Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. nóvember 2025 15:59 Karlmaðurinn lést fyrr á árinu eftir að hafa glímt við Alzheimer-sjúkdóminn. Vísir/Lýður Hæstiréttur hefur veitt dóttur látins manns áfrýjunarleyfi í máli þar sem hún krefst opinberra skipta á dánarbúi föður síns og að seturéttur ekkju hans í óskiptu búi verði felldur úr gildi. Héraðsdómur og Landsréttur höfðu áður dæmt ekkjunni í vil, en Hæstiréttur telur að málið geti haft fordæmisgildi. Málið á rætur að rekja til þess að faðir konunnar lést á árinu. Hann og ekkjan höfðu verið gift frá 2006 og búið saman í fasteign. Dóttirin hafði ekki komið á heimili föður síns í tíu ár þó að einhver samskipti hefðu verið á þeirra feðgina. Árið 2022 undirritaði faðirinn erfðaskrá þar sem ekkjunni var veitt heimild til að sitja í óskiptu búi eftir andlát föðurins sem var orðinn heilsuveill. Erfðaskráin var undirrituð í viðurvist lögbókanda sem lýsti því að hjónin hefðu verið „heil heilsu andlega“ og undirritað erfðaskrána af fúsum og frjálsum vilja. Flutti í minna og ódýrara húsnæði Dóttirin mótmælir þessu og byggir á því að faðir hennar hafi þá þegar glímt við langt genginn Alzheimer-sjúkdóm. Hún telur erfðaskrána því ógilda og bendir á að hún hafi sótt um að faðir hennar yrði sviptur fjárræði skömmu fyrir andlátið. Þá hafði ekkjan samþykkt kauptilboð í fasteign þeirra. Kaupsamningur var undirritaður í maí 2025 fyrir 166 milljónir króna og ekkjan festi síðar kaup á minni íbúð fyrir 62 milljónir. Þau skulduðu 110 milljónir króna í fasteign sinni. Nokkrum dögum eftir andlátið veitti sýslumaður ekkjunni leyfi til setu í óskiptu búi. Dóttirin telur að sýslumaður hefði átt að bíða, enda hafi hún þá þegar vefengt erfðaskrána. Hún gerir einnig athugasemdir við að ekkjan hafi auglýst ýmsa muni til sölu á Facebook á meðan málið var til meðferðar, sem hún telur óeðlilegt. Ekki komið í húsið í tíu ár Lögmaður ekkjunnar svaraði því að um persónulega muni ekkjunnar væri að ræða og að dóttirinni hefði staðið til boða að sækja allt sem hún teldi tilheyra föður sínum, en dóttirin sagðist ekki geta gert lista þar sem hún hefði ekki komið í húsið í tíu ár. Við flutninga í mun minni fasteign væri viðbúið að allir munir þeirra kæmust ekki fyrir. Héraðsdómur og síðar Landsréttur töldu ekki sýnt fram á að skilyrði erfðalaga væru uppfyllt til að krefjast opinberra skipta. Hæstiréttur telur hins vegar að úrlausnin geti haft fordæmisgildi, meðal annars um það hversu hratt sýslumaður megi veita leyfi til setu í búi eftir andlát. Sömuleiðis hvernig meta skuli erfðaskrár þegar grunur sé um skerðingu á hæfni fólks til undirritunar. Fjölskyldumál Dómsmál Mest lesið Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira
Málið á rætur að rekja til þess að faðir konunnar lést á árinu. Hann og ekkjan höfðu verið gift frá 2006 og búið saman í fasteign. Dóttirin hafði ekki komið á heimili föður síns í tíu ár þó að einhver samskipti hefðu verið á þeirra feðgina. Árið 2022 undirritaði faðirinn erfðaskrá þar sem ekkjunni var veitt heimild til að sitja í óskiptu búi eftir andlát föðurins sem var orðinn heilsuveill. Erfðaskráin var undirrituð í viðurvist lögbókanda sem lýsti því að hjónin hefðu verið „heil heilsu andlega“ og undirritað erfðaskrána af fúsum og frjálsum vilja. Flutti í minna og ódýrara húsnæði Dóttirin mótmælir þessu og byggir á því að faðir hennar hafi þá þegar glímt við langt genginn Alzheimer-sjúkdóm. Hún telur erfðaskrána því ógilda og bendir á að hún hafi sótt um að faðir hennar yrði sviptur fjárræði skömmu fyrir andlátið. Þá hafði ekkjan samþykkt kauptilboð í fasteign þeirra. Kaupsamningur var undirritaður í maí 2025 fyrir 166 milljónir króna og ekkjan festi síðar kaup á minni íbúð fyrir 62 milljónir. Þau skulduðu 110 milljónir króna í fasteign sinni. Nokkrum dögum eftir andlátið veitti sýslumaður ekkjunni leyfi til setu í óskiptu búi. Dóttirin telur að sýslumaður hefði átt að bíða, enda hafi hún þá þegar vefengt erfðaskrána. Hún gerir einnig athugasemdir við að ekkjan hafi auglýst ýmsa muni til sölu á Facebook á meðan málið var til meðferðar, sem hún telur óeðlilegt. Ekki komið í húsið í tíu ár Lögmaður ekkjunnar svaraði því að um persónulega muni ekkjunnar væri að ræða og að dóttirinni hefði staðið til boða að sækja allt sem hún teldi tilheyra föður sínum, en dóttirin sagðist ekki geta gert lista þar sem hún hefði ekki komið í húsið í tíu ár. Við flutninga í mun minni fasteign væri viðbúið að allir munir þeirra kæmust ekki fyrir. Héraðsdómur og síðar Landsréttur töldu ekki sýnt fram á að skilyrði erfðalaga væru uppfyllt til að krefjast opinberra skipta. Hæstiréttur telur hins vegar að úrlausnin geti haft fordæmisgildi, meðal annars um það hversu hratt sýslumaður megi veita leyfi til setu í búi eftir andlát. Sömuleiðis hvernig meta skuli erfðaskrár þegar grunur sé um skerðingu á hæfni fólks til undirritunar.
Fjölskyldumál Dómsmál Mest lesið Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira