Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Rakel Sveinsdóttir skrifar 26. nóvember 2025 07:02 Alls ekki allir upplifa gervigreindina sem þessa frábæru tækniþróun sem verður svo spennandi að lifa og starfa með. Sumir upplifa gervireindarkvíða, sem á ensku útleggst sem AI anxiety og er orðið að þekktu fyrirbæri um allan heim. Vísir/Getty Þú ert nú varla maður með mönnum lengur ef þú notar ekki gervigreindina daglega. Með fullt af „fulltrúum“ til að vinna fyrir þig. Eða ræða þín persónulegu mál. Eða hvað? Að vera ekki á fullu með ChatGpt eða Copilot er einfaldlega farið að hljóma eins og maður sé eitthvað eftir á. Ekki alveg með‘etta. Er nema von að fyrirbærið gervigreindar-kvíði sé orðið að veruleika. Á ensku kallast þessi kvíði AI anxiety og nú þegar hægt að gúggla fullt af góðum ráðum til að sporna við þessum kvíða. Nú, eða spyrja gervigreindina ráða. En hvað er gervigreindar-kvíði og hvernig lýsir hann sér? Á vefsíðunni Calm – sem heldur úti samnefndu appi og 180 milljónir manns nota til að slá á kvíða eða auka á andlega ró og almenna líðan – má finna ágætis grein sem lýsir þessum kvíða sérstaklega. Því Calm gerði könnun meðal notenda sinna, þar sem í ljós kom að þótt flestir segðust jákvæðir eða mjög spenntir gagnvart gervigreindinni, væru 18% svarenda að upplifa gervigreindina sem kvíða eða stress. Sem er svo sem ekkert óeðlilegt því ný tækni kallar í raun fram spurningar um framtíðina; hvernig verður hún, hvers er að vænta, hvernig mun okkur vegna? Og þar sem gervigreindin er tækni sem er að fara svona sterkt - og hratt - inn á allt sem við mannfólkið höfum þekkt til þessa, er ekki að undra þótt þessi nýja tækni geti líka verið að vekja smá ótta. Fólk spyr sig spurninga eins og: Verður starfið mitt til? Mun gervigreindin létta mér lífið eða mun mér ekki takast að halda í við þróunina? Ótti, eða kvíði, nærist í umhverfi þar sem einhver óvissa er. Þess vegna er ekkert skrýtið þótt gervigreindar-kvíði sé orðinn veruleiki. En hér eru fimm góð ráð til að sporna við þessum kvíða: 1. Gefum okkur svigrúm Við þurfum ekkert endilega að verða örugg og fullviss um allt sem snýr að gervigreindinni. Því það er einfaldlega allt í lagi að finnast þessi þróun hröð, vera ekki viss um hvað okkur finnst um hana, hvernig við munum nota hana og gefa okkur svigrúmið til að átta okkur betur á framhaldinu. Að ræða við fólk um málin getur líka hjálpað og fínt að átta sig á því að fyrst gervigreindar-kvíði er orðið að fyrirbæri, þá erum við ekki ein um að líða eins og okkur líður. 2. Verum mennsk Það skemmtilega er að allt sem við erum að upplifa gagnvart gervigreindinni, þar á meðal kvíði, eru mannlegar tilfinningar. Einmitt það sem aðskilur okkur frá gervigreindinni. Sem finnur engar tilfinningar. Allar tilfinningar okkar mannfólksins eiga hins vegar rétt á sér. Þess vegna er svo mikilvægt að muna að partur af því að vera mennsk, er að leyfa þeim tilfinningum að koma sem koma. Ekki reyna að kæfa þær niður eða láta eins og þær séu ekki til staðar. Samþykkjum þær frekar og vinnum síðan í því að létta okkur lífið eða líðanina, eftir því hvað við erum að fást við hverju sinni. Að skrifa niður tilfinningarnar okkar gagnvart gervigreindinni gæti til dæmis hjálpað. Eða aðrar leiðir sem þekktar eru til að sporna við kvíða. Til dæmis hugleiðsla. 3. Ekki ofhugsa Eitt af því sem okkur er mjög mörgum tamt að gera er að ofhugsa. Við allt í einu förum að ímynda okkur hið allra versta. Svartnættið nánast. Til dæmis að gervigreindin sé miklu betri en við, að við séum ekki nógu tæknilega sinnuð til að ráða við þessa framþróun, að við hellumst úr lestinni, hættum að fá vinnu eða vera verðug þeirra verkefna sem við erum með og svo framvegis. Vitað er samt að þessar ofhugsanir eiga ekki rétt á sér. Þetta er gryfja. Sú sem hugurinn á til að fara með okkur í en mikilvægt er að við spornum við. Því hvað er það versta sem gæti gerst? Að þú leyfir því að koma aðeins í ljós hvernig gervigreindin mun þróast inn í þitt líf eins og annarra? 4. Út úr boxinu Síðan er líka gott fyrir okkur að festast ekki í boxi fyrirfram ákveðinna viðhorfa. Á tímum sem eru jafn hraðir í breytingum og nú, er það hvort eð er eiginlega ekki að virka. Það sem er hins vegar áhugavert að gera er að velta upp ólíkum sjónarhornum gagnvart gervigreindinni. Til dæmis hvað okkur finnst jákvætt, neikvætt, óljóst. Hvernig við myndum helst vilja upplifa gervigreindina í okkar lífi, hvaða kosti býr hún yfir, hvaða göllum? Er mögulega hægt að spyrja gervigreindina hvernig hún getur unnið með okkur, hjálpað okkur til að líða betur? Eru námskeið í boði fyrir byrjendur og ef já, hvernig eru þau og fyrir hverja? Í þessu skrefi er gott að reyna að fá mismunandi hugmyndir og kalla þannig fram ólík sjónarhorn eða vinkla tengt gervigreindinni, þannig að við séum ekki aðeins föst í óttanum. 5. Ræktum það mannlega Við erum ótrúlega öflugt vopn þegar kemur að gervigreindinni. Því við búum yfir eiginleikum sem tæknin mun hreinlega aldrei ráða við. Hún getur ekki einu sinni fundið kvíða! Þetta þýðir að hvert einasta mannsbarn býr yfir mannlegum eiginleikum sem tækni getur aldrei þróað. Það hvernig við lesum í aðstæður. Hvernig við getum skilið upplýsingar á annan hátt því við þekkjum eitthvað sem heitir daglegt líf, hefðir, venjur, menning og alls konar, sem gervigreindin kann síður að taka tillit til. Öll tilfinningagreind er styrkleiki. Það sama á við um sköpun, sama á hvaða sviði sú sköpun er. Að vera hugmyndarík, vera virk í hlustun, traustur vinur og svo framvegis. Að hlúa vel að sjálfinu okkar, rækta samböndin við okkar besta fólk og vera félagslega virk er góð leið til að sporna við gervigreindarkvíða. Eins að taka okkur smá hlé frá tækja- eða tækninotkun. Sleppa takinu af samfélagsmiðlum eða síma í smá stund og fara í göngutúr úti í náttúrunni gæti til dæmis gert okkur gott. Góðu ráðin Tækni Geðheilbrigði Tengdar fréttir Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni „Það getur svo sem vel verið að einhverjir vinnuveitendur hugsi sem svo; Mér er skítsama hvort fólk eigi einhvern besta vin í vinnunni, ég vil bara að fólk sé að vinna!“ nefnir Tómas Bjarnason sviðstjóri stjórnenda- og vinnustaðaráðgjafar Gallup sem dæmi um viðhorf vinnuveitanda sem telur það ekki sitt hlutverk að spá í hvort starfsfólk eigi sinn besta vin í vinnunni. 12. júní 2025 07:00 „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ „Í raun er þetta svakalegur viðbótarkraftur sem maður fær í vinnuna sína, ef gervigreindin er nýtt á réttan hátt. Sjálf hef ég fengið miklu meiri dýnamík í vinnuna miðað við það sem ég hefði áður þorað að vona,“ segir Guðrún Ragnarsdóttir ráðgjafi og einn eigenda Strategíu. 25. september 2025 07:03 „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Það er ekki laust við að manni finnist samtal við Þórönnu K. Jónsdóttur AI leiðbeinenda aðeins vera fyrir þá sem eru „lengra komnir.“ Svona með tilliti til þekkingar á gervigreindinni. 24. september 2025 07:01 Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Það eru alls kyns mistök sem við getum gert í vinnu-tölvupósti. Sem þó eru flest þess eðlis að það er einfaldlega ekkert mál að koma í veg fyrir þau. Ekki síst í dag þegar meira að segja gervigreindin getur hjálpað okkur að skrifa góða tölvupósta. 12. september 2025 07:08 Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Það eru ákveðnar týpur sem fyrirfinnast á flestum stærri vinnustöðum. En það eru týpurnar sem telja sig vita allt og í það minnsta alltaf hafa rétt fyrir sér. 15. ágúst 2025 07:03 Mest lesið Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Viðskipti innlent Hvernig geta fyrirtæki orðið sjálfbær? Framúrskarandi fyrirtæki Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Fleiri fréttir Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Hvort ætli A eða B týpurnar séu betri í vinnu? Ungum konum fjölgar í lögreglunni „Í fréttum lítur þetta allt saman nokkuð vel út, en...“ Ekki grínast um uppsagnir, hnýsast um samtölin eða baktala Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Að byrja að vinna á ný í sorg „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ „Klárum þetta með góðu partíi heima hjá mér í kvöld“ „Fer út í daginn uppfull af hundaknúsi“ Áföll í vinnu: Erfitt að sinna vinnu og jafnvel heimilishaldi Smá kvef, hausverkur eða flensa og vinnan Þriðja barnið er æðislegur íshellir Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Næsti yfirmaðurinn þinn gæti verið gervigreind „Sjálfbærni getur líka haft áhrif á stolt starfsmanna“ Gervigreindin Bella að spara heilu vinnudagana í bókhaldi Getur verið vandræðalegt að byrja allt í einu að syngja í Krónunni X-kynslóðin: Oft gleymd en ómissandi „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Sjá meira
Að vera ekki á fullu með ChatGpt eða Copilot er einfaldlega farið að hljóma eins og maður sé eitthvað eftir á. Ekki alveg með‘etta. Er nema von að fyrirbærið gervigreindar-kvíði sé orðið að veruleika. Á ensku kallast þessi kvíði AI anxiety og nú þegar hægt að gúggla fullt af góðum ráðum til að sporna við þessum kvíða. Nú, eða spyrja gervigreindina ráða. En hvað er gervigreindar-kvíði og hvernig lýsir hann sér? Á vefsíðunni Calm – sem heldur úti samnefndu appi og 180 milljónir manns nota til að slá á kvíða eða auka á andlega ró og almenna líðan – má finna ágætis grein sem lýsir þessum kvíða sérstaklega. Því Calm gerði könnun meðal notenda sinna, þar sem í ljós kom að þótt flestir segðust jákvæðir eða mjög spenntir gagnvart gervigreindinni, væru 18% svarenda að upplifa gervigreindina sem kvíða eða stress. Sem er svo sem ekkert óeðlilegt því ný tækni kallar í raun fram spurningar um framtíðina; hvernig verður hún, hvers er að vænta, hvernig mun okkur vegna? Og þar sem gervigreindin er tækni sem er að fara svona sterkt - og hratt - inn á allt sem við mannfólkið höfum þekkt til þessa, er ekki að undra þótt þessi nýja tækni geti líka verið að vekja smá ótta. Fólk spyr sig spurninga eins og: Verður starfið mitt til? Mun gervigreindin létta mér lífið eða mun mér ekki takast að halda í við þróunina? Ótti, eða kvíði, nærist í umhverfi þar sem einhver óvissa er. Þess vegna er ekkert skrýtið þótt gervigreindar-kvíði sé orðinn veruleiki. En hér eru fimm góð ráð til að sporna við þessum kvíða: 1. Gefum okkur svigrúm Við þurfum ekkert endilega að verða örugg og fullviss um allt sem snýr að gervigreindinni. Því það er einfaldlega allt í lagi að finnast þessi þróun hröð, vera ekki viss um hvað okkur finnst um hana, hvernig við munum nota hana og gefa okkur svigrúmið til að átta okkur betur á framhaldinu. Að ræða við fólk um málin getur líka hjálpað og fínt að átta sig á því að fyrst gervigreindar-kvíði er orðið að fyrirbæri, þá erum við ekki ein um að líða eins og okkur líður. 2. Verum mennsk Það skemmtilega er að allt sem við erum að upplifa gagnvart gervigreindinni, þar á meðal kvíði, eru mannlegar tilfinningar. Einmitt það sem aðskilur okkur frá gervigreindinni. Sem finnur engar tilfinningar. Allar tilfinningar okkar mannfólksins eiga hins vegar rétt á sér. Þess vegna er svo mikilvægt að muna að partur af því að vera mennsk, er að leyfa þeim tilfinningum að koma sem koma. Ekki reyna að kæfa þær niður eða láta eins og þær séu ekki til staðar. Samþykkjum þær frekar og vinnum síðan í því að létta okkur lífið eða líðanina, eftir því hvað við erum að fást við hverju sinni. Að skrifa niður tilfinningarnar okkar gagnvart gervigreindinni gæti til dæmis hjálpað. Eða aðrar leiðir sem þekktar eru til að sporna við kvíða. Til dæmis hugleiðsla. 3. Ekki ofhugsa Eitt af því sem okkur er mjög mörgum tamt að gera er að ofhugsa. Við allt í einu förum að ímynda okkur hið allra versta. Svartnættið nánast. Til dæmis að gervigreindin sé miklu betri en við, að við séum ekki nógu tæknilega sinnuð til að ráða við þessa framþróun, að við hellumst úr lestinni, hættum að fá vinnu eða vera verðug þeirra verkefna sem við erum með og svo framvegis. Vitað er samt að þessar ofhugsanir eiga ekki rétt á sér. Þetta er gryfja. Sú sem hugurinn á til að fara með okkur í en mikilvægt er að við spornum við. Því hvað er það versta sem gæti gerst? Að þú leyfir því að koma aðeins í ljós hvernig gervigreindin mun þróast inn í þitt líf eins og annarra? 4. Út úr boxinu Síðan er líka gott fyrir okkur að festast ekki í boxi fyrirfram ákveðinna viðhorfa. Á tímum sem eru jafn hraðir í breytingum og nú, er það hvort eð er eiginlega ekki að virka. Það sem er hins vegar áhugavert að gera er að velta upp ólíkum sjónarhornum gagnvart gervigreindinni. Til dæmis hvað okkur finnst jákvætt, neikvætt, óljóst. Hvernig við myndum helst vilja upplifa gervigreindina í okkar lífi, hvaða kosti býr hún yfir, hvaða göllum? Er mögulega hægt að spyrja gervigreindina hvernig hún getur unnið með okkur, hjálpað okkur til að líða betur? Eru námskeið í boði fyrir byrjendur og ef já, hvernig eru þau og fyrir hverja? Í þessu skrefi er gott að reyna að fá mismunandi hugmyndir og kalla þannig fram ólík sjónarhorn eða vinkla tengt gervigreindinni, þannig að við séum ekki aðeins föst í óttanum. 5. Ræktum það mannlega Við erum ótrúlega öflugt vopn þegar kemur að gervigreindinni. Því við búum yfir eiginleikum sem tæknin mun hreinlega aldrei ráða við. Hún getur ekki einu sinni fundið kvíða! Þetta þýðir að hvert einasta mannsbarn býr yfir mannlegum eiginleikum sem tækni getur aldrei þróað. Það hvernig við lesum í aðstæður. Hvernig við getum skilið upplýsingar á annan hátt því við þekkjum eitthvað sem heitir daglegt líf, hefðir, venjur, menning og alls konar, sem gervigreindin kann síður að taka tillit til. Öll tilfinningagreind er styrkleiki. Það sama á við um sköpun, sama á hvaða sviði sú sköpun er. Að vera hugmyndarík, vera virk í hlustun, traustur vinur og svo framvegis. Að hlúa vel að sjálfinu okkar, rækta samböndin við okkar besta fólk og vera félagslega virk er góð leið til að sporna við gervigreindarkvíða. Eins að taka okkur smá hlé frá tækja- eða tækninotkun. Sleppa takinu af samfélagsmiðlum eða síma í smá stund og fara í göngutúr úti í náttúrunni gæti til dæmis gert okkur gott.
Góðu ráðin Tækni Geðheilbrigði Tengdar fréttir Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni „Það getur svo sem vel verið að einhverjir vinnuveitendur hugsi sem svo; Mér er skítsama hvort fólk eigi einhvern besta vin í vinnunni, ég vil bara að fólk sé að vinna!“ nefnir Tómas Bjarnason sviðstjóri stjórnenda- og vinnustaðaráðgjafar Gallup sem dæmi um viðhorf vinnuveitanda sem telur það ekki sitt hlutverk að spá í hvort starfsfólk eigi sinn besta vin í vinnunni. 12. júní 2025 07:00 „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ „Í raun er þetta svakalegur viðbótarkraftur sem maður fær í vinnuna sína, ef gervigreindin er nýtt á réttan hátt. Sjálf hef ég fengið miklu meiri dýnamík í vinnuna miðað við það sem ég hefði áður þorað að vona,“ segir Guðrún Ragnarsdóttir ráðgjafi og einn eigenda Strategíu. 25. september 2025 07:03 „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Það er ekki laust við að manni finnist samtal við Þórönnu K. Jónsdóttur AI leiðbeinenda aðeins vera fyrir þá sem eru „lengra komnir.“ Svona með tilliti til þekkingar á gervigreindinni. 24. september 2025 07:01 Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Það eru alls kyns mistök sem við getum gert í vinnu-tölvupósti. Sem þó eru flest þess eðlis að það er einfaldlega ekkert mál að koma í veg fyrir þau. Ekki síst í dag þegar meira að segja gervigreindin getur hjálpað okkur að skrifa góða tölvupósta. 12. september 2025 07:08 Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Það eru ákveðnar týpur sem fyrirfinnast á flestum stærri vinnustöðum. En það eru týpurnar sem telja sig vita allt og í það minnsta alltaf hafa rétt fyrir sér. 15. ágúst 2025 07:03 Mest lesið Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Viðskipti innlent Hvernig geta fyrirtæki orðið sjálfbær? Framúrskarandi fyrirtæki Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Fleiri fréttir Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Hvort ætli A eða B týpurnar séu betri í vinnu? Ungum konum fjölgar í lögreglunni „Í fréttum lítur þetta allt saman nokkuð vel út, en...“ Ekki grínast um uppsagnir, hnýsast um samtölin eða baktala Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Að byrja að vinna á ný í sorg „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ „Klárum þetta með góðu partíi heima hjá mér í kvöld“ „Fer út í daginn uppfull af hundaknúsi“ Áföll í vinnu: Erfitt að sinna vinnu og jafnvel heimilishaldi Smá kvef, hausverkur eða flensa og vinnan Þriðja barnið er æðislegur íshellir Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Næsti yfirmaðurinn þinn gæti verið gervigreind „Sjálfbærni getur líka haft áhrif á stolt starfsmanna“ Gervigreindin Bella að spara heilu vinnudagana í bókhaldi Getur verið vandræðalegt að byrja allt í einu að syngja í Krónunni X-kynslóðin: Oft gleymd en ómissandi „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Sjá meira
Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni „Það getur svo sem vel verið að einhverjir vinnuveitendur hugsi sem svo; Mér er skítsama hvort fólk eigi einhvern besta vin í vinnunni, ég vil bara að fólk sé að vinna!“ nefnir Tómas Bjarnason sviðstjóri stjórnenda- og vinnustaðaráðgjafar Gallup sem dæmi um viðhorf vinnuveitanda sem telur það ekki sitt hlutverk að spá í hvort starfsfólk eigi sinn besta vin í vinnunni. 12. júní 2025 07:00
„Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ „Í raun er þetta svakalegur viðbótarkraftur sem maður fær í vinnuna sína, ef gervigreindin er nýtt á réttan hátt. Sjálf hef ég fengið miklu meiri dýnamík í vinnuna miðað við það sem ég hefði áður þorað að vona,“ segir Guðrún Ragnarsdóttir ráðgjafi og einn eigenda Strategíu. 25. september 2025 07:03
„Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Það er ekki laust við að manni finnist samtal við Þórönnu K. Jónsdóttur AI leiðbeinenda aðeins vera fyrir þá sem eru „lengra komnir.“ Svona með tilliti til þekkingar á gervigreindinni. 24. september 2025 07:01
Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Það eru alls kyns mistök sem við getum gert í vinnu-tölvupósti. Sem þó eru flest þess eðlis að það er einfaldlega ekkert mál að koma í veg fyrir þau. Ekki síst í dag þegar meira að segja gervigreindin getur hjálpað okkur að skrifa góða tölvupósta. 12. september 2025 07:08
Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Það eru ákveðnar týpur sem fyrirfinnast á flestum stærri vinnustöðum. En það eru týpurnar sem telja sig vita allt og í það minnsta alltaf hafa rétt fyrir sér. 15. ágúst 2025 07:03