fólksins í borginni okkar en að eiga öruggt heimili. Húsnæði er ekki bara fjárfesting, það er grunnurinn að lífi og samfélagi, staður þar sem við byggjum fjölskyldur, vináttu og traust. Í Reykjavík hefur þetta alltaf verið leiðarljósið í stefnu okkar um húsnæðismál. Þess vegna lagði ég í dag fyrir borgarráð tillögu um nýja nálgun í húsnæðisuppbyggingu í Úlfarsárdal, sem miðar að því að flýta uppbyggingu allt að 4.000 íbúða og tilheyrandi innviða á svæðinu.Þetta er ekki stefnubreyting - heldur framþróun. Við erum að halda áfram á þeirri braut sem borgin hefur markað, að byggja upp fjölbreytt og sjálfbært húsnæði fyrir fólk af öllum tekjum og aldri. Á undanförnum árum hefur Reykjavíkurborg verið í forystu við að tryggja fjölbreytt framboð íbúða. Við höfum stóraukið uppbyggingu á félagslegum grunni, í samstarfi við óhagnaðardrifin félög og þannig tryggt að fleiri fái tækifæri til að eignast heimili. Þessi nýja leið – samstarf við innviðafélag um uppbyggingu í Úlfarsárdal – byggir á sömu hugsjón. Markmiðið er að hraða uppbyggingu án þess að skerða samfélagsleg markmið. Með því að efna til samkeppnisviðræðna um uppbyggingu hverfis í Höllum, þar sem geta risið allt að 4.000 íbúðir, skapast ný tækifæri til að tryggja hagkvæmni, gæði og fyrirsjáanleika í framkvæmdum.Þetta er leið sem notuð hefur verið víða í Evrópu, meðal annars í Danmörku og Hollandi, þar sem innviðafélög í samstarfi við sveitarfélög hafa byggt upp heilu hverfin – þar sem leikskólar, skólar, íþróttasvæði og gönguleiðir eru hluti af heildrænni framtíðarsýn. Við vitum að jafnrétti í húsnæðismálum verður ekki tryggt með orðum einum. Þess vegna er þessi aðferð mótuð með skýrum samfélagslegum markmiðum:að tryggja félagslega blöndun, fjölbreytta húsagerð og uppbyggingu í samstarfi við innviðafélag. Markmiðið er að nýtt hverfi í Úlfarsárdal verði lifandi og sjálfbært – með leikskólum, skólum, verslun, þjónustu og grænum svæðum í göngufæri. Samstarfið felur í sér að innviðafélagið byggir grunninnviði eins og skóla, leikskóla, íþróttamannvirki og götukerfi sem borgin fær síðan til umráða. Allt ferlið verður gagnsætt og í samræmi við lög um opinber innkaup og jafnræði.Borgin heldur áfram að leiða stefnumörkun, skilgreina gæðakröfur og tryggja að uppbyggingin þjónar íbúum, ekki aðeins markaðnum. Þetta er leið til að flýta framkvæmdum, án þess að fórna ábyrgð eða gæðum. Með því að samþætta skipulagsferlið og val á samstarfsaðila getum við sparað tíma, aukið samráð og tryggt að fyrstu skólar og leiksvæði rísi á sama tíma og íbúðirnar sjálfar. Þessi nálgun er afrakstur vandaðrar vinnu starfshóps sem Reykjavíkurborg, Alþýðusamband Íslands og BSRB skipuðu fyrr á árinu, í framhaldi af viljayfirlýsingu um aukið samstarf við verkalýðshreyfinguna og lífeyrissjóði um húsnæðisuppbyggingu. Sú vinna sýndi að með nýjum leiðum væri hægt að tryggja hraðari framvindu, meiri hagkvæmni og jöfnuð á markaði. Þegar þeirri vinnu lauk tók hin pólitíska ákvarðanataka við og nú erum við einu skrefi nær markmiðum okkar í þessum efnum. Við þurfum að hugsa til framtíðar. Það er ekki nóg að byggja mikið – við verðum að byggja vel.Það þýðir að við skipuleggjum hverfi þar sem fólk getur lifað góðu lífi: þar sem vinnustaðir, skólar og þjónusta eru nærri, þar sem græn svæði eru í alfaraleið og þar sem ný tækni og vistvæn hönnun eru nýtt til að draga úr kostnaði og kolefnisspori. Með því að fara þessa leið styrkjum við einnig stöðugleika á húsnæðismarkaði til lengri tíma því að með uppbyggingu, sem miðar að samfélagslegum markmiðum, eykst jafnvægi á markaðnum. Þannig drögum við úr sveiflum í verði, tryggjum sanngjarnara framboð og stuðlum að heilbrigðari þróun. Þetta er ábyrg leið sem byggir á traustum grunni – á sömu hugsjón og hefur leitt stefnu Reykjavíkurborgar í áratugi: að skapa borg þar sem gott er að búa, starfa og lifa. Við ætlum ekki bara að byggja hús – heldur samfélag. Höfundur er borgarstjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiða Björg Hilmisdóttir Húsnæðismál Samfylkingin Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason Skoðun Skoðun Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Það er fátt mikilvægara fyrir velferð fólksins í borginni okkar en að eiga öruggt heimili. Húsnæði er ekki bara fjárfesting, það er grunnurinn að lífi og samfélagi, staður þar sem við byggjum fjölskyldur, vináttu og traust. Í Reykjavík hefur þetta alltaf verið leiðarljósið í stefnu okkar um húsnæðismál. Þess vegna lagði ég í dag fyrir borgarráð tillögu um nýja nálgun í húsnæðisuppbyggingu í Úlfarsárdal, sem miðar að því að flýta uppbyggingu allt að 4.000 íbúða og tilheyrandi innviða á svæðinu.Þetta er ekki stefnubreyting - heldur framþróun. Við erum að halda áfram á þeirri braut sem borgin hefur markað, að byggja upp fjölbreytt og sjálfbært húsnæði fyrir fólk af öllum tekjum og aldri. Á undanförnum árum hefur Reykjavíkurborg verið í forystu við að tryggja fjölbreytt framboð íbúða. Við höfum stóraukið uppbyggingu á félagslegum grunni, í samstarfi við óhagnaðardrifin félög og þannig tryggt að fleiri fái tækifæri til að eignast heimili. Þessi nýja leið – samstarf við innviðafélag um uppbyggingu í Úlfarsárdal – byggir á sömu hugsjón. Markmiðið er að hraða uppbyggingu án þess að skerða samfélagsleg markmið. Með því að efna til samkeppnisviðræðna um uppbyggingu hverfis í Höllum, þar sem geta risið allt að 4.000 íbúðir, skapast ný tækifæri til að tryggja hagkvæmni, gæði og fyrirsjáanleika í framkvæmdum.Þetta er leið sem notuð hefur verið víða í Evrópu, meðal annars í Danmörku og Hollandi, þar sem innviðafélög í samstarfi við sveitarfélög hafa byggt upp heilu hverfin – þar sem leikskólar, skólar, íþróttasvæði og gönguleiðir eru hluti af heildrænni framtíðarsýn. Við vitum að jafnrétti í húsnæðismálum verður ekki tryggt með orðum einum. Þess vegna er þessi aðferð mótuð með skýrum samfélagslegum markmiðum:að tryggja félagslega blöndun, fjölbreytta húsagerð og uppbyggingu í samstarfi við innviðafélag. Markmiðið er að nýtt hverfi í Úlfarsárdal verði lifandi og sjálfbært – með leikskólum, skólum, verslun, þjónustu og grænum svæðum í göngufæri. Samstarfið felur í sér að innviðafélagið byggir grunninnviði eins og skóla, leikskóla, íþróttamannvirki og götukerfi sem borgin fær síðan til umráða. Allt ferlið verður gagnsætt og í samræmi við lög um opinber innkaup og jafnræði.Borgin heldur áfram að leiða stefnumörkun, skilgreina gæðakröfur og tryggja að uppbyggingin þjónar íbúum, ekki aðeins markaðnum. Þetta er leið til að flýta framkvæmdum, án þess að fórna ábyrgð eða gæðum. Með því að samþætta skipulagsferlið og val á samstarfsaðila getum við sparað tíma, aukið samráð og tryggt að fyrstu skólar og leiksvæði rísi á sama tíma og íbúðirnar sjálfar. Þessi nálgun er afrakstur vandaðrar vinnu starfshóps sem Reykjavíkurborg, Alþýðusamband Íslands og BSRB skipuðu fyrr á árinu, í framhaldi af viljayfirlýsingu um aukið samstarf við verkalýðshreyfinguna og lífeyrissjóði um húsnæðisuppbyggingu. Sú vinna sýndi að með nýjum leiðum væri hægt að tryggja hraðari framvindu, meiri hagkvæmni og jöfnuð á markaði. Þegar þeirri vinnu lauk tók hin pólitíska ákvarðanataka við og nú erum við einu skrefi nær markmiðum okkar í þessum efnum. Við þurfum að hugsa til framtíðar. Það er ekki nóg að byggja mikið – við verðum að byggja vel.Það þýðir að við skipuleggjum hverfi þar sem fólk getur lifað góðu lífi: þar sem vinnustaðir, skólar og þjónusta eru nærri, þar sem græn svæði eru í alfaraleið og þar sem ný tækni og vistvæn hönnun eru nýtt til að draga úr kostnaði og kolefnisspori. Með því að fara þessa leið styrkjum við einnig stöðugleika á húsnæðismarkaði til lengri tíma því að með uppbyggingu, sem miðar að samfélagslegum markmiðum, eykst jafnvægi á markaðnum. Þannig drögum við úr sveiflum í verði, tryggjum sanngjarnara framboð og stuðlum að heilbrigðari þróun. Þetta er ábyrg leið sem byggir á traustum grunni – á sömu hugsjón og hefur leitt stefnu Reykjavíkurborgar í áratugi: að skapa borg þar sem gott er að búa, starfa og lifa. Við ætlum ekki bara að byggja hús – heldur samfélag. Höfundur er borgarstjóri.
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun