Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 17. nóvember 2025 19:01 Jón K. Jacobsen er varastjórnarformaður Samtaka aðstandenda og fíknisjúkra. vísir/ívar Óvenju margir sem glímdu við fíknivanda hafa látist í mánuðinum og á einungis tíu daga tímabili létust fjórir karlmenn. Varastjórnarformaður Samtaka aðstandenda og fíknisjúkra segir nóg komið. Fjórir karlmenn létust á voveiflegan og sviplegan máta á um tíu daga tímabili í þessum mánuði. Allir höfðu glímt við fíknivanda og sumir verið inn og út af meðferðarheimilum. Einn þeirra sem lést í síðustu viku var í kringum fimmtugt. Aðrir tveir voru átján ára og 21 árs. Þeir létust með sólarhrings millibili. Annar maður á þrítugsaldri lést vikuna fyrir það eftir baráttu við fíknivanda. Dánarorsök í málunum liggur ekki fyrir þar sem krufning á enn eftir að fara fram. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er um óvenju mörg dauðsföll að ræða á skömmum tíma þar sem fíkniefni koma við sögu. „Mjög sorgleg staða í þjóðfélaginu“ Stjórnarmeðlimur hjá Samtökum aðstandenda og fíknisjúkra segir um áfellisdóm fyrir meðferðarkerfið að ræða. „Þetta er bara mjög sorgleg staða í þjóðfélaginu og hvort sem við erum að tala um undir átján eða yfir átján, þá er kerfið ekki að grípa þetta. Ég þekki suma af þessum persónulega og ég hef verið með svona stráka, fósturbörn eins og ég kalla þá. Sem eru inni á geðdeild í dag og það er engin hjálp. Hvað er planið? Í einu tilfelli er einstaklingur sem deyr um nóttina eftir að hann kemur af geðdeild. Það hlýtur að vera eitthvað stórt að í kerfinu. Þetta er fjársvelt kerfi.“ Sonur Jóns lést í eldsvoða á Stuðlum fyrir rúmu ári síðan. Það sé gott að geta verið til staðar fyrir aðra aðstandendur. „Ég sagði það strax á minningarathöfninni fyrir strákinn minn fyrir ári síðan að ég ætlaði að heiðra hans minningu með því að halda áfram að berjast fyrir hinum týndu börnunum. Ég hef alveg verið í því og rétt þeim hjá kerfinu heilan skóla og meðferðarúrræði. Þeir vilja bara ekki lausnina.“ „Kemur af mjög góðum foreldrum“ Hann ítrekar mikilvægi þess að grípa fyrr inn í. Ekki sé aðeins við meðferðarkerfið að sakast heldur þurfi allar stofnanir þar sem börn og fíknisjúkir koma við sögu að líta sér nærri. „Mitt áhugasvið hefur alltaf verið að grípa þá fyrr. Eins og með strákinn minn, skólinn, greiningar? Við lögum þetta ekki með pillum. Það vantar þessi grunngildi. Allt kerfið, fangelsiskerfið og heilbrigðiskerfið. Núna finnst mér þetta útspil hjá barna- og menntamálaráðherra að setja þetta yfir á heilbrigðisráðuneytið ekki nægilega gott. Hefur ekki heilbrigðisráðuneytið verið með alla þessa krakka? Þau koma bara verr út úr því. Það eru mörg ár síðan það var nóg komið.“ Jón hafi þekkt einn þeirra látnu. „Hann kemur af mjög góðum foreldrum. Ég þekki foreldrana og hvað faðirinn hefur gert. Hann hefur lagt mikið til í þessu. Það er ofboðslega erfitt að loka hurðinni á þetta. Þegar þú verður átján ára, hver á að grípa þig þá? Hefur kannski ekki fengið hjálp fyrstu átján árin og síðan bara hvað? Áttu bara að fara í röðina á Vog eða?“ Fíkn Börn og uppeldi Heilbrigðismál Geðheilbrigði Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Fleiri fréttir Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Sjá meira
Fjórir karlmenn létust á voveiflegan og sviplegan máta á um tíu daga tímabili í þessum mánuði. Allir höfðu glímt við fíknivanda og sumir verið inn og út af meðferðarheimilum. Einn þeirra sem lést í síðustu viku var í kringum fimmtugt. Aðrir tveir voru átján ára og 21 árs. Þeir létust með sólarhrings millibili. Annar maður á þrítugsaldri lést vikuna fyrir það eftir baráttu við fíknivanda. Dánarorsök í málunum liggur ekki fyrir þar sem krufning á enn eftir að fara fram. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er um óvenju mörg dauðsföll að ræða á skömmum tíma þar sem fíkniefni koma við sögu. „Mjög sorgleg staða í þjóðfélaginu“ Stjórnarmeðlimur hjá Samtökum aðstandenda og fíknisjúkra segir um áfellisdóm fyrir meðferðarkerfið að ræða. „Þetta er bara mjög sorgleg staða í þjóðfélaginu og hvort sem við erum að tala um undir átján eða yfir átján, þá er kerfið ekki að grípa þetta. Ég þekki suma af þessum persónulega og ég hef verið með svona stráka, fósturbörn eins og ég kalla þá. Sem eru inni á geðdeild í dag og það er engin hjálp. Hvað er planið? Í einu tilfelli er einstaklingur sem deyr um nóttina eftir að hann kemur af geðdeild. Það hlýtur að vera eitthvað stórt að í kerfinu. Þetta er fjársvelt kerfi.“ Sonur Jóns lést í eldsvoða á Stuðlum fyrir rúmu ári síðan. Það sé gott að geta verið til staðar fyrir aðra aðstandendur. „Ég sagði það strax á minningarathöfninni fyrir strákinn minn fyrir ári síðan að ég ætlaði að heiðra hans minningu með því að halda áfram að berjast fyrir hinum týndu börnunum. Ég hef alveg verið í því og rétt þeim hjá kerfinu heilan skóla og meðferðarúrræði. Þeir vilja bara ekki lausnina.“ „Kemur af mjög góðum foreldrum“ Hann ítrekar mikilvægi þess að grípa fyrr inn í. Ekki sé aðeins við meðferðarkerfið að sakast heldur þurfi allar stofnanir þar sem börn og fíknisjúkir koma við sögu að líta sér nærri. „Mitt áhugasvið hefur alltaf verið að grípa þá fyrr. Eins og með strákinn minn, skólinn, greiningar? Við lögum þetta ekki með pillum. Það vantar þessi grunngildi. Allt kerfið, fangelsiskerfið og heilbrigðiskerfið. Núna finnst mér þetta útspil hjá barna- og menntamálaráðherra að setja þetta yfir á heilbrigðisráðuneytið ekki nægilega gott. Hefur ekki heilbrigðisráðuneytið verið með alla þessa krakka? Þau koma bara verr út úr því. Það eru mörg ár síðan það var nóg komið.“ Jón hafi þekkt einn þeirra látnu. „Hann kemur af mjög góðum foreldrum. Ég þekki foreldrana og hvað faðirinn hefur gert. Hann hefur lagt mikið til í þessu. Það er ofboðslega erfitt að loka hurðinni á þetta. Þegar þú verður átján ára, hver á að grípa þig þá? Hefur kannski ekki fengið hjálp fyrstu átján árin og síðan bara hvað? Áttu bara að fara í röðina á Vog eða?“
Fíkn Börn og uppeldi Heilbrigðismál Geðheilbrigði Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Fleiri fréttir Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Sjá meira