Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar 17. nóvember 2025 11:01 Í flóknum heimi alþjóðaviðskipta geta ríki lent í tolladeilum þegar mismunandi hagsmunir rekast á. Slíkar deilur eru algengar í greinum þar sem mikil samkeppni ríkir, til dæmis í framleiðslu á hráefnum eins og kísilmálmi. Það er ekkert óeðlilegt við að ríki leitist við að vernda eigin efnahagslega hagsmuni. Slík hagsmunavörn er talin eðlilegur hluti af alþjóðlegri samkeppni og samvinnu, óháð stærð ríkja eða pólitískum samböndum þeirra. Það ætti ekki að koma á óvart að ríki sem tilheyra stærri efnahagsbandalögum njóta oft sameiginlegrar hagsmunavarnar en ríki utan slíkra bandalaga verja sína hagsmuni sjálfstætt. Í báðum tilvikum er grunnstefið það sama: ríki leitast við að tryggja stöðug viðskiptaskilyrði og jafnræði á mörkuðum. Mörgum Íslendingum finnst eðlilegt að við verndum okkar eigin innlendu framleiðslu með því að leggja á tolla og gjöld á innflutning sem telst vera í samkeppni við þá framleiðslu. Þetta er þá rökstutt með því að verið sé að tryggja fæðuöryggi og til að vernda innlend störf. Af hverju kemur það okkur þá á óvart að aðrar þjóðir skuli á sömu forsendum vernda sína eigin hagsmuni? Þjóðir eins og Spánverjar sem sumir benda á, eins og andstæðingar Evrópusambandsins, að séu með mun hærra atvinnuleysi en við. Tolladeilur eru yfirleitt leystar samkvæmt reglum Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO), sem setur ramma um aðgerðir sem eru heimilar og leiða til úrlausna. Þar er lögð áhersla á gagnsæi, samráð og lausn ágreinings með formlegum ferlum. Við gerum viðskipta- og varnarsamninga við erlend ríki til að vernda okkar hagsmuni en það leysir okkur ekki undan því hlutverki að vera sífellt á vaktinni. Það gerum við auðvitað best með því að vera í reglulegum samskiptum við þessar þjóðir og að eiga sæti við borðið þar sem samtölin fara fram og ákvarðanirnar eru teknar. Það þekkjum við hvað best á vettvangi NATO. Full aðild að Evrópusambandinu myndi einnig styrkja þetta hlutverk. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra og starfsfólk utanríkisráðuneytisins hefur staðið sig vel í að verja okkar hagsmuni gagnvart erlendum þjóðum. Ég treysti engum betur í þeirri hagsmunagæslu. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eiríkur Björn Björgvinsson Verndarráðstafanir ESB vegna kísilmálms Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson Skoðun Skoðun Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Í flóknum heimi alþjóðaviðskipta geta ríki lent í tolladeilum þegar mismunandi hagsmunir rekast á. Slíkar deilur eru algengar í greinum þar sem mikil samkeppni ríkir, til dæmis í framleiðslu á hráefnum eins og kísilmálmi. Það er ekkert óeðlilegt við að ríki leitist við að vernda eigin efnahagslega hagsmuni. Slík hagsmunavörn er talin eðlilegur hluti af alþjóðlegri samkeppni og samvinnu, óháð stærð ríkja eða pólitískum samböndum þeirra. Það ætti ekki að koma á óvart að ríki sem tilheyra stærri efnahagsbandalögum njóta oft sameiginlegrar hagsmunavarnar en ríki utan slíkra bandalaga verja sína hagsmuni sjálfstætt. Í báðum tilvikum er grunnstefið það sama: ríki leitast við að tryggja stöðug viðskiptaskilyrði og jafnræði á mörkuðum. Mörgum Íslendingum finnst eðlilegt að við verndum okkar eigin innlendu framleiðslu með því að leggja á tolla og gjöld á innflutning sem telst vera í samkeppni við þá framleiðslu. Þetta er þá rökstutt með því að verið sé að tryggja fæðuöryggi og til að vernda innlend störf. Af hverju kemur það okkur þá á óvart að aðrar þjóðir skuli á sömu forsendum vernda sína eigin hagsmuni? Þjóðir eins og Spánverjar sem sumir benda á, eins og andstæðingar Evrópusambandsins, að séu með mun hærra atvinnuleysi en við. Tolladeilur eru yfirleitt leystar samkvæmt reglum Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO), sem setur ramma um aðgerðir sem eru heimilar og leiða til úrlausna. Þar er lögð áhersla á gagnsæi, samráð og lausn ágreinings með formlegum ferlum. Við gerum viðskipta- og varnarsamninga við erlend ríki til að vernda okkar hagsmuni en það leysir okkur ekki undan því hlutverki að vera sífellt á vaktinni. Það gerum við auðvitað best með því að vera í reglulegum samskiptum við þessar þjóðir og að eiga sæti við borðið þar sem samtölin fara fram og ákvarðanirnar eru teknar. Það þekkjum við hvað best á vettvangi NATO. Full aðild að Evrópusambandinu myndi einnig styrkja þetta hlutverk. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra og starfsfólk utanríkisráðuneytisins hefur staðið sig vel í að verja okkar hagsmuni gagnvart erlendum þjóðum. Ég treysti engum betur í þeirri hagsmunagæslu. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar