Handbolti

Mynda­syrpa: Allir kátir á æfingu í Malmö

Valur Páll Eiríksson skrifar
Einar Þorsteinn Ólafsson fagnar marki. Hann átti frábæra innkomu í vörn Íslands gegn Ungverjum eftir að hafa glímt við veikindi dagana á undan.
Einar Þorsteinn Ólafsson fagnar marki. Hann átti frábæra innkomu í vörn Íslands gegn Ungverjum eftir að hafa glímt við veikindi dagana á undan. Vísir/Vilhelm

Íslenska karlalandsliðið í handbolta æfði í keppnishöllinni í Malmö í dag. Liðið mætir Króatíu í sömu höll á morgun.

Allir leikmenn Íslands voru með á æfingunni, þar á meðal Elvar Ásgeirsson sem bættist við íslenska hópinn í fyrradag eftir meiðsli nafna hans Elvars Arnar Jónssonar.

Strákarnir mæta Króötum klukkan 14:30 á morgun í höllinni og tóku sína fyrstu æfingu þar í dag. Léttleikinn var í fyrirrúmi líkt og Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, fékk að kynnast.

Myndir frá æfingunni má sjá að neðan.

Mikilvægt er fyrir drengina að hita vel upp.Vísir/Vilhelm
Óðinn Þór og Gísli takast á.Vísir/Vilhelm
Fótboltinn á sínum stað. Bjarki Már öflugur í rammanum og hefur betur gegn Hauki Þrastarsyni.Vísir/Vilhelm
Bjarki sér líka við Elliða.Vísir/Vilhelm
Ómar Ingi Magnússon einbeitingin uppmáluð.Vísir/Vilhelm
Snorri Steinn Guðjónsson brosir. Líklega að misframbærilegum fótboltahæfileikum drengjanna.Vísir/Vilhelm
Stuð í boltanum.Vísir/Vilhelm
Viktor Gísli Hallgrímsson stimplaði sig sannarlega inn á mótið með frábærri frammistöðu við Ungverjana.Vísir/Vilhelm
Gísli Þorgeir Kristjánsson fer yfir málin með landsliðsþjálfaranum.Vísir/Vilhelm
Elvar Ásgeirsson mjög sáttur við að vera mættur aftur á stórmót.Vísir/Vilhelm
Björgvin Páll Gústavsson brosti hringinn.Vísir/Vilhelm
Þorsteinn Leó Gunnarsson hefur verið með landsliðinu allt mótið en æft mismikið vegna nárameiðsla. Vonast er til að hann geti tekið þátt í milliriðlinum.Vísir/Vilhelm



Fleiri fréttir

Sjá meira


×