Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar 22. nóvember 2025 12:00 Kaffistofa Samhjálpar var opnuð árið 1981 en hafði þá bækistöðvar við Hverfisgötu í Reykjavík. Seinna fluttist Kaffistofan í Borgartúnið þar sem hún hefur verið um árabil eða til október 2025. Tímabundið fékk Kaffistofa Samhjálpar inn í Hátúni 2, á neðri hæð Fíladelfíu kirkju, en til stóð að Kaffistofan myndi flytja á Grensásveg 46 í desember 2025, Þar hafa þó framkvæmdir verið stöðvaðar því það lítur út fyrir samkvæmt viðtölum við formann Húsfélags á svæðinu að Kaffistofa Samhjálpar sé ekki velkomin í þeirra nærumhverfi. „Það er búið að samþykkja að senda þetta í grenndarkynningu og við erum að fara að funda með borginni í næstu viku. En við höfum stöðvað allar framkvæmdir á meðan þetta er í svona óvissu“ segir Guðrún Ágústa Framkvæmdastjóri Samhjálpar í viðtali sem Vísir tók við hana. Það er sífelld aðsókn á Kaffistofu Samhjálpar og margir sem þurfa á hjálp að halda. Aðsóknin hefur aukist og þörfin sjaldan verið meiri. Til þeirra leitar umkomulaust og fátækt fólk, ýmist vegna andlegra eða líkamlegra veikinda eða félagslegrar einangrunar. Öll eiga þau það sameiginlegt að búa við fjárhagslegar áskoranir ásamt því sem margir upplifa félagslega útskúfun. Og svo virðist sem félagslega útskúfunin haldi áfram. „Þetta fólk“ er ekki velkomið á Grensásveg. Okkar minnstu bræður og systur, heimilislausir, fólk með geðrænar áskoranir, einstaklingar með áfengis- og vímuefnavanda. Jaðarsettasti hópur okkar samfélags les nú fréttir þar sem íbúar á og við Grensásveg vill ekki sjá þau, samkvæmt umræddum formanni húsfélags á svæðinu. Einn af þeirra fáu möguleikum að fá í sig hita, næringu og samfélag er Kaffistofa Samhjálpar. Samkvæmt Formanni húsfélagsins sem kom fram í viðtölum á DV og Vísi þá vill enginn búa þar sem Samhjálp er nálægt. Skilgreining á fordómum (prejudice): Fordómar eru fordæmandi og yfirleitt neikvæð viðhorf sem einstaklingur eða hópur ber gagnvart öðrum einstaklingi eða hópi, byggð á fyrirframgefnum hugmyndum fremur en raunverulegri þekkingu, reynslu eða rökum. Fordómar fela oft í sér alhæfingar, staðalmyndir, og matskenndar tilfinningar sem geta orðið grundvöllur að mismunun. Í fræðilegum skilningi samanstanda fordómar af þremur þáttum: Hugrænum þætti (cognitive) – staðalmyndir, alhæfingar eða trú á eiginleika hóps án sannana. Tilfinningalegum þætti (affective) – jákvæðum eða neikvæðum tilfinningum gagnvart hópnum. Hegðunartengdum þætti (behavioral) – tilhneigingu til að hegða sér á tiltekinn hátt gagnvart viðkomandi hópi (t.d. forðun, fjandskapur), þó að það sé formlega skilgreint sem „mismunun“ þegar það verður að hegðun. Fordómar eru fyrirfram mótuð, tilfinningaleg og oft neikvæð viðhorf gagnvart einstaklingum eingöngu á grundvelli þess að þeir tilheyri ákveðnum félagslegum hópi, óháð raunverulegum eiginleikum þeirra eða athöfnum. – samandregið úr ritrýndum skilgreiningum í félagssálfræði (t.d. Allport, 1954; Dovidio, Hewstone, Glick & Esses, 2010). Framkvæmdastjóri Samhjálpar lýsir þakklæti fyrir stuðning eftir að henni bárust skilaboð um að í Hverfisgrúppu 108 þar sem umræðan fór fram hafi meirihluti ummæla verið jákvæð í garð flutninga Kaffistofu Samhjálpar á Grensásveg. Það verður að teljast gott að meirihluti þeirra sem búa í nágrenninu vilji að okkar samfélag eigi stað sem getur haldið áfram að gefa tvö-þrjú hundruð máltíðir á dag til þeirra sem á því þurfa að halda. Persónuleg skoðun mín er að um mannréttindamál sé að ræða og óska ég þess einarðlega að við getum búið í samfélagi sem vill halda utan um þá sem minna mega sín Ég læt orð Guðrúnar Ágústu – Framkvæmdastjóra Samhjálpar úr viðtali við hana á Vísi verða þau síðustu: „Þetta er ekki bara heimilislaust fólk. Ef þú telur þig þurfa á þjónustu okkar að halda, þá ertu velkomin. Það er fólk sem er í vinnu, sem á ekki fyrir mat, fólk sem leigir húsnæði eða á ekki fyrir mat og það kemur til okkar. Það vill enginn vera í þeim aðstæðum að þurfa að leita ásjár okkar og eiga ekki fyrir mat. Það er ekki eins og fólk hafi valið sér þetta hlutskipti.“ Höfundur er stuðningsmaður Samhjálpar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kaffistofa Samhjálpar Mest lesið Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Sjá meira
Kaffistofa Samhjálpar var opnuð árið 1981 en hafði þá bækistöðvar við Hverfisgötu í Reykjavík. Seinna fluttist Kaffistofan í Borgartúnið þar sem hún hefur verið um árabil eða til október 2025. Tímabundið fékk Kaffistofa Samhjálpar inn í Hátúni 2, á neðri hæð Fíladelfíu kirkju, en til stóð að Kaffistofan myndi flytja á Grensásveg 46 í desember 2025, Þar hafa þó framkvæmdir verið stöðvaðar því það lítur út fyrir samkvæmt viðtölum við formann Húsfélags á svæðinu að Kaffistofa Samhjálpar sé ekki velkomin í þeirra nærumhverfi. „Það er búið að samþykkja að senda þetta í grenndarkynningu og við erum að fara að funda með borginni í næstu viku. En við höfum stöðvað allar framkvæmdir á meðan þetta er í svona óvissu“ segir Guðrún Ágústa Framkvæmdastjóri Samhjálpar í viðtali sem Vísir tók við hana. Það er sífelld aðsókn á Kaffistofu Samhjálpar og margir sem þurfa á hjálp að halda. Aðsóknin hefur aukist og þörfin sjaldan verið meiri. Til þeirra leitar umkomulaust og fátækt fólk, ýmist vegna andlegra eða líkamlegra veikinda eða félagslegrar einangrunar. Öll eiga þau það sameiginlegt að búa við fjárhagslegar áskoranir ásamt því sem margir upplifa félagslega útskúfun. Og svo virðist sem félagslega útskúfunin haldi áfram. „Þetta fólk“ er ekki velkomið á Grensásveg. Okkar minnstu bræður og systur, heimilislausir, fólk með geðrænar áskoranir, einstaklingar með áfengis- og vímuefnavanda. Jaðarsettasti hópur okkar samfélags les nú fréttir þar sem íbúar á og við Grensásveg vill ekki sjá þau, samkvæmt umræddum formanni húsfélags á svæðinu. Einn af þeirra fáu möguleikum að fá í sig hita, næringu og samfélag er Kaffistofa Samhjálpar. Samkvæmt Formanni húsfélagsins sem kom fram í viðtölum á DV og Vísi þá vill enginn búa þar sem Samhjálp er nálægt. Skilgreining á fordómum (prejudice): Fordómar eru fordæmandi og yfirleitt neikvæð viðhorf sem einstaklingur eða hópur ber gagnvart öðrum einstaklingi eða hópi, byggð á fyrirframgefnum hugmyndum fremur en raunverulegri þekkingu, reynslu eða rökum. Fordómar fela oft í sér alhæfingar, staðalmyndir, og matskenndar tilfinningar sem geta orðið grundvöllur að mismunun. Í fræðilegum skilningi samanstanda fordómar af þremur þáttum: Hugrænum þætti (cognitive) – staðalmyndir, alhæfingar eða trú á eiginleika hóps án sannana. Tilfinningalegum þætti (affective) – jákvæðum eða neikvæðum tilfinningum gagnvart hópnum. Hegðunartengdum þætti (behavioral) – tilhneigingu til að hegða sér á tiltekinn hátt gagnvart viðkomandi hópi (t.d. forðun, fjandskapur), þó að það sé formlega skilgreint sem „mismunun“ þegar það verður að hegðun. Fordómar eru fyrirfram mótuð, tilfinningaleg og oft neikvæð viðhorf gagnvart einstaklingum eingöngu á grundvelli þess að þeir tilheyri ákveðnum félagslegum hópi, óháð raunverulegum eiginleikum þeirra eða athöfnum. – samandregið úr ritrýndum skilgreiningum í félagssálfræði (t.d. Allport, 1954; Dovidio, Hewstone, Glick & Esses, 2010). Framkvæmdastjóri Samhjálpar lýsir þakklæti fyrir stuðning eftir að henni bárust skilaboð um að í Hverfisgrúppu 108 þar sem umræðan fór fram hafi meirihluti ummæla verið jákvæð í garð flutninga Kaffistofu Samhjálpar á Grensásveg. Það verður að teljast gott að meirihluti þeirra sem búa í nágrenninu vilji að okkar samfélag eigi stað sem getur haldið áfram að gefa tvö-þrjú hundruð máltíðir á dag til þeirra sem á því þurfa að halda. Persónuleg skoðun mín er að um mannréttindamál sé að ræða og óska ég þess einarðlega að við getum búið í samfélagi sem vill halda utan um þá sem minna mega sín Ég læt orð Guðrúnar Ágústu – Framkvæmdastjóra Samhjálpar úr viðtali við hana á Vísi verða þau síðustu: „Þetta er ekki bara heimilislaust fólk. Ef þú telur þig þurfa á þjónustu okkar að halda, þá ertu velkomin. Það er fólk sem er í vinnu, sem á ekki fyrir mat, fólk sem leigir húsnæði eða á ekki fyrir mat og það kemur til okkar. Það vill enginn vera í þeim aðstæðum að þurfa að leita ásjár okkar og eiga ekki fyrir mat. Það er ekki eins og fólk hafi valið sér þetta hlutskipti.“ Höfundur er stuðningsmaður Samhjálpar.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun