Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar 26. nóvember 2025 07:02 Við höfum eflaust öll orðið vör við það undanfarin ár að óstöðugleiki fer vaxandi á alþjóðavísu og má í því samhengi nefna heimsfaraldur Covid 19, innrásarstríð Rússa í Úkraínu, loftslagsbreytingar og tollastríð. Samhliða þessum aukna óstöðugleika hefur umræða um fæðuöryggi þjóða aukist og stjórnvöld víða um heim litið til þess að uppfæra áætlanir og aðrar ráðstafanir sem snúa að málaflokknum. Matvæli og fæðuöryggi heyra undir mitt ráðuneyti og í ríkisstjórninni erum við með augun á þessum bolta. Á morgun kynnir atvinnuvegaráðuneytið á sérstöku málþingi í Kaldalóni í Hörpu tvær skýrslur um fæðuöryggi og neyðarbirgðir matvæla auk sérstaks mælaborðs um stöðu fæðuöryggis á Íslandi. Önnur skýrslan, Neyðarbirgðir fyrir íslenska matvælaframleiðslu, var unnin af Torfa Jóhannessyni fyrir Landbúnaðarháskóla Íslands á grundvelli samstarfssamnings skólans og atvinnuvegaráðuneytisins. Fyrirtækið Nordic Insights hefur síðan unnið mælaborð um stöðu og horfur fæðuöryggis á Íslandi sem Torfi mun einnig kynna. Hin skýrslan, Tillögur að neyðarbirgðum matvæla á Íslandi, var unnin af vísindamönnum við matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands fyrir atvinnuvegaráðuneytið og mun einn höfundur skýrslunnar, dr. Ólafur Ögmundarson, kynna hana. Á málþinginu verða síðan tvö pallborð þar sem lagt verður út af efni skýrslnanna með þátttöku skýrsluhöfunda og annarra sérfræðinga, þar á meðal viðskiptastjóra á iðnaðar- og hugverkasviði SI, fyrrverandi ritstjóra Bændablaðsins og framkvæmdastjóra Samtaka verslunar og þjónustu. Aðfangakeðjur einn af lykilþáttum fæðuöryggis Fæðuöryggi er mikilvægur hlekkur í því að tryggja lífsafkomu þjóða og ræðst af samspili fjölmargra ólíkra þátta á borð við alþjóðamarkaði, stöðu innlendrar framleiðslu og aðgengi heimila og einstaklinga að matvælum. Eitt mikilvægasta hlutverk stjórnvalda á hverjum tíma er að tryggja öruggt framboð matvæla. Á Íslandi erum við mjög háð innflutningi á lykilhráefnum til matvæla- og fóðurframleiðslu m.a. vegna legu landsins og loftslagslegra takmarkana. Vaxtartími er stuttur sem takmarkar möguleika til akuryrkju og garðyrkju en á sama tíma eru fiskveiðar margfalt meiri en sem nemur innanlandsþörf. Sjávarútvegur er samt sem áður mjög háður mikilvægum aðfangakeðjum á borð við innflutning á olíu og ýmsu öðru. Sama gildir um landbúnað og í raun alla innlenda matvælaframleiðslu. Á það er bent í skýrslu HÍ að vegna þessa er staða Íslands viðkvæm hvað fæðuöryggi varðar. Í skýrslunni segir að ef til hættuástands kæmi í heiminum sem hefði áhrif á þessar mikilvægu aðfangakeðjur eða ef landið myndi lokast í ákveðinn tíma vegna t.d. náttúruhamfara eða stríðsátaka, væri erfitt að tryggja frjálst fæðuval, nægar birgðir og jafnvel aðgang að næringarríkum mat þar sem matvælaframleiðsla hérlendis er ekki sjálfbær hvað marga grunnfæðuflokka varðar. Fæðuöryggi er samstarfsverkefni Við Íslendingar búum á eyju á norðurhveli jarðar og verðum því líklega aldrei fullkomlega sjálfbær þegar kemur að matvælaframleiðslu, enda er það ekki markmiðið í sjálfu sér þegar kemur að fæðuöryggi. Engu að síður er ljóst við lestur skýrslnanna að stjórnvöld geta gripið til ýmissa aðgerða til að tryggja fæðuöryggi með markvissari hætti en nú er gert. Viðfangsefnið er margþætt og flókið og hefur fjölmarga snertifleti. Hafin er vinna innan Stjórnarráðsins sem dómsmálaráðuneytið leiðir þar sem áfallaþol íslensk samfélags er metið og greint í stærra samhengi og hvernig má efla það til framtíðar. Í slíkri vinnu þurfa ýmsir aðilar að koma að borðinu, þar á meðal matvælaframleiðendur, orkufyrirtækin, almannaheillasamtök, verslanir og flutningafyrirtæki. Það verkefni snertir auðvitað ekki bara matvæli. Ég hlakka til samtalsins á morgun og vinnunnar framundan. Þetta er gríðarlega mikilvægt málefni sem ríkisstjórnin mun setja á oddinn næstu mánuði – þar sem meðal annars verður litið til þeirra tillagna sem fram koma í þeim skýrslum sem kynntar verða á málþinginu. Ég hvet öll þau sem eru áhugasöm um þetta mikilvæga málefni til þess að mæta en málþingið stendur frá kl. 14-16 og fer fram eins og áður segir í Kaldalóni í Hörpu. Höfundur er atvinnuvegaráðherra Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hanna Katrín Friðriksson Viðreisn Matvælaframleiðsla Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Við höfum eflaust öll orðið vör við það undanfarin ár að óstöðugleiki fer vaxandi á alþjóðavísu og má í því samhengi nefna heimsfaraldur Covid 19, innrásarstríð Rússa í Úkraínu, loftslagsbreytingar og tollastríð. Samhliða þessum aukna óstöðugleika hefur umræða um fæðuöryggi þjóða aukist og stjórnvöld víða um heim litið til þess að uppfæra áætlanir og aðrar ráðstafanir sem snúa að málaflokknum. Matvæli og fæðuöryggi heyra undir mitt ráðuneyti og í ríkisstjórninni erum við með augun á þessum bolta. Á morgun kynnir atvinnuvegaráðuneytið á sérstöku málþingi í Kaldalóni í Hörpu tvær skýrslur um fæðuöryggi og neyðarbirgðir matvæla auk sérstaks mælaborðs um stöðu fæðuöryggis á Íslandi. Önnur skýrslan, Neyðarbirgðir fyrir íslenska matvælaframleiðslu, var unnin af Torfa Jóhannessyni fyrir Landbúnaðarháskóla Íslands á grundvelli samstarfssamnings skólans og atvinnuvegaráðuneytisins. Fyrirtækið Nordic Insights hefur síðan unnið mælaborð um stöðu og horfur fæðuöryggis á Íslandi sem Torfi mun einnig kynna. Hin skýrslan, Tillögur að neyðarbirgðum matvæla á Íslandi, var unnin af vísindamönnum við matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands fyrir atvinnuvegaráðuneytið og mun einn höfundur skýrslunnar, dr. Ólafur Ögmundarson, kynna hana. Á málþinginu verða síðan tvö pallborð þar sem lagt verður út af efni skýrslnanna með þátttöku skýrsluhöfunda og annarra sérfræðinga, þar á meðal viðskiptastjóra á iðnaðar- og hugverkasviði SI, fyrrverandi ritstjóra Bændablaðsins og framkvæmdastjóra Samtaka verslunar og þjónustu. Aðfangakeðjur einn af lykilþáttum fæðuöryggis Fæðuöryggi er mikilvægur hlekkur í því að tryggja lífsafkomu þjóða og ræðst af samspili fjölmargra ólíkra þátta á borð við alþjóðamarkaði, stöðu innlendrar framleiðslu og aðgengi heimila og einstaklinga að matvælum. Eitt mikilvægasta hlutverk stjórnvalda á hverjum tíma er að tryggja öruggt framboð matvæla. Á Íslandi erum við mjög háð innflutningi á lykilhráefnum til matvæla- og fóðurframleiðslu m.a. vegna legu landsins og loftslagslegra takmarkana. Vaxtartími er stuttur sem takmarkar möguleika til akuryrkju og garðyrkju en á sama tíma eru fiskveiðar margfalt meiri en sem nemur innanlandsþörf. Sjávarútvegur er samt sem áður mjög háður mikilvægum aðfangakeðjum á borð við innflutning á olíu og ýmsu öðru. Sama gildir um landbúnað og í raun alla innlenda matvælaframleiðslu. Á það er bent í skýrslu HÍ að vegna þessa er staða Íslands viðkvæm hvað fæðuöryggi varðar. Í skýrslunni segir að ef til hættuástands kæmi í heiminum sem hefði áhrif á þessar mikilvægu aðfangakeðjur eða ef landið myndi lokast í ákveðinn tíma vegna t.d. náttúruhamfara eða stríðsátaka, væri erfitt að tryggja frjálst fæðuval, nægar birgðir og jafnvel aðgang að næringarríkum mat þar sem matvælaframleiðsla hérlendis er ekki sjálfbær hvað marga grunnfæðuflokka varðar. Fæðuöryggi er samstarfsverkefni Við Íslendingar búum á eyju á norðurhveli jarðar og verðum því líklega aldrei fullkomlega sjálfbær þegar kemur að matvælaframleiðslu, enda er það ekki markmiðið í sjálfu sér þegar kemur að fæðuöryggi. Engu að síður er ljóst við lestur skýrslnanna að stjórnvöld geta gripið til ýmissa aðgerða til að tryggja fæðuöryggi með markvissari hætti en nú er gert. Viðfangsefnið er margþætt og flókið og hefur fjölmarga snertifleti. Hafin er vinna innan Stjórnarráðsins sem dómsmálaráðuneytið leiðir þar sem áfallaþol íslensk samfélags er metið og greint í stærra samhengi og hvernig má efla það til framtíðar. Í slíkri vinnu þurfa ýmsir aðilar að koma að borðinu, þar á meðal matvælaframleiðendur, orkufyrirtækin, almannaheillasamtök, verslanir og flutningafyrirtæki. Það verkefni snertir auðvitað ekki bara matvæli. Ég hlakka til samtalsins á morgun og vinnunnar framundan. Þetta er gríðarlega mikilvægt málefni sem ríkisstjórnin mun setja á oddinn næstu mánuði – þar sem meðal annars verður litið til þeirra tillagna sem fram koma í þeim skýrslum sem kynntar verða á málþinginu. Ég hvet öll þau sem eru áhugasöm um þetta mikilvæga málefni til þess að mæta en málþingið stendur frá kl. 14-16 og fer fram eins og áður segir í Kaldalóni í Hörpu. Höfundur er atvinnuvegaráðherra
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar