Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Samúel Karl Ólason skrifar 26. nóvember 2025 15:12 Umaro Sissoco Embalo, forseti Gíneau-Bissaú, segist hafa verið handtekinn af hermönnum. AP/Stephane de Sakutin Enn eitt valdaránið hefur verið framið á vesturströnd Afríku. Umaro Sissoco Embaló, forseti Gíneu-Bissaú, sagðist í dag hafa verið handtekinn af her ríkisins í forsetahöll sinni í dag. Tveir æðstu herforingjar landsins og innanríkisráðherra munu einnig hafa verið handteknir en skothríð heyrðist í Bissaú, höfuðborginni, fyrr í dag. Herforinginn Denis N'Canha skömmu fyrir fjögur að íslenskum tíma í dag að herinn hefði tekið fulla stjórn á landinu, sem er eitt það fátækasta í Afríku og heiminum öllum. Hann tilkynnti einnig að landamærum ríkisins og opinberum stofnunum hefði verið lokað. Kosningaferlið hefur einnig verið stöðvað. Herforinginn sakaði stjórnvöld um að starfa með fíkniefnasmyglurum og grafa undan stöðugleika. Gínea-Bissaú hefur lengi verið viðkomustaður fíkniefna frá Suður-Ameríku á smyglleiðum til bæði Afríku og Evrópu. Guinea Bissau 🇬🇼: full statement of Bregadier general Denis N'Canha in which he announces the military has taken full control of the country. pic.twitter.com/uUJtxXXocw— Thomas van Linge (@ThomasVLinge) November 26, 2025 Undanfarin ár hafa fjölmörg valdarán verið framin í Vestur-Afríku og á Sahel-svæðinu svokallaða. Meðal annars í Búrkína Fasó, Malí, Tjad, Níger, Gíneu og Gabon. Einungis þrír dagar eru síðan umdeildar forseta- og þingkosningar voru haldnar í Gíneu-Bissaú en báðir helstu frambjóðendurnir hafa lýst yfir sigri í kosningunum. Embaló er annar þeirra en hinn heitir Fernando Dias. Gunfire in the Guinea-Bissau capital earlier today amid coup reports. https://t.co/K3iNMppWVm pic.twitter.com/SEIVefFvX2— Brant (@BrantPhilip_) November 26, 2025 Jeune Afrique segir að forsetinn hafi lýst því yfir að hann hafi fengið 65 prósent atkvæða, samkvæmt hans eigin talningu, en til stóð að birta opinber úrslit kosninganna á morgun. Í frétt France24 segir að stærsta stjórnarandstöðuflokki Gíneu-Bissaú og Domingos Simoes Pereira, leiðtoga hans, hafi verið meinuð þátttaka í kosningunum skömmu áður en þær fóru fram. Hæstiréttur ríkisins sagði formlegt framboð flokksins hafa borist of seint til yfirvalda. Það leiddi til töluverðrar reiði. Embaló og Pereira eru miklir andstæðingar en í síðustu forsetakosningum, árið 2019, var mikil pólitísk ólga í um fjóra mánuði eftir að báðir menn sögðust hafa sigrað í kosningunum. Fréttin var uppfærð 16:05. Gínea-Bissaú Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Fleiri fréttir Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Sjá meira
Herforinginn Denis N'Canha skömmu fyrir fjögur að íslenskum tíma í dag að herinn hefði tekið fulla stjórn á landinu, sem er eitt það fátækasta í Afríku og heiminum öllum. Hann tilkynnti einnig að landamærum ríkisins og opinberum stofnunum hefði verið lokað. Kosningaferlið hefur einnig verið stöðvað. Herforinginn sakaði stjórnvöld um að starfa með fíkniefnasmyglurum og grafa undan stöðugleika. Gínea-Bissaú hefur lengi verið viðkomustaður fíkniefna frá Suður-Ameríku á smyglleiðum til bæði Afríku og Evrópu. Guinea Bissau 🇬🇼: full statement of Bregadier general Denis N'Canha in which he announces the military has taken full control of the country. pic.twitter.com/uUJtxXXocw— Thomas van Linge (@ThomasVLinge) November 26, 2025 Undanfarin ár hafa fjölmörg valdarán verið framin í Vestur-Afríku og á Sahel-svæðinu svokallaða. Meðal annars í Búrkína Fasó, Malí, Tjad, Níger, Gíneu og Gabon. Einungis þrír dagar eru síðan umdeildar forseta- og þingkosningar voru haldnar í Gíneu-Bissaú en báðir helstu frambjóðendurnir hafa lýst yfir sigri í kosningunum. Embaló er annar þeirra en hinn heitir Fernando Dias. Gunfire in the Guinea-Bissau capital earlier today amid coup reports. https://t.co/K3iNMppWVm pic.twitter.com/SEIVefFvX2— Brant (@BrantPhilip_) November 26, 2025 Jeune Afrique segir að forsetinn hafi lýst því yfir að hann hafi fengið 65 prósent atkvæða, samkvæmt hans eigin talningu, en til stóð að birta opinber úrslit kosninganna á morgun. Í frétt France24 segir að stærsta stjórnarandstöðuflokki Gíneu-Bissaú og Domingos Simoes Pereira, leiðtoga hans, hafi verið meinuð þátttaka í kosningunum skömmu áður en þær fóru fram. Hæstiréttur ríkisins sagði formlegt framboð flokksins hafa borist of seint til yfirvalda. Það leiddi til töluverðrar reiði. Embaló og Pereira eru miklir andstæðingar en í síðustu forsetakosningum, árið 2019, var mikil pólitísk ólga í um fjóra mánuði eftir að báðir menn sögðust hafa sigrað í kosningunum. Fréttin var uppfærð 16:05.
Gínea-Bissaú Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Fleiri fréttir Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Sjá meira