Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar 20. nóvember 2025 09:02 Nú er senn ár liðið frá Alþingiskosningunum. Eftir kosningar tók við ný, björt og brosandi ríkisstjórn sem hefur unnið þétt með þjóðinni. Ríkisstjórnin hefur forgangsraðað í þágu almennings, ráðist í tiltekt í stjórnkerfinu og hafið uppbyggingu á öryggi og innviðum landsmanna. Megináhersla hefur verið á að ná stjórn á rekstri ríkissjóðs og stöðva áratugalangan hallarekstur. Hallarekstur síðustu ára hefur ýtt undir skuldsetningu ríkissjóðs og kynnt undir verðbólgu sem fór yfir 10% í valdatíð síðustu ríkisstjórnar. Sú efnahagsstefna neyddi Seðlabankann til að hækka stýrivexti upp fyrir 9% sem heimili og atvinnulíf í landinu hafa fundið allt of mikið fyrir síðustu árin. Lækkun skulda, vaxta og verðbólgu Í fjármálaáætlun ríkisstjórnar Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins er mörkuð ný stefna. Búið er að innleiða stöðugleikareglu sem heldur aftur af útgjöldum og stefnt er að hallalausum rekstri ríkissjóðs árið 2027. Í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar kemur fram hagræðing upp á 100 milljarða ásamt því að skuldir ríkissjóðs sem hlutfall af vergri landsframleiðslu hafa þegar lækkað með sölu á Íslandsbanka og uppgjöri ÍL sjóðs. Ríkisstjórnin lagði fram fyrsta húsnæðispakka sinn í haust þar sem áhersla er að fjölga lóðum, einfalda byggingareglugerð, tryggja aukið fjármagn í hlutdeildarlánin og festa nýtingu séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán til 10 ára. Fjármálastefna og fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar eru þegar farin að hafa áhrif. Seðlabankinn hefur rýmkað lánþegaskilyrði sín, verðbólga hefur lækkað og vextir hafa lækkað um 1,25 prósentustig frá síðustu kosningum. Þessu finnur fólk fyrir í heimilisbókhaldinu og samkvæmt greiningaraðilum mun verðbólga og vextir halda áfram að lækka á næsta ári. Efling innviða og öryggis á Íslandi Aðgerðir ríkisstjórnarinnar snúa ekki bara að hagræðingu og lækkun skulda ríkissjóðs. Forgangsatriði er að skapa svigrúm í rekstrinum til að efla öryggi, innviði og grunnþjónustu við almenning á Íslandi. Það hefur meðal annars verið gert með því að leiðrétta veiðigjöld með sanngjörnum hætti, laga kerfi sem voru hætt að virka fyrir fólkið í landinu, loka skattaglufum sem nýtast mest efnamestu hópum samfélagsins og endurreisa tekjustofna til að standa undir kostnaðinum sem fylgir því að reka öflugt velferðarkerfi. Við erum þegar byrjuð að efla löggæslu, vegakerfið, skóla, spítala og meðferðarkjarna. Á næstu vikum verður lögð fram fjármögnuð samgönguáætlun þar sem Ísland byrjar aftur að bora göng og laga vegi. Svona vinnur ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins. Styrk stjórn á efnahagsmálum þrátt fyrir ytri áskoranir og sterk velferð út um allt land. Höfundur er þingflokksformaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ari Sigurjónsson Samfylkingin Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Nú er senn ár liðið frá Alþingiskosningunum. Eftir kosningar tók við ný, björt og brosandi ríkisstjórn sem hefur unnið þétt með þjóðinni. Ríkisstjórnin hefur forgangsraðað í þágu almennings, ráðist í tiltekt í stjórnkerfinu og hafið uppbyggingu á öryggi og innviðum landsmanna. Megináhersla hefur verið á að ná stjórn á rekstri ríkissjóðs og stöðva áratugalangan hallarekstur. Hallarekstur síðustu ára hefur ýtt undir skuldsetningu ríkissjóðs og kynnt undir verðbólgu sem fór yfir 10% í valdatíð síðustu ríkisstjórnar. Sú efnahagsstefna neyddi Seðlabankann til að hækka stýrivexti upp fyrir 9% sem heimili og atvinnulíf í landinu hafa fundið allt of mikið fyrir síðustu árin. Lækkun skulda, vaxta og verðbólgu Í fjármálaáætlun ríkisstjórnar Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins er mörkuð ný stefna. Búið er að innleiða stöðugleikareglu sem heldur aftur af útgjöldum og stefnt er að hallalausum rekstri ríkissjóðs árið 2027. Í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar kemur fram hagræðing upp á 100 milljarða ásamt því að skuldir ríkissjóðs sem hlutfall af vergri landsframleiðslu hafa þegar lækkað með sölu á Íslandsbanka og uppgjöri ÍL sjóðs. Ríkisstjórnin lagði fram fyrsta húsnæðispakka sinn í haust þar sem áhersla er að fjölga lóðum, einfalda byggingareglugerð, tryggja aukið fjármagn í hlutdeildarlánin og festa nýtingu séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán til 10 ára. Fjármálastefna og fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar eru þegar farin að hafa áhrif. Seðlabankinn hefur rýmkað lánþegaskilyrði sín, verðbólga hefur lækkað og vextir hafa lækkað um 1,25 prósentustig frá síðustu kosningum. Þessu finnur fólk fyrir í heimilisbókhaldinu og samkvæmt greiningaraðilum mun verðbólga og vextir halda áfram að lækka á næsta ári. Efling innviða og öryggis á Íslandi Aðgerðir ríkisstjórnarinnar snúa ekki bara að hagræðingu og lækkun skulda ríkissjóðs. Forgangsatriði er að skapa svigrúm í rekstrinum til að efla öryggi, innviði og grunnþjónustu við almenning á Íslandi. Það hefur meðal annars verið gert með því að leiðrétta veiðigjöld með sanngjörnum hætti, laga kerfi sem voru hætt að virka fyrir fólkið í landinu, loka skattaglufum sem nýtast mest efnamestu hópum samfélagsins og endurreisa tekjustofna til að standa undir kostnaðinum sem fylgir því að reka öflugt velferðarkerfi. Við erum þegar byrjuð að efla löggæslu, vegakerfið, skóla, spítala og meðferðarkjarna. Á næstu vikum verður lögð fram fjármögnuð samgönguáætlun þar sem Ísland byrjar aftur að bora göng og laga vegi. Svona vinnur ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins. Styrk stjórn á efnahagsmálum þrátt fyrir ytri áskoranir og sterk velferð út um allt land. Höfundur er þingflokksformaður Samfylkingarinnar.
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar