Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 10. nóvember 2025 20:15 Salvör Nordal er umboðsmaður barna. Vísir/Einar Umboðsmaður barna telur rétt að endurskoða starfsemi meðferðarheimila fyrir börn og ungmenni vegna alvarlegra mála sem hafa komið upp síðustu misseri. Mun meiri harka einkenni vímuefnaneyslu ungs fólks í dag en áður og mögulega þurfi að gera breytingar í takt við það. Starfsmenn meðferðarheimilisins Bjargeyjar segjast stoltir af meðferðarstarfinu þar. Fyrrverandi starfsmenn Bjargeyjar, meðferðarheimilis fyrir 13-18 ára stúlkur og kvár stigu nafnlaust fram í síðustu viku og lýstu yfir miklum áhyggjum af meðferðarstarfinu sem þau sögðu einkennast af reiðuleysi, öryggisbrestum og faglegu vanhæfi. Þá lýsti fyrrum skjólstæðingur heimilisins að hún hefði verið í neyslu á heimilinu mánuðum saman, þar hefði verið lítið eftirlit og losarabragur á meðferðarstarfinu. Stoltir starfsmenn Núverandi starfsmenn sendu frá sér yfirlýsingu um helgina þar sem kemur m.a. fram að þau telji meðferðarstarfið á Bjargey sé faglegt og sinnt af alúð. Þau eru stolt af því að vera partur af þeirri starfsemi sem unnin er á Bjargey. Við erum þakklát fyrir hvort annað og okkar yfirmenn sem hafa tekið málinu af algjörri yfirvegun og fagmennsku. Við erum einnig þakklát fyrir þau frábæru ungmenni sem við fáum að starfa með á hverjum degi, þau eru ástæða þess að við vinnum þetta starf. Salvör Nordal umboðsmaður barna segir að í heild þurfi að skoða betur meðferðarstarf barna og ungmenna. Við höfum verið að heyra margvíslegar lýsingar frá meðferðarheimilum, fyrst frá Stuðlum og nú frá Bjargey sem benda til þess að það sé hægt að gera betur í þessum málum,“ segir Salvör. Þá þurfi að líta til þess að nú sé harðari neysla en áður. „Öll umfjöllun sem hefur verið um meðferðarheimilin á undanförnum árum gefur tilefni til þess að við endurskoðum hvernig þessi þjónusta er uppbyggð. Það er tímabært að við stöldum aðeins við því það hafa orðið miklar breytingar í samfélaginu, það er miklu harðari neysla hjá þeim börnum sem eru á heimilunum. Þessi fréttaflutningur af meðferðarheimilum bendir til þess að það sé ástæða til þess að staldra við og endurskoða uppbyggingu þessara heimila. Við búum í breyttu samfélagi og samsetning hópsins hefur breyst,“ segir hún. Mikilvægt að eftirlitið sé virkt Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála hefur sent ábendingar á Bjargey vegna alvarlegs atviks sem varð þar sem fól í sér íkveikju. Þar kemur m.a. fram að verklag varðandi notkun og fjölda kveikjara var óskýrt sem leiddi m.a. til þess að starfsmenn gátu illa áttað sig á því hvort kveikjari í eigu heimilisins væri í umferð meðal skjólstæðinga. Upplýsingagjöf skorti til starfsfólks við innskriftir um líðan og stöðu skjólstæðinga á þeim tíma sem atvikið átti sér stað. Inngripi við að aðskilja skjólstæðinga var ekki beitt þrátt fyrir að fullt tilefni hafi verið til þess vegna atviks sem átti sér stað daginn fyrir hið alvarlega óvænta atvik. Skortur á skriflegum verkferlum í starfseminni leiddi af sér óskýrt verklag um ýmsa hluti í starfseminni og ósamræmi í vinnubrögðum starfsfólks. Salvör segir eftirlit stofnunarinnar á meðferðarstarfinu afar mikilvægt. „Það sem við stólum á er að eftirlitsaðilar séu með virkt eftirlit.“ Meðferðarheimili Réttindi barna Tengdar fréttir Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Forstjóri Barna- og fjölskyldustofu segir alltaf hægt að gera betur í starfsemi meðferðarheimila, eftir að starfsmenn og skjólstæðingar á meðferðarheimilinu Bjargey lýstu brestum á starfinu. Hún segir meðferðar heimilið nýtt og því eðlilegt að enn sé verið að móta starfið. 8. nóvember 2025 13:34 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Sjá meira
Fyrrverandi starfsmenn Bjargeyjar, meðferðarheimilis fyrir 13-18 ára stúlkur og kvár stigu nafnlaust fram í síðustu viku og lýstu yfir miklum áhyggjum af meðferðarstarfinu sem þau sögðu einkennast af reiðuleysi, öryggisbrestum og faglegu vanhæfi. Þá lýsti fyrrum skjólstæðingur heimilisins að hún hefði verið í neyslu á heimilinu mánuðum saman, þar hefði verið lítið eftirlit og losarabragur á meðferðarstarfinu. Stoltir starfsmenn Núverandi starfsmenn sendu frá sér yfirlýsingu um helgina þar sem kemur m.a. fram að þau telji meðferðarstarfið á Bjargey sé faglegt og sinnt af alúð. Þau eru stolt af því að vera partur af þeirri starfsemi sem unnin er á Bjargey. Við erum þakklát fyrir hvort annað og okkar yfirmenn sem hafa tekið málinu af algjörri yfirvegun og fagmennsku. Við erum einnig þakklát fyrir þau frábæru ungmenni sem við fáum að starfa með á hverjum degi, þau eru ástæða þess að við vinnum þetta starf. Salvör Nordal umboðsmaður barna segir að í heild þurfi að skoða betur meðferðarstarf barna og ungmenna. Við höfum verið að heyra margvíslegar lýsingar frá meðferðarheimilum, fyrst frá Stuðlum og nú frá Bjargey sem benda til þess að það sé hægt að gera betur í þessum málum,“ segir Salvör. Þá þurfi að líta til þess að nú sé harðari neysla en áður. „Öll umfjöllun sem hefur verið um meðferðarheimilin á undanförnum árum gefur tilefni til þess að við endurskoðum hvernig þessi þjónusta er uppbyggð. Það er tímabært að við stöldum aðeins við því það hafa orðið miklar breytingar í samfélaginu, það er miklu harðari neysla hjá þeim börnum sem eru á heimilunum. Þessi fréttaflutningur af meðferðarheimilum bendir til þess að það sé ástæða til þess að staldra við og endurskoða uppbyggingu þessara heimila. Við búum í breyttu samfélagi og samsetning hópsins hefur breyst,“ segir hún. Mikilvægt að eftirlitið sé virkt Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála hefur sent ábendingar á Bjargey vegna alvarlegs atviks sem varð þar sem fól í sér íkveikju. Þar kemur m.a. fram að verklag varðandi notkun og fjölda kveikjara var óskýrt sem leiddi m.a. til þess að starfsmenn gátu illa áttað sig á því hvort kveikjari í eigu heimilisins væri í umferð meðal skjólstæðinga. Upplýsingagjöf skorti til starfsfólks við innskriftir um líðan og stöðu skjólstæðinga á þeim tíma sem atvikið átti sér stað. Inngripi við að aðskilja skjólstæðinga var ekki beitt þrátt fyrir að fullt tilefni hafi verið til þess vegna atviks sem átti sér stað daginn fyrir hið alvarlega óvænta atvik. Skortur á skriflegum verkferlum í starfseminni leiddi af sér óskýrt verklag um ýmsa hluti í starfseminni og ósamræmi í vinnubrögðum starfsfólks. Salvör segir eftirlit stofnunarinnar á meðferðarstarfinu afar mikilvægt. „Það sem við stólum á er að eftirlitsaðilar séu með virkt eftirlit.“
Við erum þakklát fyrir hvort annað og okkar yfirmenn sem hafa tekið málinu af algjörri yfirvegun og fagmennsku. Við erum einnig þakklát fyrir þau frábæru ungmenni sem við fáum að starfa með á hverjum degi, þau eru ástæða þess að við vinnum þetta starf.
Meðferðarheimili Réttindi barna Tengdar fréttir Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Forstjóri Barna- og fjölskyldustofu segir alltaf hægt að gera betur í starfsemi meðferðarheimila, eftir að starfsmenn og skjólstæðingar á meðferðarheimilinu Bjargey lýstu brestum á starfinu. Hún segir meðferðar heimilið nýtt og því eðlilegt að enn sé verið að móta starfið. 8. nóvember 2025 13:34 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Sjá meira
Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Forstjóri Barna- og fjölskyldustofu segir alltaf hægt að gera betur í starfsemi meðferðarheimila, eftir að starfsmenn og skjólstæðingar á meðferðarheimilinu Bjargey lýstu brestum á starfinu. Hún segir meðferðar heimilið nýtt og því eðlilegt að enn sé verið að móta starfið. 8. nóvember 2025 13:34