Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Kjartan Kjartansson skrifar 14. nóvember 2025 10:05 Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB, (t.h.) flissar með Valerie Hayer, formanni Endurnýjum Evrópu, bandalagi frjálslyndra flokka. Auk fjarhægrimanna greiddu þingmenn Endurnýjum Evrópu atkvæði með bandalagi forsetans. Vísir/EPA Bandalag miðhægriflokka á Evrópuþinginu sem forseti framkvæmdastjórnarinnra tilheyrir rauf samstöðum um einangrun jaðarhægriflokka þar í fyrsta skipti í gær. Það gerðu þeir til þess að útvatna umhverfislöggjöf sambandsins. Óformlegt samkomulag hefur verið á meðal miðjuflokka á Evrópuþinginu um áratugaskeið að halda öfgahægrimönnum frá áhrifum. Flokkar af hægri jaðrinum unnu hins vegar verulega á í síðustu Evrópuþingskosningunum og víða í landskosningum í Evrópu. Ákvörðun Lýðflokks Evrópu (EPP), flokkabandalagi miðhægriflokka, um að taka höndum saman við bandalag fjarhægriflokka um að draga úr kröfum til fyrirtækja í umhverfismálum markaði tímamót. Kristilegi demókrataflokkur Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar ESB, tilheyrir EPP á Evrópuþinginu. Fjarhægriflokkarnir voru sigurreifir eftir atkvæðagreiðsluna. „Heildarhagsmunirnir urðu ofan á en þetta er líka ávöxtur vaxandi áhrifa okkar, sérstaklega hér í þingsal Evrópuþingsins,“ sagði Jordan Bardella frá frönsku Þjóðfylkingunni. Fulltrúar hinna miðflokkanna voru aftur á móti súrir í bragði. „Þetta eru ömurleg merki fyrir meirihlutann í Evrópu, þetta eru ömurleg merki fyrir Evrópu, þetta er ömurlegt fyrir baráttuna gegn loftslagsbreytingum og vörnum gegn barnaþrælkun. Í mínum augum eru þetta mjög, mjög slæm merki fyrir samstarfið næstu fjögur árin,“ sagði Terry Reintke, varaformaður flokkabandalags Græningja, við blaðið Politico. Hluti af þeim reglum sem hægriflokkarnir afnámu snerust um gegnsæi í aðfangakeðjum, þar á meðal um aðbúnað verkamanna. Hluti af afregluvæðingu von der Leyen Tillögurnar sem EPP og fjarhægriflokkarnir náðu saman um gengu meðal annars út á að veita fleiri fyrirtækjum undanþágu frá því að þurfa að standa skil á upplýsingum um umhverfisáhrif starfsemi sinnar. Þá verður ekki lengur krafist loftslagsáætlana í áreiðanleikakönnunum fyrirtækja. Afregluvæðingin í því skyni að auka samkeppnishæfni Evrópu við Kína og Bandaríkin er eitt helsta forgangsmál von der Leyen á öðru kjörtímabili hennar sem forseti framkvæmdastjórnarinnar. Nú þegar er útlit fyrir að Evrópuríki fái að útvista verulegum hluta af þeim samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda sem þau eiga að ná fyrir árið 2040. Það yrði í fyrsta skipti sem heimilt væri að nýta svokallaða alþjóðlegar kolefniseiningar upp í landsmarkmið ríkja í Evrópu. Evrópusambandið Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Erlent Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Erlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Spunaleikari vill annað sæti Samfylkingarinnar í borginni Innlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Eldur við flugvöll á Grænlandi Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Sprenging eftir að gestir opnuðu út Íranir óttist „Sýrlandsvæðingu“ Vinna með yfirvöldum í níu löndum að bera kennsl á látna Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Sjá meira
Óformlegt samkomulag hefur verið á meðal miðjuflokka á Evrópuþinginu um áratugaskeið að halda öfgahægrimönnum frá áhrifum. Flokkar af hægri jaðrinum unnu hins vegar verulega á í síðustu Evrópuþingskosningunum og víða í landskosningum í Evrópu. Ákvörðun Lýðflokks Evrópu (EPP), flokkabandalagi miðhægriflokka, um að taka höndum saman við bandalag fjarhægriflokka um að draga úr kröfum til fyrirtækja í umhverfismálum markaði tímamót. Kristilegi demókrataflokkur Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar ESB, tilheyrir EPP á Evrópuþinginu. Fjarhægriflokkarnir voru sigurreifir eftir atkvæðagreiðsluna. „Heildarhagsmunirnir urðu ofan á en þetta er líka ávöxtur vaxandi áhrifa okkar, sérstaklega hér í þingsal Evrópuþingsins,“ sagði Jordan Bardella frá frönsku Þjóðfylkingunni. Fulltrúar hinna miðflokkanna voru aftur á móti súrir í bragði. „Þetta eru ömurleg merki fyrir meirihlutann í Evrópu, þetta eru ömurleg merki fyrir Evrópu, þetta er ömurlegt fyrir baráttuna gegn loftslagsbreytingum og vörnum gegn barnaþrælkun. Í mínum augum eru þetta mjög, mjög slæm merki fyrir samstarfið næstu fjögur árin,“ sagði Terry Reintke, varaformaður flokkabandalags Græningja, við blaðið Politico. Hluti af þeim reglum sem hægriflokkarnir afnámu snerust um gegnsæi í aðfangakeðjum, þar á meðal um aðbúnað verkamanna. Hluti af afregluvæðingu von der Leyen Tillögurnar sem EPP og fjarhægriflokkarnir náðu saman um gengu meðal annars út á að veita fleiri fyrirtækjum undanþágu frá því að þurfa að standa skil á upplýsingum um umhverfisáhrif starfsemi sinnar. Þá verður ekki lengur krafist loftslagsáætlana í áreiðanleikakönnunum fyrirtækja. Afregluvæðingin í því skyni að auka samkeppnishæfni Evrópu við Kína og Bandaríkin er eitt helsta forgangsmál von der Leyen á öðru kjörtímabili hennar sem forseti framkvæmdastjórnarinnar. Nú þegar er útlit fyrir að Evrópuríki fái að útvista verulegum hluta af þeim samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda sem þau eiga að ná fyrir árið 2040. Það yrði í fyrsta skipti sem heimilt væri að nýta svokallaða alþjóðlegar kolefniseiningar upp í landsmarkmið ríkja í Evrópu.
Evrópusambandið Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Erlent Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Erlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Spunaleikari vill annað sæti Samfylkingarinnar í borginni Innlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Eldur við flugvöll á Grænlandi Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Sprenging eftir að gestir opnuðu út Íranir óttist „Sýrlandsvæðingu“ Vinna með yfirvöldum í níu löndum að bera kennsl á látna Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Sjá meira