„Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Aron Guðmundsson skrifar 15. nóvember 2025 09:02 Hákon Arnórsson verður fyrsti Íslendingurinn til þess að berjast í aðalbardaga á MMA bardagakvöldi í fyrsta sinn hér á Íslandi í Andrews Theater á Ásbrú í kvöld. Hákon ætlar sér langt í íþróttinni. Vísir/Samsett Framundan er sögulegt MMA bardagakvöld í Andrews Theather á Ásbrú í kvöld. Í aðalbardaga kvöldsins stígur hinn 21 árs gamli Hákon Arnórsson, bardagakappi úr Reykjavík MMA, inn í búrið og berst við hinn norska Eric Nordin, í fyrsta sinn á Íslandi. Hákon er úr Mosfellsbæ og hefur verið að gera það gott á stórum bardagakvöldum á Englandi upp á síðkastið, meðal annars hefur hann unnið síðustu tvo bardaga sína með rothöggi. Hákon er vægast sagt spenntur fyrir því að berjast í fyrsta sinn hér heima. „Með þessu er í raun bara draumur að rætast. Mér líður ótrúlega vel með þetta,“ segir Hákon í samtali við íþróttadeild. „Ég held að þetta verði sturlað. Salurinn verður trylltur og ég get ekki beðið. Fæ gæsahúð við að hugsa um þetta.“ Öðruvísi aðstæður Íslenskir bardagakappar eru vanir því að þurfa að halda út fyrir landsteinana til þess að keppa á bardagakvöldum en ekki í þetta skipti. Hákon er búinn að gera ráðstafanir til þess að bregða ekki of mikið út af vananum í undirbúningnum fyrir bardaga kvöldsins. „Maður er svo vanur því að þurfa fljúga út á þessi bardagakvöld og peppa sig upp í þetta á einhverju hótelherbergi. Það er alveg mjög steikt að vera bara heima hjá sér í aðdraganda bardaga. Ég er búinn að reka alla fjölskylduna út svo ég sé bara einn heima. Svo þetta sé svona pínulítið eins og ég er vanur. Það er samt bara þægilegra að undirbúa sig heima, geta bara sofið í sínu rúmi, vaknað á keppnisdegi og gert það sem að ég geri vanalega.“ Nýtir stressið Spennan mikil og ekki síður stressið sem fylgir Hákoni jafnan eftir þegar dregur nær næsta bardaga. „Ég er alltaf ótrúlega stressaður þegar að ég er að fara keppa. Við fáum oft bardaga með tveggja mánaða fyrirvara og með hverri vikunni stækkar stressið. Ég er alveg mjög hár í spennu en það hefur alltaf hjálpað mér að vera mjög stressaður, mér finnst það gott. Það gerðist einu sinni að ég var ekki stressaður fyrir bardaga og það reyndist ekki nógu gott. Ég tapaði þeim bardaga. Mér finnst gott að nýta stressið, Bjarki Þór þjálfari kenndi mér að nýta stressið sem styrkleika.“ Fjölskyldan ekki á sama máli Mosfellingurinn prófaði grunnnámskeið í blönduðum bardagalistum hjá Reykjavík MMA á sínum tíma og þá var ekki aftur snúið, hann heillaðist af íþróttinni. „Mamma vill bara að ég sé í ballett eða fótbolta en pabbi fílar þetta. Hann horfir á UFC á hverri helgi. Restin af fjölskyldunni veit ekki alveg með þetta en hægt og rólega kemur þetta, svo lengi sem maður er að vinna bardaga þá fíla þau þetta.“ Hákon stefnir á að framlengja sigurgöngu sína í kvöld með því að klára bardagann annað hvort í gólfinu eða standandi. Hann á sér svo stóra drauma um framhaldið.„Ég ætla í UFC. Við erum búnir að plana það hvernig við ætlum að gera þetta. Nú er bara að klára þetta og við verðum komnir í UFC eftir svona tvö til þrjú ár.“ MMA Mest lesið Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Sviss - Ísland | Leikur sem verður að vinnast Handbolti Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Handbolti Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ Handbolti „Góðu hliðarnar eru helvíti góðar“ Handbolti Bjarki Már reyndi að taka Óðin á taugum Handbolti Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Handbolti Myndasyrpa: Ekkert stopp á stemningunni í Malmö Handbolti Fleiri fréttir Elín fær sætið hennar Hólmfríðar Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Mætir sínu gamla landsliði í miklum grannaslag í riðli Íslands FH selur Sigurð Bjart til Spánar Myndasyrpa: Ekkert stopp á stemningunni í Malmö Viggó í hópnum gegn Sviss Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Vill Wille burt Bjarki Már reyndi að taka Óðin á taugum Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Tók kast eftir óvænt tap og spaðinn fékk að finna fyrir því Sviss - Ísland | Leikur sem verður að vinnast Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim „Eru ekki öll lið bananahýði?“ Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar „Góðu hliðarnar eru helvíti góðar“ „Gætið ykkar á Óðni en ekki bara honum“ Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Dagskráin í dag: Toppslagur í Grindavík Hleraði leikhlé Norðmanna „Einn besti leikur sem maður hefur séð svakalega lengi“ Barry bjargaði stigi fyrir Everton Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Berglind Björg ólétt Danir komnir í undanúrslit en Þjóðverjar þurfa stig gegn Frökkum Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Sjá meira
Hákon er úr Mosfellsbæ og hefur verið að gera það gott á stórum bardagakvöldum á Englandi upp á síðkastið, meðal annars hefur hann unnið síðustu tvo bardaga sína með rothöggi. Hákon er vægast sagt spenntur fyrir því að berjast í fyrsta sinn hér heima. „Með þessu er í raun bara draumur að rætast. Mér líður ótrúlega vel með þetta,“ segir Hákon í samtali við íþróttadeild. „Ég held að þetta verði sturlað. Salurinn verður trylltur og ég get ekki beðið. Fæ gæsahúð við að hugsa um þetta.“ Öðruvísi aðstæður Íslenskir bardagakappar eru vanir því að þurfa að halda út fyrir landsteinana til þess að keppa á bardagakvöldum en ekki í þetta skipti. Hákon er búinn að gera ráðstafanir til þess að bregða ekki of mikið út af vananum í undirbúningnum fyrir bardaga kvöldsins. „Maður er svo vanur því að þurfa fljúga út á þessi bardagakvöld og peppa sig upp í þetta á einhverju hótelherbergi. Það er alveg mjög steikt að vera bara heima hjá sér í aðdraganda bardaga. Ég er búinn að reka alla fjölskylduna út svo ég sé bara einn heima. Svo þetta sé svona pínulítið eins og ég er vanur. Það er samt bara þægilegra að undirbúa sig heima, geta bara sofið í sínu rúmi, vaknað á keppnisdegi og gert það sem að ég geri vanalega.“ Nýtir stressið Spennan mikil og ekki síður stressið sem fylgir Hákoni jafnan eftir þegar dregur nær næsta bardaga. „Ég er alltaf ótrúlega stressaður þegar að ég er að fara keppa. Við fáum oft bardaga með tveggja mánaða fyrirvara og með hverri vikunni stækkar stressið. Ég er alveg mjög hár í spennu en það hefur alltaf hjálpað mér að vera mjög stressaður, mér finnst það gott. Það gerðist einu sinni að ég var ekki stressaður fyrir bardaga og það reyndist ekki nógu gott. Ég tapaði þeim bardaga. Mér finnst gott að nýta stressið, Bjarki Þór þjálfari kenndi mér að nýta stressið sem styrkleika.“ Fjölskyldan ekki á sama máli Mosfellingurinn prófaði grunnnámskeið í blönduðum bardagalistum hjá Reykjavík MMA á sínum tíma og þá var ekki aftur snúið, hann heillaðist af íþróttinni. „Mamma vill bara að ég sé í ballett eða fótbolta en pabbi fílar þetta. Hann horfir á UFC á hverri helgi. Restin af fjölskyldunni veit ekki alveg með þetta en hægt og rólega kemur þetta, svo lengi sem maður er að vinna bardaga þá fíla þau þetta.“ Hákon stefnir á að framlengja sigurgöngu sína í kvöld með því að klára bardagann annað hvort í gólfinu eða standandi. Hann á sér svo stóra drauma um framhaldið.„Ég ætla í UFC. Við erum búnir að plana það hvernig við ætlum að gera þetta. Nú er bara að klára þetta og við verðum komnir í UFC eftir svona tvö til þrjú ár.“
MMA Mest lesið Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Sviss - Ísland | Leikur sem verður að vinnast Handbolti Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Handbolti Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ Handbolti „Góðu hliðarnar eru helvíti góðar“ Handbolti Bjarki Már reyndi að taka Óðin á taugum Handbolti Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Handbolti Myndasyrpa: Ekkert stopp á stemningunni í Malmö Handbolti Fleiri fréttir Elín fær sætið hennar Hólmfríðar Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Mætir sínu gamla landsliði í miklum grannaslag í riðli Íslands FH selur Sigurð Bjart til Spánar Myndasyrpa: Ekkert stopp á stemningunni í Malmö Viggó í hópnum gegn Sviss Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Vill Wille burt Bjarki Már reyndi að taka Óðin á taugum Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Tók kast eftir óvænt tap og spaðinn fékk að finna fyrir því Sviss - Ísland | Leikur sem verður að vinnast Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim „Eru ekki öll lið bananahýði?“ Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar „Góðu hliðarnar eru helvíti góðar“ „Gætið ykkar á Óðni en ekki bara honum“ Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Dagskráin í dag: Toppslagur í Grindavík Hleraði leikhlé Norðmanna „Einn besti leikur sem maður hefur séð svakalega lengi“ Barry bjargaði stigi fyrir Everton Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Berglind Björg ólétt Danir komnir í undanúrslit en Þjóðverjar þurfa stig gegn Frökkum Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Sjá meira