Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar 3. nóvember 2025 10:01 Ég hef velt því fyrir mér í tengslum við Kvennafrídaginn 2025 hvers virði ég er samfélaginu sem ég bý í hér á Íslandi. Þann 24. október síðastliðinn á sjálfan Kvennafrídaginn var ég stödd á flugvelli á leið að heimsækja dóttur mína sem býr erlendis. Ég hef lítið val um þá frídaga sem ég fæ þar sem ég starfa sem grunnskólakennari og þarf því að ferðast á dýrasta ferðatímanum þegar margir eru að ferðast. Í mannmergðinni á flugvellinum heyrði ég tal nokkurra aðila sem voru að ræða launamál og mín laun voru ekki nálægt þeim launum sem rædd voru í þessu samtali. Meira að segja kom til tals hjá þessum aðilum að þeir tækju aðeins að sér kennslu í sínu fagi til að sýna góðverk því að launin fyrir kennsluna væru bara einhverjar baunir. Þarna stóð ég grunnskólakennarinn við hlið þeirra og sagði ekki orð en hugsaði um öll góðverkin mín í gegnum árin. Þegar komið var upp í flugvélina hjá eina íslenska flugfélaginu sem er starfandi hér á landi þá tóku á móti mér konur sem inntu starfi sínu af fagmennsku. Það var ekkert minnst á Kvennafrídaginn í fluginu né gert vel við konurnar sem voru um borð þennan merkisdag eins og víða var gert á þessum degi. Ég sat eins og risaeðla í mínu flugsæti í Kvennafrísbolnum sem ég hafði keypt mér í tilefni þess að 50 ár voru liðin frá fyrsta Kvennafrísdeginum. Nú eru einhverjir farnir að hugsa:“Hvað er málið með þennan pistil ? Hvert er hún að fara ?“. Málið er að virðismat kennara er í ferli og grunnstoðir menntakerfisins eru í molum og ég sé ekki í land með það að virði mitt sem grunnskólakennari verði metið að verðleikum á minni starfsævi. Ég hef starfaði við kennslu í um þrjátíu ár og fyrstu tuttugu árin hækkaði ég reglulega vegna starfsaldurs en það kemur engin hækkun eftir þar. Hvaða skilaboð eru það til okkar sem höfum virkilega lagt líf og limi í starf okkar ? Það er ekki að ástæðulausu sem innviðir okkar hér á Íslandi eru í molum. Við erum komin í innviðaskuld því að viðhald og uppbygging hefur setið á hakanum. Það er ekki nóg að vera ríkur og lifa í búblu allsnægta ef þeir sem halda uppi grunnstoðum samfélagins lifa við sultarmörk og ófullnægjandi starfsaðstæður. Rannsóknir sýna að við náum ekki jafnrétti fyrr en við útrýmum fjölmennum láglaunakvennastéttum og girðum okkur í brók í dagvistunarmálum barna. Það er komið bakslag í jafnréttisbaráttuna. Margir halda því fram að jafnrétti sé náð og blása á það þegar einhverjir halda öðru fram. Þessir sömu eru með forréttindablindu og virðast ekki geta sett sig í spor annarra. Á meðan við sitjum ekki öll við sama borð þá mun baráttan halda áfram. En auðvitað vonum við öll að sá Kvennafrídagur sem haldinn er verði sá síðasti. Þangað til skiptir máli að vera upplýst um stöðuna og sofna ekki á verðinum. Við sem störfum við kennslu eða í öðrum láglaunakvennastéttum eigum ekki að þurfa að bíða á flugvelli og hlusta á aðra tala um baunirnar sem við fáum í laun. Það gleymist oft að láglaunakvennastéttirnar sitja ekki heldur við sama borð og aðrir eftir að starfsævinni lýkur því að eftirlaunin haldast í hendur við laun á starfsævi viðkomandi. Höfundur er grunnskólakennari í stjórn KFR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rakel Linda Kristjánsdóttir Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Ég hef velt því fyrir mér í tengslum við Kvennafrídaginn 2025 hvers virði ég er samfélaginu sem ég bý í hér á Íslandi. Þann 24. október síðastliðinn á sjálfan Kvennafrídaginn var ég stödd á flugvelli á leið að heimsækja dóttur mína sem býr erlendis. Ég hef lítið val um þá frídaga sem ég fæ þar sem ég starfa sem grunnskólakennari og þarf því að ferðast á dýrasta ferðatímanum þegar margir eru að ferðast. Í mannmergðinni á flugvellinum heyrði ég tal nokkurra aðila sem voru að ræða launamál og mín laun voru ekki nálægt þeim launum sem rædd voru í þessu samtali. Meira að segja kom til tals hjá þessum aðilum að þeir tækju aðeins að sér kennslu í sínu fagi til að sýna góðverk því að launin fyrir kennsluna væru bara einhverjar baunir. Þarna stóð ég grunnskólakennarinn við hlið þeirra og sagði ekki orð en hugsaði um öll góðverkin mín í gegnum árin. Þegar komið var upp í flugvélina hjá eina íslenska flugfélaginu sem er starfandi hér á landi þá tóku á móti mér konur sem inntu starfi sínu af fagmennsku. Það var ekkert minnst á Kvennafrídaginn í fluginu né gert vel við konurnar sem voru um borð þennan merkisdag eins og víða var gert á þessum degi. Ég sat eins og risaeðla í mínu flugsæti í Kvennafrísbolnum sem ég hafði keypt mér í tilefni þess að 50 ár voru liðin frá fyrsta Kvennafrísdeginum. Nú eru einhverjir farnir að hugsa:“Hvað er málið með þennan pistil ? Hvert er hún að fara ?“. Málið er að virðismat kennara er í ferli og grunnstoðir menntakerfisins eru í molum og ég sé ekki í land með það að virði mitt sem grunnskólakennari verði metið að verðleikum á minni starfsævi. Ég hef starfaði við kennslu í um þrjátíu ár og fyrstu tuttugu árin hækkaði ég reglulega vegna starfsaldurs en það kemur engin hækkun eftir þar. Hvaða skilaboð eru það til okkar sem höfum virkilega lagt líf og limi í starf okkar ? Það er ekki að ástæðulausu sem innviðir okkar hér á Íslandi eru í molum. Við erum komin í innviðaskuld því að viðhald og uppbygging hefur setið á hakanum. Það er ekki nóg að vera ríkur og lifa í búblu allsnægta ef þeir sem halda uppi grunnstoðum samfélagins lifa við sultarmörk og ófullnægjandi starfsaðstæður. Rannsóknir sýna að við náum ekki jafnrétti fyrr en við útrýmum fjölmennum láglaunakvennastéttum og girðum okkur í brók í dagvistunarmálum barna. Það er komið bakslag í jafnréttisbaráttuna. Margir halda því fram að jafnrétti sé náð og blása á það þegar einhverjir halda öðru fram. Þessir sömu eru með forréttindablindu og virðast ekki geta sett sig í spor annarra. Á meðan við sitjum ekki öll við sama borð þá mun baráttan halda áfram. En auðvitað vonum við öll að sá Kvennafrídagur sem haldinn er verði sá síðasti. Þangað til skiptir máli að vera upplýst um stöðuna og sofna ekki á verðinum. Við sem störfum við kennslu eða í öðrum láglaunakvennastéttum eigum ekki að þurfa að bíða á flugvelli og hlusta á aðra tala um baunirnar sem við fáum í laun. Það gleymist oft að láglaunakvennastéttirnar sitja ekki heldur við sama borð og aðrir eftir að starfsævinni lýkur því að eftirlaunin haldast í hendur við laun á starfsævi viðkomandi. Höfundur er grunnskólakennari í stjórn KFR.
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun