Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 24. nóvember 2025 06:52 Morgunblaðið vísar ásökunum ráðuneytisins til föðurhúsanna. Morgunblaðið hefur svarað ásökunum Guðmundar Inga Kristinssonar barna- og menntamálaráðherra en í gær birtist yfirlýsing á heimasíðu Stjórnarráðsins, þar sem Morgunblaðið var sakað um ófagleg vinnubrögð og að veita vísvitandi rangar og villandi upplýsingar. Samkvæmt yfirlýsingu ráðuneytisins neitaði Morgunblaðið að leiðrétta frétt sem birt var á fimmtudaginn í síðustu viku, þar sem ráðuneytið segir miðilinn hafa gefið til kynna að ráðherra hafi sagt ósatt þegar hann vitnaði í nýjar niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar þess efnis að vímuefnaneysla ungmenna hefði ekki aukist. Í umræddri frétt mbl.is sagði að Guðmundur Ingi hefði fullyrt á Alþingi að ekki væru ummerki um aukna vímuefnaneyslu barna á árunum 2023 til 2025, „þvert á ýmsar fréttir“. Sagði mbl þetta ganga í berhögg við það sem fram hefði komið í skýrslu Barna- og fjölskyldustofu, þar sem sagði að tilkynningum um neyslu barna á vímuefnum hefði fjölgað um tæplega 60 prósent á milli áranna 2023 og 2024. Í yfirlýsingu ráðuneytisins er vitnað í samskipti þess við Morgunblaðið og vísað til þess að miðillinn hafi kosið að varpa sökinni á ráðherra að hafa ekki tilgreint heimild sína til að styðja fullyrðingar hans í ræðustól en viðurkennt á sama tíma að hann hafi nefnt Íslensku æskulýðsrannsóknina fyrr í ræðu sinni. Þá segir í yfirlýsingunni að málið sé „nokkuð einkennandi“ fyrir vinnubrögð Morgunblaðsins, sem hafi meðal annars breytt grein um nýtingu gervigreindar í menntakerfinu eftir að ráðuneytið fór yfir hana og ljáð henni neikvæðari blæ. Þá er Morgunblaðið sakað um að hafa slegið upp „æsifregnum“ um að ráðuneytið væri að halda eftir upplýsingum og fegra niðurstöður skýrslu um dvínandi grunnfærni nemenda innan OECD. Fullyrðingum ráðuneytisins vísað til föðurhúsanna Fjallað er um yfirlýsingu barna- og menntamálaráðuneytisins á mbl.is nú í morgunsárið en þar segir að Morgunblaðið líti „umkvartanir og umvandanir“ barna- og menntamálaráðherra alvarlegum augum, „enda er það einsdæmi að fjölmiðlar hér á landi megi þola slíkar ásakanir stjórnvalda um vísvitandi rangfærslur, léleg vinnubrögð og upplýsingaóreiðu,“ segir í athugasemdum ritstjóra. Engin dæmi séu um að ráðherrar hafi látið Stjórnarráð Íslands annast vörn sína, hvað þá með ásökunum í garð fjölmiðla. Morgunblaðið segir rangt að ráðherra hafi verið vændur um ósannindi í ræðustól, né heldur hafi hann verið sagður fara með rangt mál. Þá er ítrekað að ráðherra hafi ekki bent á neinar rangfærslur í áðurnefndu viðtali um gervigreind, heldur aðeins að inngangi greinarinnar hafi verið breytt. „Morgunblaðið hefur vandað fréttaflutning sinn af þessum málum í hvívetna, m.a. með því að setja fullyrðingar ráðherra í samhengi við fleira en það eitt sem hann vill helst að komi fram,“ segir í athugasemdum ritstjóra. Það sé hlutverk fjölmiðla að halda valdhöfum við efnið og veita þeim aðhald, ekki að hampa þeim eða mæra út frá uppgefnum markmiðum þeirra. „Morgunblaðinu og mbl.is er ritstýrt með hagsmuni lesenda í fyrirrúmi, ekki af ráðherrum, þeim til þægðar. Blaðið vísar til föðurhúsa fullyrðingum ráðherra um upplýsingaóreiðu; hann mætti vel herða sig í að veita fjölmiðlum viðtöl og gagnlegar upplýsingar. Kvartanir Guðmundar Inga benda til þess að hann misskilji fullkomlega hlutverk góðra fréttamiðla.“ Fjölmiðlar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Fleiri fréttir Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Sjá meira
Samkvæmt yfirlýsingu ráðuneytisins neitaði Morgunblaðið að leiðrétta frétt sem birt var á fimmtudaginn í síðustu viku, þar sem ráðuneytið segir miðilinn hafa gefið til kynna að ráðherra hafi sagt ósatt þegar hann vitnaði í nýjar niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar þess efnis að vímuefnaneysla ungmenna hefði ekki aukist. Í umræddri frétt mbl.is sagði að Guðmundur Ingi hefði fullyrt á Alþingi að ekki væru ummerki um aukna vímuefnaneyslu barna á árunum 2023 til 2025, „þvert á ýmsar fréttir“. Sagði mbl þetta ganga í berhögg við það sem fram hefði komið í skýrslu Barna- og fjölskyldustofu, þar sem sagði að tilkynningum um neyslu barna á vímuefnum hefði fjölgað um tæplega 60 prósent á milli áranna 2023 og 2024. Í yfirlýsingu ráðuneytisins er vitnað í samskipti þess við Morgunblaðið og vísað til þess að miðillinn hafi kosið að varpa sökinni á ráðherra að hafa ekki tilgreint heimild sína til að styðja fullyrðingar hans í ræðustól en viðurkennt á sama tíma að hann hafi nefnt Íslensku æskulýðsrannsóknina fyrr í ræðu sinni. Þá segir í yfirlýsingunni að málið sé „nokkuð einkennandi“ fyrir vinnubrögð Morgunblaðsins, sem hafi meðal annars breytt grein um nýtingu gervigreindar í menntakerfinu eftir að ráðuneytið fór yfir hana og ljáð henni neikvæðari blæ. Þá er Morgunblaðið sakað um að hafa slegið upp „æsifregnum“ um að ráðuneytið væri að halda eftir upplýsingum og fegra niðurstöður skýrslu um dvínandi grunnfærni nemenda innan OECD. Fullyrðingum ráðuneytisins vísað til föðurhúsanna Fjallað er um yfirlýsingu barna- og menntamálaráðuneytisins á mbl.is nú í morgunsárið en þar segir að Morgunblaðið líti „umkvartanir og umvandanir“ barna- og menntamálaráðherra alvarlegum augum, „enda er það einsdæmi að fjölmiðlar hér á landi megi þola slíkar ásakanir stjórnvalda um vísvitandi rangfærslur, léleg vinnubrögð og upplýsingaóreiðu,“ segir í athugasemdum ritstjóra. Engin dæmi séu um að ráðherrar hafi látið Stjórnarráð Íslands annast vörn sína, hvað þá með ásökunum í garð fjölmiðla. Morgunblaðið segir rangt að ráðherra hafi verið vændur um ósannindi í ræðustól, né heldur hafi hann verið sagður fara með rangt mál. Þá er ítrekað að ráðherra hafi ekki bent á neinar rangfærslur í áðurnefndu viðtali um gervigreind, heldur aðeins að inngangi greinarinnar hafi verið breytt. „Morgunblaðið hefur vandað fréttaflutning sinn af þessum málum í hvívetna, m.a. með því að setja fullyrðingar ráðherra í samhengi við fleira en það eitt sem hann vill helst að komi fram,“ segir í athugasemdum ritstjóra. Það sé hlutverk fjölmiðla að halda valdhöfum við efnið og veita þeim aðhald, ekki að hampa þeim eða mæra út frá uppgefnum markmiðum þeirra. „Morgunblaðinu og mbl.is er ritstýrt með hagsmuni lesenda í fyrirrúmi, ekki af ráðherrum, þeim til þægðar. Blaðið vísar til föðurhúsa fullyrðingum ráðherra um upplýsingaóreiðu; hann mætti vel herða sig í að veita fjölmiðlum viðtöl og gagnlegar upplýsingar. Kvartanir Guðmundar Inga benda til þess að hann misskilji fullkomlega hlutverk góðra fréttamiðla.“
Fjölmiðlar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Fleiri fréttir Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Sjá meira