Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Samúel Karl Ólason skrifar 3. nóvember 2025 21:14 Þessi mynd frá Flóttamannaráði Noregs sýnir börn frá El Fasher að leik í flóttamannabúðum í Súdan. AP/Sarah Vuylsteke Saksóknarar við Alþjóðasakamáladómstólinn (ICC) segja ódæði vígamanna hóps sem kallast Rapid Support Forces eða (RSF) í borginni El Fasher í Súdan mögulega vera stríðsglæpi eða glæpi gegn mannkyni. Unnið sé að því að varðveita sönnunargögn, eins og myndbönd sem vígamennirnir birtu sjálfir, og ræða við vitni. Þeir segja enn fremur að ódæðin í borginni séu hluti af stærra samhengi sambærilegs ofbeldis í Darfur-héraði í Súdan. Alþjóðlegu samtökin Integrated Food Security Phase Classification eða IPC, segja hungursneyð ríkja í El Fasher. Sérfræðingar samtakanna, sem skilgreina hvenær hungursneyð ríkir, segja slíka neyð ríkja í tveimur héruðum Súdan um þessar mundir en fjölmargir hlutar landsins séu í hættu. Þeir segja vannæringu vera orðna mjög almenna í landinu, samkvæmt AP fréttaveitunni. El Fasher féll á dögunum í hendur RSF eftir um átján mánaða umsátur. Borgin var stærsta byggðin sem stjórnarher Súdan hélt í Darfur-héraði og féll eftir um fimm hundrað daga umsátur RSF. Strax í kjölfarið fóru að berast fregnir af miklum ódæðum í borginni og í mörgum tilfellum birtu RSF-liðar sjálfir á netinu myndbönd af því þegar þeir myrtu óbreytta borgara í massavís. Gervihnattamyndir af El Fasher bentu einnig til mikilla blóðsúthellinga þar. Yfirmaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar sagði að 460 sjúklingar og fólk tengt þeim hafi verið myrt á fæðingarspítala í borginni. Fregnir af svæðinu eru þó enn sem komið er takmarkaðar og umfang ódæðanna því ekki mjög skýrt. Reyna að koma á vopnahléi Ráðamenn í Bandaríkjunum segjast reyna að miðla málum milli beggja fylkinga í Súdan svo hægt sé að koma á vopnahléi, í það minnsta tímabundnu, og aðstoða fólk á svæðinu. Massad Boulos, sem starfar sem ráðgjafi Hvíta hússins varðandi Afríku, sagði í samtali við AP í dag að þessi vinna hefði staðið yfir í nokkra daga. Hún gengi út á að koma á þriggja mánaða vopnahléi. Þar á eftir kæmi níu mánaða tímabil þar sem reynt yrði að leysa deilurnar með viðræðum. Bandaríkjamenn hafa unnið lengi að því að koma á friði í Súdan í samvinnu við yfirvöld í Sádi-Arabíu, Egyptalandi og Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Furstadæmin hafa staðið þétt við bakið á RSF og eru hergagnasendingar og annars konar aðstoð ríkisins við vígamennina sagðar hafa spilað stóra rullu í að stöðva framsókn stjórnarhersins gegn hópnum fyrr á árinu. Sjá einnig: Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandaríkjamenn hafa aldrei gagnrýnt furstadæmin opinberlega vegna stuðningsins við RSF en hafa þess í stað gagnrýnt alla utanaðkomandi aðila fyrir að senda vopn til Súdan. Átökin bitna verulega á almenningi Abdel Fattah Al Burhan, leiðtogi hers Súdan, og Mohamed Hamdan Dagalo, leiðtogi RSF, tóku höndum saman árið 2021 og frömdu valdarán í Súdan. Árið 2023 stóð svo til að innleiða RSF í herinn en Dagalo var mótfallinn því og hófust átök þeirra á milli í kjölfarið. RSF var lengi með yfirhöndina í átökunum en stjórnarherinn sótti svo verulega á í fyrra og í upphafi þessa árs. Herinn rak vígamenn RSF frá Khartoum, höfuðborg Súdan, í mars. RSF hefur notið stuðnings annarra ríkja eins og Rússlands og Sameinuðu arabísku furstadæmanna. Átökin hafa komið verulega niður á almenningi í Súdan og hafa þau verið mjög grimmileg. Milljónir hafa lengi staðið frammi fyrir hungursneyð vegna átakanna. Báðar fylkingar hafa verið sakaðar um stríðsglæpi og kynferðisofbeldi er mjög umfangsmikið. Að minnsta kosti fjórtán milljónir manna hafa þurft að flýja heimili sín vegna átakanna og hafa að minnsta kosti 150 þúsund fallið vegna þeirra. Sameinuðu þjóðirnar hafa sagt að tugir milljóna þurfi aðstoð. Súdan Erlend sakamál Mannréttindi Hernaður Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira
Þeir segja enn fremur að ódæðin í borginni séu hluti af stærra samhengi sambærilegs ofbeldis í Darfur-héraði í Súdan. Alþjóðlegu samtökin Integrated Food Security Phase Classification eða IPC, segja hungursneyð ríkja í El Fasher. Sérfræðingar samtakanna, sem skilgreina hvenær hungursneyð ríkir, segja slíka neyð ríkja í tveimur héruðum Súdan um þessar mundir en fjölmargir hlutar landsins séu í hættu. Þeir segja vannæringu vera orðna mjög almenna í landinu, samkvæmt AP fréttaveitunni. El Fasher féll á dögunum í hendur RSF eftir um átján mánaða umsátur. Borgin var stærsta byggðin sem stjórnarher Súdan hélt í Darfur-héraði og féll eftir um fimm hundrað daga umsátur RSF. Strax í kjölfarið fóru að berast fregnir af miklum ódæðum í borginni og í mörgum tilfellum birtu RSF-liðar sjálfir á netinu myndbönd af því þegar þeir myrtu óbreytta borgara í massavís. Gervihnattamyndir af El Fasher bentu einnig til mikilla blóðsúthellinga þar. Yfirmaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar sagði að 460 sjúklingar og fólk tengt þeim hafi verið myrt á fæðingarspítala í borginni. Fregnir af svæðinu eru þó enn sem komið er takmarkaðar og umfang ódæðanna því ekki mjög skýrt. Reyna að koma á vopnahléi Ráðamenn í Bandaríkjunum segjast reyna að miðla málum milli beggja fylkinga í Súdan svo hægt sé að koma á vopnahléi, í það minnsta tímabundnu, og aðstoða fólk á svæðinu. Massad Boulos, sem starfar sem ráðgjafi Hvíta hússins varðandi Afríku, sagði í samtali við AP í dag að þessi vinna hefði staðið yfir í nokkra daga. Hún gengi út á að koma á þriggja mánaða vopnahléi. Þar á eftir kæmi níu mánaða tímabil þar sem reynt yrði að leysa deilurnar með viðræðum. Bandaríkjamenn hafa unnið lengi að því að koma á friði í Súdan í samvinnu við yfirvöld í Sádi-Arabíu, Egyptalandi og Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Furstadæmin hafa staðið þétt við bakið á RSF og eru hergagnasendingar og annars konar aðstoð ríkisins við vígamennina sagðar hafa spilað stóra rullu í að stöðva framsókn stjórnarhersins gegn hópnum fyrr á árinu. Sjá einnig: Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandaríkjamenn hafa aldrei gagnrýnt furstadæmin opinberlega vegna stuðningsins við RSF en hafa þess í stað gagnrýnt alla utanaðkomandi aðila fyrir að senda vopn til Súdan. Átökin bitna verulega á almenningi Abdel Fattah Al Burhan, leiðtogi hers Súdan, og Mohamed Hamdan Dagalo, leiðtogi RSF, tóku höndum saman árið 2021 og frömdu valdarán í Súdan. Árið 2023 stóð svo til að innleiða RSF í herinn en Dagalo var mótfallinn því og hófust átök þeirra á milli í kjölfarið. RSF var lengi með yfirhöndina í átökunum en stjórnarherinn sótti svo verulega á í fyrra og í upphafi þessa árs. Herinn rak vígamenn RSF frá Khartoum, höfuðborg Súdan, í mars. RSF hefur notið stuðnings annarra ríkja eins og Rússlands og Sameinuðu arabísku furstadæmanna. Átökin hafa komið verulega niður á almenningi í Súdan og hafa þau verið mjög grimmileg. Milljónir hafa lengi staðið frammi fyrir hungursneyð vegna átakanna. Báðar fylkingar hafa verið sakaðar um stríðsglæpi og kynferðisofbeldi er mjög umfangsmikið. Að minnsta kosti fjórtán milljónir manna hafa þurft að flýja heimili sín vegna átakanna og hafa að minnsta kosti 150 þúsund fallið vegna þeirra. Sameinuðu þjóðirnar hafa sagt að tugir milljóna þurfi aðstoð.
Súdan Erlend sakamál Mannréttindi Hernaður Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira