Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. nóvember 2025 09:03 Sólveig Jónsdóttir færir sig milli hæða í húsnæði Íþróttasambands Íslands og tekur við sem framkvæmdastjóri Handknattleiksambands Íslands. Vísir/Sigurjón HSÍ opinberaði í gær nýjan framkvæmdastjóra sambandsins sem tekur við störfum um áramótin. Fjárhagsstaða sambandsins er aðkallandi verkefni. Valur Páll Eiríksson leit við á skrifstofunni hjá Fimleikasambandinu til að tala um handbolta. „Það eru breytingar hér í Laugardalnum. Handknattleikssambandið hefur leitað að nýjum framkvæmdastjóra um hríð og hann er nú fundinn. Hún flytur sig um eina hæð hér í húsinu. Sólveig Jónsdóttir hefur verið hjá Fimleikasambandinu í um tólf ár en hlakkar nú til að takast á við nýja áskorun,“ sagði Valur Páll Eiríksson. „Handboltinn er náttúrulega svolítið þjóðaríþróttin okkar og það elska allir janúar. Þannig að ég hugsaði bara að ég hefði margt fram að færa sem ég hef lært núna undanfarin ár í mínu starfi. Og það er mikil ástríða á skrifstofu HSÍ, þannig að saman held ég að þetta verði bara einhver svona gleðikokteill,“ sagði Sólveig Jónsdóttir en hverjar eru einmitt helstu áskoranirnar í þessu nýja starfi? „Ég held að það séu bara alls staðar, heilt yfir allar íþróttir, hvert sem við horfum, hjá sambandinu, sérsamböndunum, eða félögunum eða hvar sem við erum. Þetta náttúrulega kostar allt peninga og það vantar peninga inn í hreyfinguna. Við erum að tryggja það að börn á Íslandi geti stundað íþróttir, óháð efnahag. Það er bara stórt mál fyrir okkur sem samfélag. Við hljótum að vilja búa til gott samfélag fyrir börnin okkar,“ sagði Sólveig. Fjárhagur HSÍ hefur verið mikið til umræðu að undanförnu. Taprekstur upp á 120 milljónir undanfarin tvö ár gerir til að mynda að verkum að skera þarf niður í starfsumhverfi landsliðanna. Sólveig segist aftur á móti fremur vera spennt heldur en stressuð að takast á við þá áskorun. „Það er gaman að takast á við verkefni og það er gaman að finna góðar lausnir. Ég einhvern veginn trúi því að ef fólk vinnur saman, þá sé hægt að finna farsælar lausnir sem að væri líka bara svolítið gaman að vera partur af. Þetta er bara verkefni niður til að leysa og það er bara skemmtilegt,“ sagði Sólveig. Fleira kemur fram í viðtalinu við Sólveigu sem má sjá í heild að neðan. Klippa: Færir sig úr fimleikunum í handboltann HSÍ Fimleikar Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Handbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Handbolti Fleiri fréttir Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason „Mig kitlar svakalega í puttana“ Hættu við að dæma víti og Norðmenn unnu Spánverja EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Strákarnir hans Arons unnu risasigur Alfreð og hans menn með fullt hús stiga eftir hádramatík Óðinn á eitt flottasta mark EM Myndasyrpa: Allir kátir á æfingu í Malmö Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Gísli Þorgeir sá fjórði stoðsendingahæsti á EM „Ég er bara Króati á morgun“ Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar „Nú vitum við allavega að Danir eru mannlegir“ Donni þarf líka að fara í aðgerð „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Sjá meira
Valur Páll Eiríksson leit við á skrifstofunni hjá Fimleikasambandinu til að tala um handbolta. „Það eru breytingar hér í Laugardalnum. Handknattleikssambandið hefur leitað að nýjum framkvæmdastjóra um hríð og hann er nú fundinn. Hún flytur sig um eina hæð hér í húsinu. Sólveig Jónsdóttir hefur verið hjá Fimleikasambandinu í um tólf ár en hlakkar nú til að takast á við nýja áskorun,“ sagði Valur Páll Eiríksson. „Handboltinn er náttúrulega svolítið þjóðaríþróttin okkar og það elska allir janúar. Þannig að ég hugsaði bara að ég hefði margt fram að færa sem ég hef lært núna undanfarin ár í mínu starfi. Og það er mikil ástríða á skrifstofu HSÍ, þannig að saman held ég að þetta verði bara einhver svona gleðikokteill,“ sagði Sólveig Jónsdóttir en hverjar eru einmitt helstu áskoranirnar í þessu nýja starfi? „Ég held að það séu bara alls staðar, heilt yfir allar íþróttir, hvert sem við horfum, hjá sambandinu, sérsamböndunum, eða félögunum eða hvar sem við erum. Þetta náttúrulega kostar allt peninga og það vantar peninga inn í hreyfinguna. Við erum að tryggja það að börn á Íslandi geti stundað íþróttir, óháð efnahag. Það er bara stórt mál fyrir okkur sem samfélag. Við hljótum að vilja búa til gott samfélag fyrir börnin okkar,“ sagði Sólveig. Fjárhagur HSÍ hefur verið mikið til umræðu að undanförnu. Taprekstur upp á 120 milljónir undanfarin tvö ár gerir til að mynda að verkum að skera þarf niður í starfsumhverfi landsliðanna. Sólveig segist aftur á móti fremur vera spennt heldur en stressuð að takast á við þá áskorun. „Það er gaman að takast á við verkefni og það er gaman að finna góðar lausnir. Ég einhvern veginn trúi því að ef fólk vinnur saman, þá sé hægt að finna farsælar lausnir sem að væri líka bara svolítið gaman að vera partur af. Þetta er bara verkefni niður til að leysa og það er bara skemmtilegt,“ sagði Sólveig. Fleira kemur fram í viðtalinu við Sólveigu sem má sjá í heild að neðan. Klippa: Færir sig úr fimleikunum í handboltann
HSÍ Fimleikar Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Handbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Handbolti Fleiri fréttir Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason „Mig kitlar svakalega í puttana“ Hættu við að dæma víti og Norðmenn unnu Spánverja EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Strákarnir hans Arons unnu risasigur Alfreð og hans menn með fullt hús stiga eftir hádramatík Óðinn á eitt flottasta mark EM Myndasyrpa: Allir kátir á æfingu í Malmö Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Gísli Þorgeir sá fjórði stoðsendingahæsti á EM „Ég er bara Króati á morgun“ Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar „Nú vitum við allavega að Danir eru mannlegir“ Donni þarf líka að fara í aðgerð „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Sjá meira