Kjölfestan í mannlífinu Gunnlaugur Stefánsson skrifar 24. nóvember 2025 09:01 Heydalakirkja í Breiðdal fagnar 50 ára vígsluafmæli með hátíðarguðsþjónustu fyrsta sunndag í aðventu. Kirkja hefur staðið í Breiðdal frá kristnitöku árið 1000, umvafin tignarlegum fjöllum í miðri sveitinni, merkisberi um kristna menningu í landinu og gróandi mannlíf og verið sannkölluð kjölfesta í samfélaginu. Kirkjan er fallegt steinhús og tók 19 ár að byggja. Það var krefjandi verkefni fyrir fámennan og fátækan söfnuð. Þá voru ekki í boði opinberir styrkir sem um munaði, heldur treyst á framlög sóknarbarna, ómælda sjálfboðavinnu, þrautsegju og einlæga hugsjón. Táknrænt um það er, að þegar hafist var handa ákvað sóknarfólk að sníða burt af teikningunni eystri endann af húsinu, kórinn, til að spara í byggingarkostnaði. En þegar húsið var risið fokhelt, þá fannst fólkinu þetta ekki samræmast listrænum kröfum og ákvað að bæta kórnum við eins og teikningin hafði í upphafi gert ráð fyrir. Þetta er dæmigerð saga um kirkjulífið í landinu, þar sem fólkið leggur sig fram um að eiga fallega kirkju, hlúa vel að öllu og njóta þess sem þar er framborið. Því eru það mikil öfugmæli, að Þjóðkirkjan sé ríkiskirkja, að ríkið eigi og reki kirkjurnar. Það er sóknarfólkið sem á kirkjurnar og ber alla ábyrgð af rekstri þeirra. Byggingasaga Heydalakirkju er vitnisburður um það. Svo rann vígsludagurinn upp 13. júlí árið 1975. Stór dagur fyrir mannlíf í Breiðdal og fólkið fjölmennti og fagnaði. Langri byggingasögu var lokið. Tvö bðrn voru skírð og þrenn brúðhjón gefin saman í vígsluathöfninni. Sr. Sigurbjörn Einarsson, biskup, vígði kirkjuna. Við hlið kirkjunnar stóð gamla kirkjan, járnklætt timburhús frá 1856 og þjónað hafði fólkinu lengi, en að niðurlotum komið. Allt dýrmætt hafði verið flutt úr þeirri gömlu í þá nýju. Þessi kirkja brann til kaldra kola 17. júní árið 1982. Ég var sóknarprestur í Heydölum í tæp 33 ár, sótti um embættið í lok árs 1986, var síðasti presturinn sem kosinn var samkvæmt gömlu lögunum um almenna prestkosningu og þjónaði til 1. nóvember árið 2019. Guðjón Sveinsson, skáld og rithöfundur frá Breiðdalsvík, sagði mér eftir innsetningu í embætti, að ég væri númer 33 í röð nafngreindra presta í Heydölum og aldrei gerst að skipaður prestur hafi sótt um annað prestakall. Að vísu hafi Heydalaprestur verið sviptur hempunni vegna frjálslyndis í ástarmálum og síðan gerður að konungsritara í Kaupmannahöfn. Sr Róbert Jack þjónaði í Heydölum í rúm tvö ár og varð síðar prestur í Grímsey, en var aldrei skipaður í embætti í Heydölum, heldur þjónaði þar í afleysingum. Ég stóð við óformlegt áheit Guðjóns, skálds. Aldrei kom mér til hugar að sækja um annað prestakall, burt úr Heydölum. Þar naut ég lífsins og á þaðan hugljúfar minningar. Þar rís hæst samfélagið með fólkinu, traust vinátta og allar þær hjálparhendur sem reyndust mér og kirkjunni svo vel. Svo fannst mér mikill heiður að þjóna í fótsporum sr. Einars Sigurðssonar, sálmaskálds, sem þjónaði í Heydölum 1580-1627 og lagði svo mikið að mörkum með sálmakveðskap sínum svo lúterska siðbyltingin festi djúpar rætur á Íslandi. Sr. Einar er núna þekktastur fyrir jólasálminn, Nóttin var sú ágæt ein. Talið er að allir Íslendingar geti rakið ættir sínar til sr. Einars. Það var og er draumur minn og margra, að minning hans fengi veglegan sess með fallegu menningarhúsi, Einarsstofu, við hlið kirkjunnar í Heydölum. Vonandi fær sú hugsjón góðan byr undir vængi sína. Oft er sagt, að þjóðkirkjan sé prestakirkja. Víst vilja prestarnir stundum vera áberandi. En reynsla mín kennir um velfarnað í kirkjustarfinu, að þar skiptir mestu allt fórnfúsa kirkjufólkið sem unnir kirkjunni sinni og leggur ómælt að mörkum í sjálfboðinni þjónustu í sóknarnefndinni, kirkjukórnum og með beinni þátttöku í helgihaldinu. Þess naut ég innilega og var umvafinn traustu fólki, alltaf reiðubúið til verka fyrir kirkjuna sína. Ásta Herbjörnsdóttir í Snæhvammi var formaður sóknarinnar fyrstu árin mín í embætti, tók svo fallega á móti mér með sóknarnefndarfólkinu, og ég fann svo vel að vera í traustum höndum. Síðar tók Svandís Ósk Ingólfsdóttir á Breiðdalsvík við formennskunni og fylgdi mér fram á síðasta embættisdag og er enn að störfum. Við hlið hennar stendur Unnur Björgvinsdóttir á Breiðdalsvík, sannkallað tvíeyki, valkyrjur sem axla af reisn forystu í kirkjulífinu og hafa umsjón með að allt sé í lagi í kirkjunni og kirkjugarðinum, þar sem virðing og umhyggja er í fyrirúmi. Mikil gæði eru það fyrir prestinn að eiga að traust og gott samstarfsfólk. Þess naut ég og einnig núverandi prestur í Heydölum, sr. Arnaldur Bárðarson, sem þjónar sínu fólki af alúð og myndugleik. Kirkjan í Heydölum er sannkölluð kjölfesta í mannlífinu í Breiðdal. Þangað sækir fólkið á sínum stærstu stundum í blíðu og stríðu, fetar þar í fótspor kynslóðanna og ræktar lifandi trú á Guð sem boðar kærleika og von fyrir upprisu Jesú Krists frá dauðum. Höfundur er fyrrum sóknarprestur í Heydölum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnlaugur Stefánsson Mest lesið Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason Skoðun Að vera treggáfaður: Er píkan greindari en pungurinn? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Kjölfestan í mannlífinu Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Úrelt lög Davíð Þór Jónsson Bakþankar Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson Skoðun Hvað með kvótakaupendur? Haukur Eggertsson Skoðun Eru 4.300 íbúar Kópavogs hunsaðir? Eva Sjöfn Helgadóttir Skoðun Ósamræmi í orðum og gjörðum íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum Finnur Ricart Andrason Skoðun Halldór 22.11.2025 Halldór Skoðun Skoðun Kjölfestan í mannlífinu Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Sjá meira
Heydalakirkja í Breiðdal fagnar 50 ára vígsluafmæli með hátíðarguðsþjónustu fyrsta sunndag í aðventu. Kirkja hefur staðið í Breiðdal frá kristnitöku árið 1000, umvafin tignarlegum fjöllum í miðri sveitinni, merkisberi um kristna menningu í landinu og gróandi mannlíf og verið sannkölluð kjölfesta í samfélaginu. Kirkjan er fallegt steinhús og tók 19 ár að byggja. Það var krefjandi verkefni fyrir fámennan og fátækan söfnuð. Þá voru ekki í boði opinberir styrkir sem um munaði, heldur treyst á framlög sóknarbarna, ómælda sjálfboðavinnu, þrautsegju og einlæga hugsjón. Táknrænt um það er, að þegar hafist var handa ákvað sóknarfólk að sníða burt af teikningunni eystri endann af húsinu, kórinn, til að spara í byggingarkostnaði. En þegar húsið var risið fokhelt, þá fannst fólkinu þetta ekki samræmast listrænum kröfum og ákvað að bæta kórnum við eins og teikningin hafði í upphafi gert ráð fyrir. Þetta er dæmigerð saga um kirkjulífið í landinu, þar sem fólkið leggur sig fram um að eiga fallega kirkju, hlúa vel að öllu og njóta þess sem þar er framborið. Því eru það mikil öfugmæli, að Þjóðkirkjan sé ríkiskirkja, að ríkið eigi og reki kirkjurnar. Það er sóknarfólkið sem á kirkjurnar og ber alla ábyrgð af rekstri þeirra. Byggingasaga Heydalakirkju er vitnisburður um það. Svo rann vígsludagurinn upp 13. júlí árið 1975. Stór dagur fyrir mannlíf í Breiðdal og fólkið fjölmennti og fagnaði. Langri byggingasögu var lokið. Tvö bðrn voru skírð og þrenn brúðhjón gefin saman í vígsluathöfninni. Sr. Sigurbjörn Einarsson, biskup, vígði kirkjuna. Við hlið kirkjunnar stóð gamla kirkjan, járnklætt timburhús frá 1856 og þjónað hafði fólkinu lengi, en að niðurlotum komið. Allt dýrmætt hafði verið flutt úr þeirri gömlu í þá nýju. Þessi kirkja brann til kaldra kola 17. júní árið 1982. Ég var sóknarprestur í Heydölum í tæp 33 ár, sótti um embættið í lok árs 1986, var síðasti presturinn sem kosinn var samkvæmt gömlu lögunum um almenna prestkosningu og þjónaði til 1. nóvember árið 2019. Guðjón Sveinsson, skáld og rithöfundur frá Breiðdalsvík, sagði mér eftir innsetningu í embætti, að ég væri númer 33 í röð nafngreindra presta í Heydölum og aldrei gerst að skipaður prestur hafi sótt um annað prestakall. Að vísu hafi Heydalaprestur verið sviptur hempunni vegna frjálslyndis í ástarmálum og síðan gerður að konungsritara í Kaupmannahöfn. Sr Róbert Jack þjónaði í Heydölum í rúm tvö ár og varð síðar prestur í Grímsey, en var aldrei skipaður í embætti í Heydölum, heldur þjónaði þar í afleysingum. Ég stóð við óformlegt áheit Guðjóns, skálds. Aldrei kom mér til hugar að sækja um annað prestakall, burt úr Heydölum. Þar naut ég lífsins og á þaðan hugljúfar minningar. Þar rís hæst samfélagið með fólkinu, traust vinátta og allar þær hjálparhendur sem reyndust mér og kirkjunni svo vel. Svo fannst mér mikill heiður að þjóna í fótsporum sr. Einars Sigurðssonar, sálmaskálds, sem þjónaði í Heydölum 1580-1627 og lagði svo mikið að mörkum með sálmakveðskap sínum svo lúterska siðbyltingin festi djúpar rætur á Íslandi. Sr. Einar er núna þekktastur fyrir jólasálminn, Nóttin var sú ágæt ein. Talið er að allir Íslendingar geti rakið ættir sínar til sr. Einars. Það var og er draumur minn og margra, að minning hans fengi veglegan sess með fallegu menningarhúsi, Einarsstofu, við hlið kirkjunnar í Heydölum. Vonandi fær sú hugsjón góðan byr undir vængi sína. Oft er sagt, að þjóðkirkjan sé prestakirkja. Víst vilja prestarnir stundum vera áberandi. En reynsla mín kennir um velfarnað í kirkjustarfinu, að þar skiptir mestu allt fórnfúsa kirkjufólkið sem unnir kirkjunni sinni og leggur ómælt að mörkum í sjálfboðinni þjónustu í sóknarnefndinni, kirkjukórnum og með beinni þátttöku í helgihaldinu. Þess naut ég innilega og var umvafinn traustu fólki, alltaf reiðubúið til verka fyrir kirkjuna sína. Ásta Herbjörnsdóttir í Snæhvammi var formaður sóknarinnar fyrstu árin mín í embætti, tók svo fallega á móti mér með sóknarnefndarfólkinu, og ég fann svo vel að vera í traustum höndum. Síðar tók Svandís Ósk Ingólfsdóttir á Breiðdalsvík við formennskunni og fylgdi mér fram á síðasta embættisdag og er enn að störfum. Við hlið hennar stendur Unnur Björgvinsdóttir á Breiðdalsvík, sannkallað tvíeyki, valkyrjur sem axla af reisn forystu í kirkjulífinu og hafa umsjón með að allt sé í lagi í kirkjunni og kirkjugarðinum, þar sem virðing og umhyggja er í fyrirúmi. Mikil gæði eru það fyrir prestinn að eiga að traust og gott samstarfsfólk. Þess naut ég og einnig núverandi prestur í Heydölum, sr. Arnaldur Bárðarson, sem þjónar sínu fólki af alúð og myndugleik. Kirkjan í Heydölum er sannkölluð kjölfesta í mannlífinu í Breiðdal. Þangað sækir fólkið á sínum stærstu stundum í blíðu og stríðu, fetar þar í fótspor kynslóðanna og ræktar lifandi trú á Guð sem boðar kærleika og von fyrir upprisu Jesú Krists frá dauðum. Höfundur er fyrrum sóknarprestur í Heydölum.
Ósamræmi í orðum og gjörðum íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum Finnur Ricart Andrason Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Ósamræmi í orðum og gjörðum íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum Finnur Ricart Andrason Skoðun