Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 3. nóvember 2025 07:44 Fram kemur í greinargerð með tillögunni að álft hafi verið friðuð á Íslandi frá árinu 1913 en álftarstofninn hafi stækkað verulega. Vísir/Vilhelm Þingmenn Framsóknarflokksins og Miðflokksins vilja að reglur um veiðar á nokkrum fuglategundum verði rýmkaðar í því skini að takmarka ágang fuglanna á tún og kornakra. Þá leggja þingmennirnir til að ráðherra geri stjórnunar- og verndaráætlun fyrir álftir og gæsastofna á Íslandi í samvinnu við hagsmunaaðila og Náttúrufræðistofnun. Þetta kemur fram í þingsályktunartillögu þeirra Þorarins Inga Péturssonar, Sigurðar Inga Jóhannssonar og Stefáns Vagns Stefánssonar, þingmanna Framsóknarflokksins og Þorgríms Sigmundssonar, þingmanns Miðflokksins, sem dreift hefur verið á Alþingi. Þetta er í fjórða sinn sem tillaga sama efnis er lögð fram á þingi. Þar er lagt til að umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra verði falið að útbúa tillögur um heimild til tímabundinna og skilyrtra veiða á eftirfarandi tegundum fugla utan hefðbundins veiðitíma þeirra. Tímabilið fyrir álft, grágæs, heiðagæs og helsingja á kornökrum og túnum miðist við 15. mars til 20. ágúst og veiðar á álft á kornökrum frá 1. maí til 1. október. Leyfin verði veitt á þeim svæðum þar sem þörf sé talin á aðgerðum vegna ágangs fuglanna. Þórarinn Ingi Pétursson, þingmaður Framsóknarflokksins og bóndi, er fyrsti flutningsmaður tillögunnar.Vísir/Vilhelm „Álftir, grágæsir, heiðagæsir og helsingjar valda miklu tjóni á túnum og kornökrum. Þörf er á að finna leiðir fyrir bændur til þess að stemma stigu við ágangi álfta og gæsa. Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti, Umhverfisstofnun, Náttúrufræðistofnun og Bændasamtök Íslands hafa tekið saman upplýsingar um ágang af völdum gæsa og álfta á ræktarlönd. Hægt er að byggja á þeirri vinnu við mat á þörf til að bregðast við ágangi. Eftir sem áður þarf að tryggja vernd stofnanna og meta árangur aðgerðanna,“ segir meðal annars í greinargerð með tillögunni. Þar er einnig reifað hvers vegna þörf er talin á að veita tímabundna heimild til skilyrtra veiða af hverri tegund, utan hefðbundins veiðitíma þeirra, auk þess sem bent er á að ágangur álfta og gæsa valdi bændum fjárhagslegu tjóni. Það einskorðast ekki við Ísland. „Flutningsmenn telja nauðsynlegt að setja markmið um stærð stofna álfta og gæsa. Þá er mikilvægt að til verði skýr heimild og áætlun um veiðar á álft og gæs í því skyni að minnka tjón bænda, hvort sem hún felur í sér breytingar á lögum eða eftir atvikum reglugerðum þar að lútandi. Samhliða þessari aðgerð verði gerð áætlun um að tryggja vernd stofnanna,“ segir ennfremur í greinargerðinni. Alþingi Framsóknarflokkurinn Miðflokkurinn Fuglar Landbúnaður Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Sjá meira
Þetta kemur fram í þingsályktunartillögu þeirra Þorarins Inga Péturssonar, Sigurðar Inga Jóhannssonar og Stefáns Vagns Stefánssonar, þingmanna Framsóknarflokksins og Þorgríms Sigmundssonar, þingmanns Miðflokksins, sem dreift hefur verið á Alþingi. Þetta er í fjórða sinn sem tillaga sama efnis er lögð fram á þingi. Þar er lagt til að umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra verði falið að útbúa tillögur um heimild til tímabundinna og skilyrtra veiða á eftirfarandi tegundum fugla utan hefðbundins veiðitíma þeirra. Tímabilið fyrir álft, grágæs, heiðagæs og helsingja á kornökrum og túnum miðist við 15. mars til 20. ágúst og veiðar á álft á kornökrum frá 1. maí til 1. október. Leyfin verði veitt á þeim svæðum þar sem þörf sé talin á aðgerðum vegna ágangs fuglanna. Þórarinn Ingi Pétursson, þingmaður Framsóknarflokksins og bóndi, er fyrsti flutningsmaður tillögunnar.Vísir/Vilhelm „Álftir, grágæsir, heiðagæsir og helsingjar valda miklu tjóni á túnum og kornökrum. Þörf er á að finna leiðir fyrir bændur til þess að stemma stigu við ágangi álfta og gæsa. Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti, Umhverfisstofnun, Náttúrufræðistofnun og Bændasamtök Íslands hafa tekið saman upplýsingar um ágang af völdum gæsa og álfta á ræktarlönd. Hægt er að byggja á þeirri vinnu við mat á þörf til að bregðast við ágangi. Eftir sem áður þarf að tryggja vernd stofnanna og meta árangur aðgerðanna,“ segir meðal annars í greinargerð með tillögunni. Þar er einnig reifað hvers vegna þörf er talin á að veita tímabundna heimild til skilyrtra veiða af hverri tegund, utan hefðbundins veiðitíma þeirra, auk þess sem bent er á að ágangur álfta og gæsa valdi bændum fjárhagslegu tjóni. Það einskorðast ekki við Ísland. „Flutningsmenn telja nauðsynlegt að setja markmið um stærð stofna álfta og gæsa. Þá er mikilvægt að til verði skýr heimild og áætlun um veiðar á álft og gæs í því skyni að minnka tjón bænda, hvort sem hún felur í sér breytingar á lögum eða eftir atvikum reglugerðum þar að lútandi. Samhliða þessari aðgerð verði gerð áætlun um að tryggja vernd stofnanna,“ segir ennfremur í greinargerðinni.
Alþingi Framsóknarflokkurinn Miðflokkurinn Fuglar Landbúnaður Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Sjá meira