Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Silja Rún Sigurbjörnsdóttir og Smári Jökull Jónsson skrifa 4. nóvember 2025 14:50 Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri. Vísir/Ívar Fannar Borgarstjóri segir það gleðiefni að útkomuspá ársins 2025 sé komin á núllið án þess að skerða þjónustu borgarbúa. Hún segir engan kosningabrag vera á fjármálaáætlun borgarinnar sem kynnt var í dag. „Þetta er bratt, við erum að fara í miklar launahækkanir og við viljum ekki gera það með því að draga úr þjónustu. Þvert á móti viljum við styrkja og styðja betur við starfsemi borgarinnar, betri stuðning við borgarbúa,“ segir Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarstjóri. Í hádeginu kynnti Heiða Björg fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir 2026 og áætlun fyrir fimm ára tímabilið til 2030. Í fjárhagsáætluninni fyrir árið 2026 er gert ráð fyrir að rekstrarniðurstaða veðri jákvæð um 18,7 milljarða króna. Árin þar á eftir er gert ráð fyrir batnandi afkomu. „Ég hef verið að vinna í þessari fjárhagsáætlun í marga mánuði, það sem gleður mig er að sjá árangurinn af því og þá sérstaklega útkomuspá þessa árs sem er komin á núllið,“ segir Heiða Björg. Hún segir að enginn kosningabragur sé yfir fjárhagsáætluninni, það sé ekki stíll þeirra sem sitja í meirihluta. „Það er ekki svo flókið að reka sveitarfélag með árangri með því að draga úr þjónustu en við erum ekki að gera það,“ segir hún. „Við sýnum ábyrgð en við erum ekki að sýna einhverjar sveiflur eða niðurskurð sem sýnir meiri afgang. Við erum að sýna ábyrgð í rekstri.“ Fjármálareglurnar skiluðu árangri Heiða Björg segir það einnig gleðiefni að árangur fjármálareglna sem borgarstjórn setti í kjölfar heimsfaraldursins sé kominn í hús fyrr en búist var við. „Það er ótrúlega gleðilegt að sjá núna að það er að takast og það er að takast fyrr heldur en við áætluðum síðan þegar við endurskoðuðum þær árið 2023. Það sýnir sterkan rekstur, það sýnir að við getum staðið undir fjárfestingum, það sýnir að við getum staðið undir því sem að við getum sett okkur og það eru engin hik á okkur.“ Engar blikur séu á lofti um að utanaðkomandi vendingar, líkt og fall Play, hafi áhrif á rekstur borgarinnar. „Reykjavík er auðvitað risastórt fyrirtæki og allir utanaðkomandi þættir hafa áhrif á okkur líkt og vaxtastig og verðbólga. Allt þetta hefur áhrif og við erum auðvitað alltaf að fylgjast með því. Ennþá eru engar blikur á lofti eða engin merki um að þetta hafi áhrif, en ef það kemur til þess þá að sjálfsögðu bregðumst við við því.“ Borgarstjórn Reykjavík Rekstur hins opinbera Efnahagsmál Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
„Þetta er bratt, við erum að fara í miklar launahækkanir og við viljum ekki gera það með því að draga úr þjónustu. Þvert á móti viljum við styrkja og styðja betur við starfsemi borgarinnar, betri stuðning við borgarbúa,“ segir Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarstjóri. Í hádeginu kynnti Heiða Björg fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir 2026 og áætlun fyrir fimm ára tímabilið til 2030. Í fjárhagsáætluninni fyrir árið 2026 er gert ráð fyrir að rekstrarniðurstaða veðri jákvæð um 18,7 milljarða króna. Árin þar á eftir er gert ráð fyrir batnandi afkomu. „Ég hef verið að vinna í þessari fjárhagsáætlun í marga mánuði, það sem gleður mig er að sjá árangurinn af því og þá sérstaklega útkomuspá þessa árs sem er komin á núllið,“ segir Heiða Björg. Hún segir að enginn kosningabragur sé yfir fjárhagsáætluninni, það sé ekki stíll þeirra sem sitja í meirihluta. „Það er ekki svo flókið að reka sveitarfélag með árangri með því að draga úr þjónustu en við erum ekki að gera það,“ segir hún. „Við sýnum ábyrgð en við erum ekki að sýna einhverjar sveiflur eða niðurskurð sem sýnir meiri afgang. Við erum að sýna ábyrgð í rekstri.“ Fjármálareglurnar skiluðu árangri Heiða Björg segir það einnig gleðiefni að árangur fjármálareglna sem borgarstjórn setti í kjölfar heimsfaraldursins sé kominn í hús fyrr en búist var við. „Það er ótrúlega gleðilegt að sjá núna að það er að takast og það er að takast fyrr heldur en við áætluðum síðan þegar við endurskoðuðum þær árið 2023. Það sýnir sterkan rekstur, það sýnir að við getum staðið undir fjárfestingum, það sýnir að við getum staðið undir því sem að við getum sett okkur og það eru engin hik á okkur.“ Engar blikur séu á lofti um að utanaðkomandi vendingar, líkt og fall Play, hafi áhrif á rekstur borgarinnar. „Reykjavík er auðvitað risastórt fyrirtæki og allir utanaðkomandi þættir hafa áhrif á okkur líkt og vaxtastig og verðbólga. Allt þetta hefur áhrif og við erum auðvitað alltaf að fylgjast með því. Ennþá eru engar blikur á lofti eða engin merki um að þetta hafi áhrif, en ef það kemur til þess þá að sjálfsögðu bregðumst við við því.“
Borgarstjórn Reykjavík Rekstur hins opinbera Efnahagsmál Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira