„Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Bjarki Sigurðsson skrifar 16. nóvember 2025 14:11 Katrín Jakobsdóttir er fyrrverandi forsætisráðherra. Vísir/Vilhelm Fyrrverandi forsætisráðherra segir íslenska tungu geta horfið á einni kynslóð vegna tilkomu gervigreindarinnar og áhrifa enskrar tungu. Það hafi aldrei verið mikilvægara fyrir foreldra að halda íslensku efni að börnum sínum. Í dag, 16. nóvember, er Dagur íslenskrar tungu. 218 ár eru frá fæðingu eins merkasta skálds Íslandssögunnar, Jónasar Hallgrímssonar, og verða verðlaun hans veitt í þrítugasta skiptið við athöfn í Eddu klukkan tvö. Við sama tilefni er svo veitt sérstök viðurkenning íslenskrar tungu. Íslenskan glímir við ýmsar áskoranir þessa dagana að sögn Katrínar Jakobsdóttur, fyrrverandi forsætisráðherra, og er alltaf jafn mikilvægt að halda þennan dag hátíðlegan. „Það sem ég hef verið að benda á í þeim efnum er sú staða að unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku. Það er ótrúlega mikið framboð af efni á ensku á þeim miðlum sem ungt fólk hefur aðgang að. Á sama tíma er íslenska efnið í erfiðri samkeppnisstöðu, einfaldlega vegna þess að við erum fá og það er takmarkað sem hægt er að framleiða af efni á íslenskri tungu,“ segir Katrín. Fólk verði að reyna að leggja sitt af mörkum. „Við þurfum auðvitað að rækta íslenskuna, bæði hjá sjálfum okkur og öðrum, með því að vanda okkur. Hugsa um hvernig við getum notað íslensku við allar mismunandi kringumstæður. Ég heyrði í manni gær sem sagðist semja ferskeytlur reglulega til að viðhalda íslenskunni. En þetta er ekki síður mikilvægt fyrir okkur sem erum foreldrar. Þá held ég það skipti öllu máli að halda íslensku efni að börnunum okkar og tala við þau á íslensku. Ég held það hafi aldrei skipt meira máli því þau hafa svo ofboðslegt aðgengi að ensku efni,“ segir Katrín. Eitt sinn hafi fólk haft áhyggjur af áhrifum dönsku á íslenskuna. „Þá tók fólk höndum saman um íslensku og ég held við þurfum á nákvæmlega slíkri hugsun að halda. Það getum við gert hvert og eitt en líka með því að ræða þessi mál og greina hvað þarf að gera,“ segir Katrín. Íslensk tunga Börn og uppeldi Tengdar fréttir Mest lesnu orð á Íslandi Seinustu tveir áratugir hafa verið undirlagðir hinum ýmsu tækniframförum. Ein af þeim sem helst hefur haft áhrif á daglegt líf Íslendingsins er tilkoma snjallsíma. Það þarf varla að fara mörgum orðum um þau áhrif sem þessi töfratæki hafa haft á samfélagið. Besta leiðin til að átta sig á því er líklega bara að skoða sinn eigin skjátíma og reikna það hlutfall ævinnar sem mun vera varið í það að halda á þessu fíknitæki. 2. október 2025 07:02 Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Fleiri fréttir Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Sjá meira
Í dag, 16. nóvember, er Dagur íslenskrar tungu. 218 ár eru frá fæðingu eins merkasta skálds Íslandssögunnar, Jónasar Hallgrímssonar, og verða verðlaun hans veitt í þrítugasta skiptið við athöfn í Eddu klukkan tvö. Við sama tilefni er svo veitt sérstök viðurkenning íslenskrar tungu. Íslenskan glímir við ýmsar áskoranir þessa dagana að sögn Katrínar Jakobsdóttur, fyrrverandi forsætisráðherra, og er alltaf jafn mikilvægt að halda þennan dag hátíðlegan. „Það sem ég hef verið að benda á í þeim efnum er sú staða að unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku. Það er ótrúlega mikið framboð af efni á ensku á þeim miðlum sem ungt fólk hefur aðgang að. Á sama tíma er íslenska efnið í erfiðri samkeppnisstöðu, einfaldlega vegna þess að við erum fá og það er takmarkað sem hægt er að framleiða af efni á íslenskri tungu,“ segir Katrín. Fólk verði að reyna að leggja sitt af mörkum. „Við þurfum auðvitað að rækta íslenskuna, bæði hjá sjálfum okkur og öðrum, með því að vanda okkur. Hugsa um hvernig við getum notað íslensku við allar mismunandi kringumstæður. Ég heyrði í manni gær sem sagðist semja ferskeytlur reglulega til að viðhalda íslenskunni. En þetta er ekki síður mikilvægt fyrir okkur sem erum foreldrar. Þá held ég það skipti öllu máli að halda íslensku efni að börnunum okkar og tala við þau á íslensku. Ég held það hafi aldrei skipt meira máli því þau hafa svo ofboðslegt aðgengi að ensku efni,“ segir Katrín. Eitt sinn hafi fólk haft áhyggjur af áhrifum dönsku á íslenskuna. „Þá tók fólk höndum saman um íslensku og ég held við þurfum á nákvæmlega slíkri hugsun að halda. Það getum við gert hvert og eitt en líka með því að ræða þessi mál og greina hvað þarf að gera,“ segir Katrín.
Íslensk tunga Börn og uppeldi Tengdar fréttir Mest lesnu orð á Íslandi Seinustu tveir áratugir hafa verið undirlagðir hinum ýmsu tækniframförum. Ein af þeim sem helst hefur haft áhrif á daglegt líf Íslendingsins er tilkoma snjallsíma. Það þarf varla að fara mörgum orðum um þau áhrif sem þessi töfratæki hafa haft á samfélagið. Besta leiðin til að átta sig á því er líklega bara að skoða sinn eigin skjátíma og reikna það hlutfall ævinnar sem mun vera varið í það að halda á þessu fíknitæki. 2. október 2025 07:02 Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Fleiri fréttir Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Sjá meira
Mest lesnu orð á Íslandi Seinustu tveir áratugir hafa verið undirlagðir hinum ýmsu tækniframförum. Ein af þeim sem helst hefur haft áhrif á daglegt líf Íslendingsins er tilkoma snjallsíma. Það þarf varla að fara mörgum orðum um þau áhrif sem þessi töfratæki hafa haft á samfélagið. Besta leiðin til að átta sig á því er líklega bara að skoða sinn eigin skjátíma og reikna það hlutfall ævinnar sem mun vera varið í það að halda á þessu fíknitæki. 2. október 2025 07:02