Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 31. október 2025 12:06 Strætisvagnar hafa víða verið á eftir áætlun, en útlit er fyrir að það ástand vari áfram fram eftir degi. Vísir/Anton Brink Vonir standa til að hægt verði að opna hringveginn að fullu nú upp úr hádegi, en honum var lokað á tveimur stöðum á Suðurlandi vegna veðurs. Bráðamóttaka Landspítalans býr sig undir aukið álag vegna hálkuslysa í dag og útlit er fyrir að Strætó verði á eftir áætlun fram eftir degi. Gular viðvaranir hafa nú tekið gildi víðast hvar á landinu, ef frá eru talin Vestfirðir, Norðausturland og Faxaflói, vegna hvassviðris, rigningar og asahláku. Slík viðvörun tekur þó gildi á Vestfjörðum klukkan tvö. Eftir því sem líður á daginn falla þær úr gildi, fyrst á austurhluta landsins, en síðast við Faxaflóa klukkan níu í fyrramálið. Hringvegurinn er sem stendur lokaður á tveimur stöðum, annars vegar við Sandfell í Öræfum, og hins vegar frá Markarfljóti og austur að Vík, vegna mikils vinds. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni er staðan þó nokkuð vænleg upp á framhaldið. G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, segir vonir standa til þess að hægt verði að opna upp úr hádegi.Vísir/Einar „Veðrið er að ganga niður, þannig að við erum að undirbúa að opna aftur. Fyrst undir Eyjafjöllum og aðeins seinna í Öræfunum,“ segir G. Pétur Matthíasson, hjá Vegagerðinni. „Það er kannski svona upp úr hádeginu, sem það gæti farið að gerast.“ Búa sig undir aukið álag á slysó Á höfuðborgarsvæðinu og mun víðar hefur mikillar hálku gætt. Þrátt fyrir að nú sé tekið að leysa getur hálkan verið meiri en áður. Yfirlæknir á brátamóttökunni segir á þriðja tug hafa leitað aðhlynningar vegna hálkuslysa frá því tók að snjóa á þriðjudag. Hætta sé á að fleiri bætist við. „Það hefur verið nokkuð um beinbrot og jafnvel fólk sem hefur þurft innlagnir vegna þessa,“ segir Hjalti Már Björnsson, yfirlæknir á bráðamóttöku Landspítalans. Hjalti Már Björnsson er yfirlæknir á bráðamóttöku Landspítalans.Vísir/Arnar „Miðað við reynslu fyrri ára er það einmitt þegar það fer að rigna og hlýna sem hálkan verður verri. Þannig að ég hef umtalsverðar áhyggjur af því að það verði mikið álag á spítalanum í dag, út af þessum hálkuslysum sem gætu orðið í dag þegar fer að hlýna.“ Strætó á eftir áætlun fram eftir degi Síðustu daga hefur umferðarþungi á höfuðborgarsvæðinu verið mikill, og strætisvagnar óvíða á áætlun. „Mér þykir alveg líklegt að það verði í dag, og fram eftir þessum degi, þangað til það hreinsast betur af götunum. Umferðin er á köflum mjög hæg,“ segir Steinar Karl Hlífarsson, sviðsstjóri aksturs hjá Strætó. Steinar Karl Hlífarsson segir útlit fyrir að Strætó verði sums staðar á eftir áætlun í dag. Fólk komist þó á milli staða að endingu.Strætó Borið hafi á því að fleiri hafi nýtt sér þjónustuna en oft áður, enda hafi fólk verið hvatt til að skilja bílinn eftir heima til að létta á umferðinni. „Tilfinningin segir okkur að það er meira af fólki í vögnunum, sérstaklega seinnipartinn. Við höfum fengið einhverjar tilkynningar um það, allavega eina í morgun, um að vagn fylltist og komst ekki meira í hann. Það hefur merkjanlega verið fleira fólk.“ Veður Færð á vegum Vegagerð Strætó Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Lögreglan fylgdist með grunnskólum Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Sjá meira
Gular viðvaranir hafa nú tekið gildi víðast hvar á landinu, ef frá eru talin Vestfirðir, Norðausturland og Faxaflói, vegna hvassviðris, rigningar og asahláku. Slík viðvörun tekur þó gildi á Vestfjörðum klukkan tvö. Eftir því sem líður á daginn falla þær úr gildi, fyrst á austurhluta landsins, en síðast við Faxaflóa klukkan níu í fyrramálið. Hringvegurinn er sem stendur lokaður á tveimur stöðum, annars vegar við Sandfell í Öræfum, og hins vegar frá Markarfljóti og austur að Vík, vegna mikils vinds. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni er staðan þó nokkuð vænleg upp á framhaldið. G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, segir vonir standa til þess að hægt verði að opna upp úr hádegi.Vísir/Einar „Veðrið er að ganga niður, þannig að við erum að undirbúa að opna aftur. Fyrst undir Eyjafjöllum og aðeins seinna í Öræfunum,“ segir G. Pétur Matthíasson, hjá Vegagerðinni. „Það er kannski svona upp úr hádeginu, sem það gæti farið að gerast.“ Búa sig undir aukið álag á slysó Á höfuðborgarsvæðinu og mun víðar hefur mikillar hálku gætt. Þrátt fyrir að nú sé tekið að leysa getur hálkan verið meiri en áður. Yfirlæknir á brátamóttökunni segir á þriðja tug hafa leitað aðhlynningar vegna hálkuslysa frá því tók að snjóa á þriðjudag. Hætta sé á að fleiri bætist við. „Það hefur verið nokkuð um beinbrot og jafnvel fólk sem hefur þurft innlagnir vegna þessa,“ segir Hjalti Már Björnsson, yfirlæknir á bráðamóttöku Landspítalans. Hjalti Már Björnsson er yfirlæknir á bráðamóttöku Landspítalans.Vísir/Arnar „Miðað við reynslu fyrri ára er það einmitt þegar það fer að rigna og hlýna sem hálkan verður verri. Þannig að ég hef umtalsverðar áhyggjur af því að það verði mikið álag á spítalanum í dag, út af þessum hálkuslysum sem gætu orðið í dag þegar fer að hlýna.“ Strætó á eftir áætlun fram eftir degi Síðustu daga hefur umferðarþungi á höfuðborgarsvæðinu verið mikill, og strætisvagnar óvíða á áætlun. „Mér þykir alveg líklegt að það verði í dag, og fram eftir þessum degi, þangað til það hreinsast betur af götunum. Umferðin er á köflum mjög hæg,“ segir Steinar Karl Hlífarsson, sviðsstjóri aksturs hjá Strætó. Steinar Karl Hlífarsson segir útlit fyrir að Strætó verði sums staðar á eftir áætlun í dag. Fólk komist þó á milli staða að endingu.Strætó Borið hafi á því að fleiri hafi nýtt sér þjónustuna en oft áður, enda hafi fólk verið hvatt til að skilja bílinn eftir heima til að létta á umferðinni. „Tilfinningin segir okkur að það er meira af fólki í vögnunum, sérstaklega seinnipartinn. Við höfum fengið einhverjar tilkynningar um það, allavega eina í morgun, um að vagn fylltist og komst ekki meira í hann. Það hefur merkjanlega verið fleira fólk.“
Veður Færð á vegum Vegagerð Strætó Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Lögreglan fylgdist með grunnskólum Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Sjá meira