Fótbolti

Mark Elíasar dugði ekki til að bjarga liðinu frá falli

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Elías Már í leik með NAC Breda á sínum tíma.
Elías Már í leik með NAC Breda á sínum tíma. vísir/Getty

Elías Már Ómarsson skoraði eina mark Meizhou Hakka er liðið mátti þola 5-1 tap gegn Beijing Guoan í lokaumferð kínversku deildarinnar í knattspyrnu í morgun.

Elías og félagar þurftu á sigri að halda í lokaumferðinni og treysta á að Qingdao Hainiu myndi tapa sínum leik á sama tíma.

Qingdao Hainiu gerði 2-2 jafntefli í sínum leik og 5-1 tap Elíasar og félaga þýddi að þeir væru fallnir niður um deild.

Elías skoraði eina mark Meizhou Hakka er hann minnkaði muninn í 3-1 á 64. mínútu.

Nokkuð hefur verið rætt og ritað um framtíð Elíasar hjá kínverska liðinu og mögulega endurkomu hans heim til Íslands. Fall liðsins mun að öllum líkindum ýta undir þann orðróm.

Hólmbert kom Gwangju á bragðið

Á sama tíma og lokaumferð kínversku deildarinnar fór fram tóku Hólmbert Aron Friðjónsson og félagar í Gwangju FC á móti Ulsan HD í neðri hluta suður-kóresku deildarinnar.

Hólmbert skoraði fyrsta mark leiksins strax á þriðju mínútu í 2-0 sigri og Geangju trónir á toppi neðri hlutans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×