„Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 3. nóvember 2025 12:49 Hildur Ýr Viðarsdóttir er stjórnarformaður Húseigendafélagsins og lektor við lögfræðideild Háskóla Íslands. aðsend/bjarni Stjórnarformaður Húseigendafélagsins segir hættu á því að áform ríkisstjórnarinnar um að draga úr skattaafslætti leigutekna muni bitna á leigjendum. Það gæti mögulega unnið gegn markmiðum ríkisstjórnarinnar á húsnæðismarkaði. Sögulegt óvissuástand ríkir á fasteignamarkaði í kjölfar vaxtadómsins svokallaða sem féll í Hæstarétti í síðasta mánuði. Þar sem skilmálar Íslandsbanka um óvertryggð lán með breytilegum vöxtum voru dæmdir ólögmætir. Samtök iðnaðarins sögðu í gær að rýmkun Seðlabanka Íslands á lánþegaskilyrðum hafi lítil sem engin áhrif á það óvissuástand. Ríkisstjórnin kynnti húsnæðispakka sinn í síðustu viku með áformum til að draga úr óvissu og bíða ýmsir aðilar á húsnæðismarkaði eftir nánari útfærslu á því. Meðal þess sem kemur fram í húsnæðispakkanum er að dregið verði úr afslætti á fjármagnstekjuskatti vegna leigutekna leigusala úr 50 prósenta afslætti í 25 prósent. Þetta sé gert til minnka hvata aðila til að safna íbúðum. Hildur Ýr Viðarsdóttir, stjórnarformaður Húseigendafélagsins og lektor við Háskóla Íslands, segir að það sé hætt við því að þetta vinni gegn markmiðum ríkisstjórnarinnar á húsnæðismarkaði um að gera líf á leigumarkaði bærilegra og auðvelda fólki að komast inn á húsnæðismarkað. „Leigumarkaðurinn á Íslandi er settur saman þannig að þetta eru að meiri hluta einstaklingar sem eru leigusalar. Þeir vilja væntanlega ekki tapa á útleigu eigna sinna heldur allavega koma út á sléttu eða hafa einhvern hagnað af. Það er hætt við því að þetta muni rata út í leiguverðið. Það er hætt við því að það muni bitna á leigjendum.“ Getur þetta haft þau áhrif að leigjendur séu ólíklegri til að komast inn á fasteignamarkaðinn ef leiguverð hækkar eins og búist er við? „Já það getur leitt til þess. Ef leiguverðið hækkar þá er erfiðara að leggja fyrir og kaupa eign.“ Í pakkanum kemur einnig fram að byggingarstjórakerfið verði lagt niður og að byggingareftirlit færist frá byggingarfulltrúum sveitarfélaga til fagaðila hjá óháðum skoðunarstofum. Hildur segir fróðlegt að fylgjast með nánari útfærslu þessa. „Í síðustu viku voru einnig kynntar rannsóknir á Þjóðarspeglinum um galla í nýbyggingum þar sem kom fram að um 40 prósent nýbygginga sem hafa verið byggðar hér á undanförnum árum séu haldnar byggingargöllum. Þá veltir maður fyrir sér hvort það sé rétt að hætta með eftirlit byggingarfulltrúa og færa það annað og leggja niður hlutverk byggingarstjóra. Ég held að það sé gríðarlega mikilvægt fyrir fasteignaeigendur að eftirlit með byggingum sé öflugt þannig að það sé hægt að gera allt sem hægt er til að fækka byggingargöllum sem eru alltof margir eins og staðan er núna. Ég held að það sé gríðarlega mikilvægt að það sé vandað þar til verka.“ Samkvæmt frumvarpi sem liggur fyrir Alþingi um skráningarskyldu leigusamninga verður komið í veg fyrir að leiguverð sé hækkað á fyrstu tólf mánuðum tímabundinna leigusamninga. Þetta sé gert til að takmarka skammtímaleigu á borð við útleigu á Airbnb, við lögheimili og eina aðra fasteign utan þéttbýlis. „Eignarréttur er náttúrulega varinn af stjórnarskrá, að maður geti nýtt eignina. Þarna er með lögum verið að takmarka hvernig fasteignaeigendur geta hagnýtt eignina sína. Þarna er verið, enn og aftur, að ganga á réttindi þeirra til að ráðstafa sínum eignum,“ segir Hildur. Vaxtamálið Húsnæðismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Skipulag Byggingariðnaður Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Viðskipti erlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sjá meira
Sögulegt óvissuástand ríkir á fasteignamarkaði í kjölfar vaxtadómsins svokallaða sem féll í Hæstarétti í síðasta mánuði. Þar sem skilmálar Íslandsbanka um óvertryggð lán með breytilegum vöxtum voru dæmdir ólögmætir. Samtök iðnaðarins sögðu í gær að rýmkun Seðlabanka Íslands á lánþegaskilyrðum hafi lítil sem engin áhrif á það óvissuástand. Ríkisstjórnin kynnti húsnæðispakka sinn í síðustu viku með áformum til að draga úr óvissu og bíða ýmsir aðilar á húsnæðismarkaði eftir nánari útfærslu á því. Meðal þess sem kemur fram í húsnæðispakkanum er að dregið verði úr afslætti á fjármagnstekjuskatti vegna leigutekna leigusala úr 50 prósenta afslætti í 25 prósent. Þetta sé gert til minnka hvata aðila til að safna íbúðum. Hildur Ýr Viðarsdóttir, stjórnarformaður Húseigendafélagsins og lektor við Háskóla Íslands, segir að það sé hætt við því að þetta vinni gegn markmiðum ríkisstjórnarinnar á húsnæðismarkaði um að gera líf á leigumarkaði bærilegra og auðvelda fólki að komast inn á húsnæðismarkað. „Leigumarkaðurinn á Íslandi er settur saman þannig að þetta eru að meiri hluta einstaklingar sem eru leigusalar. Þeir vilja væntanlega ekki tapa á útleigu eigna sinna heldur allavega koma út á sléttu eða hafa einhvern hagnað af. Það er hætt við því að þetta muni rata út í leiguverðið. Það er hætt við því að það muni bitna á leigjendum.“ Getur þetta haft þau áhrif að leigjendur séu ólíklegri til að komast inn á fasteignamarkaðinn ef leiguverð hækkar eins og búist er við? „Já það getur leitt til þess. Ef leiguverðið hækkar þá er erfiðara að leggja fyrir og kaupa eign.“ Í pakkanum kemur einnig fram að byggingarstjórakerfið verði lagt niður og að byggingareftirlit færist frá byggingarfulltrúum sveitarfélaga til fagaðila hjá óháðum skoðunarstofum. Hildur segir fróðlegt að fylgjast með nánari útfærslu þessa. „Í síðustu viku voru einnig kynntar rannsóknir á Þjóðarspeglinum um galla í nýbyggingum þar sem kom fram að um 40 prósent nýbygginga sem hafa verið byggðar hér á undanförnum árum séu haldnar byggingargöllum. Þá veltir maður fyrir sér hvort það sé rétt að hætta með eftirlit byggingarfulltrúa og færa það annað og leggja niður hlutverk byggingarstjóra. Ég held að það sé gríðarlega mikilvægt fyrir fasteignaeigendur að eftirlit með byggingum sé öflugt þannig að það sé hægt að gera allt sem hægt er til að fækka byggingargöllum sem eru alltof margir eins og staðan er núna. Ég held að það sé gríðarlega mikilvægt að það sé vandað þar til verka.“ Samkvæmt frumvarpi sem liggur fyrir Alþingi um skráningarskyldu leigusamninga verður komið í veg fyrir að leiguverð sé hækkað á fyrstu tólf mánuðum tímabundinna leigusamninga. Þetta sé gert til að takmarka skammtímaleigu á borð við útleigu á Airbnb, við lögheimili og eina aðra fasteign utan þéttbýlis. „Eignarréttur er náttúrulega varinn af stjórnarskrá, að maður geti nýtt eignina. Þarna er með lögum verið að takmarka hvernig fasteignaeigendur geta hagnýtt eignina sína. Þarna er verið, enn og aftur, að ganga á réttindi þeirra til að ráðstafa sínum eignum,“ segir Hildur.
Vaxtamálið Húsnæðismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Skipulag Byggingariðnaður Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Viðskipti erlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sjá meira