Lífið

Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagn­rýna mig svelti ég“

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Stjörnur landsins skinu skært í vikunni sem leið!
Stjörnur landsins skinu skært í vikunni sem leið!

Mikil snjókoma og veðurviðvaranir höfðu engin áhrif á skemmtanalífið sem var upp á sitt besta í síðastliðinni viku. Hrekkjavakan bar hæst og fylltust samfélagsmiðlar af myndum af veisluhöldum og glæsilegum búningum.

Íslensku sjónvarpsverðlaunin fóru fram í fyrsta sinn síðastliðinn fimmtudag og tónlistarmaðurinn Jón Jónsson fagnaði fjörutíu ára afmæli sínu með glæsilegum tónleikum í Eldborgarsal Hörpu á laugardagskvöldið.

Ef Instagram færslurnar birtast ekki er ráð að endurhlaða (e. refresh) síðunni.


Hrekkjavökugleði

Þótt einhverjir hafi þurft að fresta hátíðarhöldum vegna veðurs gripu heitustu stjörnur landsins tækifærið til að klæða sig upp í alls kyns búninga.

Tik-tok stjarnan Brynhildur Gunnlaugsdóttir brá sér í gervi Kida, prinsessu Atlantis úr Disney-kvikmyndinni Atlantis: Týnda borgin.

Áhrifavaldurinn Patrekur Jaime lét sér ekki nægja að klæðast einum búningi um Hrekkjavökuna. Hann lagði mikinn metnað í búningana, sem voru þrír talsins. 

Fyrst klæddi hann sig upp sem Victoria’s Secret-engillinn Adriana Lima, síðan sem Jennifer Lopez á MTV-verðlaunaathöfninni og að lokum sem Sofia Vergara í hlutverki Griseldu Blanco.

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins klæddi sig upp sem einn þjófanna sem rændu Louvre-safnið á dögunum. 

Hún skartaði hinum fínustu skartgripum og bað fylgjendur sína að láta frönsku lögregluna ekki vita hvar hún væri stödd.

Áhrifavaldurinn og ofurskvísan Guðrún Svava Egilsdóttir, betur þekkt sem Gugga í gúmmíbát, klæddi sig um helgina upp í goth-stíl sem persónan Poison Ivy úr Batman-myndunum. 

Hún er að fara af stað með sjóðheita þætti á Vísi. 

Birgitta Líf Björnsdóttir, áhrifavaldur og markaðsstjóri World Class, skellti sér í myndatöku í tilefni Hrekkjavökunnar. 

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, og Hjalti Sigvaldason Mogensen, eiginmaður hennar, tóku þátt og klæddu sig upp fyrir hrekkjavökuna.

Star-wars fjölskyldan stækkar með hverju árinu hjá Katrínu Eddu Þorsteinsdóttur í Þýskalandi.

Viktor Andersen hjúkrunarfræðingur var klæddist bleikri dragt og pels á Hrekkjavökunni.

Björn Boði Björnsson World Class-erfingi fór í hrekkjavökupartý í New York þar sem hann klæddi sig upp sem Austin Powers. „Groovy, Baby!“

Þorbjörg Kristinsdóttir, áhrifavaldur og fegurðardrottning, klæddi sig upp sem Grimmhildur Grámann úr kvikmyndinni 101 Dalmatíuhundar.

Helga Sigrún Hermannsdóttir, efnafræðingur og einn stofnenda Dottir Skin, fór í seiðandi svartan engla-búning.

Júnía Lín Jónsdóttir, listrænn stjórnandi og fiðluleikari, birti sæta mynd af sér og Laufeyju Lín á Hrekkjavökunni frá því að þær voru litlar.

Falleg stund Jóns og Hönnu Borgar á sviðinu

Tónlistarmaðurinn Jón Jónsson fagnaði fjörutíu ára afmæli sínu með glæsilegum tónleikum í Eldborgarsal Hörpu. Það sem toppaði kvöldið var að hann fékk tvíburasystur sína Hönnu Borg til að taka lagið með sér.

Íslensku sjónvarpsverðlaunin

Leikkonan Svandís Dóra Einarsdóttir var valin leikkona ársins 2023 fyrir Aftureldingu.

Leikkonan Steiney Skúladóttir spyr sig hvers vegna það hafi ekki verið veitt verðlaun fyrir flest leiknu hlutverkin á Sjónvarpsverðlaununum.

Frumsýning á Hamlet

Kolfinna Nikulásdóttir leikstjóri þakkar guði fyrir ungu mennina í sýningunni Hamlet. „Þeir eru aðal ástæða þess að sýningin Hamlet er svo lifandi,“ skrifar Kolfinna.

Fallegt vetrarveður

Helgi Ómars, áhrifavaldur og ljósmyndari, fór í göngutúr með hundinum Noel í snjónum í vikunni.

Sólstofan heima hjá Töru sif Birgisdóttir var í vetrarbúningnum þar sem trén fyrir utan voru þakin snjó. 

Glimmer-vertíðin hafin

Áhrifavaldarnir Sunneva Einars og Birt Líf Ólafsdóttir buðu hlustendum hlaðvarpsins Teboðið í Háskólabíó á laugardagskvöldið í tilefni fimm ára afmælis þess.

LXS-skvísurnar Ástrós Traustadóttir, Hildur Sif og Birgittu Líf skelltu sér í glimmerdressið og fögnuðu tímamótunum.


Tengdar fréttir

Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“

Konur komu, sáu og sigruðu þessa vikuna. Kvennafrídagurinn var haldinn hátíðlegur síðastliðinn föstudag og lögðu um fimmtíu þúsund manns niður störf sín í tilefni af fimmtíu ára afmæli kvennaverkfallsins. Um helgina var mikið um veisluhöld þar sem ástinni var fagnað í brúðkaupum, afmælum og árshátíðum stórfyrirtækja.

„Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“

„Maður ímyndar sér svona dag fyrir fram en ekkert býr mann undir hversu gaman þetta raunverulega er svo. Öll hamingjan, gleðin og ástin sem við fundum fyrir frá okkar nánustu vinum og fjölskyldu er ómetanleg,“ segir Hildur María Haarde, sem gekk að eiga sinn heittelskaða Baldur Kára Eyjólfsson á fallegum og sólríkum degi í lok september í Dómkirkjunni í Reykjavík.

Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“

Síðastliðin vika var viðburðarík að vanda hjá samfélagsmiðlastjörnum landsins. Fallegt haustveður, stórtónleikar í New York, þemapartý, Oktoberfest og sólríkar utanlandsferðir báru þar hæst.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.