Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. nóvember 2025 17:15 Þórunn Halldóra Þórðardóttir, sérfræðilæknir í lyf- og blóðlækningum, getur loksins farið að starfa sem slíkur hér á landi. vísir/stefán Bið sérfræðilæknis í lyf- og blóðlækningum í fimm mánuði eftir sérfræðileyfi frá Embætti landlæknis er lokið. Innan við sólarhring eftir að hún steig fram í viðtali vegna stöðunnar sem upp var komin barst tölvupóstur um að leyfið hefði verið afgreitt. „Þetta er með ólíkindum,“ segir Þórunn Halldóra Þórðardóttir, sérfræðilæknir í lyf- og blóðlækningum, sem ræddi stöðuna sem upp var komin í kvöldfréttum Sýnar í gær. Hún er hluti af hópi lækna sem hafa lokið sérmenntun í Bandaríkjunum sem hafa ekki fengið starfsleyfi í sinni sérgrein vegna galla í reglugerð frá 2023. Í reglugerðinni er það gert að skilyrði að íslensk marklýsing sé til staðar fyrir sérgreininni. Það er ekki raunin með ýmsar sérgreinar sem eru kenndar í Bandaríkjunum. Ýmsir læknar leita út fyrir landsteinana til að sækja menntun sem er ekki í boði hér á landi. Þórunn segir fyrsta tölvupóstinn sem barst í morgun hafa verið frá landlækni. „Þetta var ósköp einfaldur tölupóstur frá móttökuritara sem segir að þeir hafi afgreitt leyfið og samþykkt það,“ segir Þórunn. Óhætt er að segja að veður hafi skipast skjótt í lofti eftir viðtalið í gær. Þórunn hefur ekki skýringar á því hvað breyttist. „Það var stál í stál á fundi fyrir tveimur dögum á milli embættisins og læknafélagsins,“ segir Þórunn en Læknafélag Íslands hefur látið sig málið varða. „Eins og þetta horfir við mér var það fjölmiðlaumfjöllunin sem breytti því hvernig litið er á þetta mál.“ Margra mánaða bið og endalaus hringavitleysu Þórunn þekkir til tveggja lækna sem voru í sömu stöðu og fengu sömuleiðis bréf í morgun. „Eftir margra mánaða bið og endalausa hringavitleysu.“ Með útgefnu leyfi fær Þórunn nýjan ráðningarsamning á Landspítalanum þar sem fram kemur að hún sé ekki aðeins sérfræðingur í lyflækningum heldur líka blóðlækningum. Með leyfinu verða laun hennar leiðrétt og það sem mestu máli skiptir að hún getur nú skrifað upp á viðeigandi lyf fyrir sína sjúklinga. Vendingar urðu hjá Embætti landlæknis í dag þegar María Heimisdóttir fór í leyfi og Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir var sett í stöðuna næstu vikurnar. Guðrún segir í stuttu samtali við Vísi að málið hafi verið afgreitt áður en hún kom inn í embættið í dag. Hún ætli að kynna sér málið og gerir ráð fyrir að embættið geti veitt skýringar á morgun. Heilbrigðismál Landspítalinn Embætti landlæknis Vinnumarkaður Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Fleiri fréttir „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Sjá meira
„Þetta er með ólíkindum,“ segir Þórunn Halldóra Þórðardóttir, sérfræðilæknir í lyf- og blóðlækningum, sem ræddi stöðuna sem upp var komin í kvöldfréttum Sýnar í gær. Hún er hluti af hópi lækna sem hafa lokið sérmenntun í Bandaríkjunum sem hafa ekki fengið starfsleyfi í sinni sérgrein vegna galla í reglugerð frá 2023. Í reglugerðinni er það gert að skilyrði að íslensk marklýsing sé til staðar fyrir sérgreininni. Það er ekki raunin með ýmsar sérgreinar sem eru kenndar í Bandaríkjunum. Ýmsir læknar leita út fyrir landsteinana til að sækja menntun sem er ekki í boði hér á landi. Þórunn segir fyrsta tölvupóstinn sem barst í morgun hafa verið frá landlækni. „Þetta var ósköp einfaldur tölupóstur frá móttökuritara sem segir að þeir hafi afgreitt leyfið og samþykkt það,“ segir Þórunn. Óhætt er að segja að veður hafi skipast skjótt í lofti eftir viðtalið í gær. Þórunn hefur ekki skýringar á því hvað breyttist. „Það var stál í stál á fundi fyrir tveimur dögum á milli embættisins og læknafélagsins,“ segir Þórunn en Læknafélag Íslands hefur látið sig málið varða. „Eins og þetta horfir við mér var það fjölmiðlaumfjöllunin sem breytti því hvernig litið er á þetta mál.“ Margra mánaða bið og endalaus hringavitleysu Þórunn þekkir til tveggja lækna sem voru í sömu stöðu og fengu sömuleiðis bréf í morgun. „Eftir margra mánaða bið og endalausa hringavitleysu.“ Með útgefnu leyfi fær Þórunn nýjan ráðningarsamning á Landspítalanum þar sem fram kemur að hún sé ekki aðeins sérfræðingur í lyflækningum heldur líka blóðlækningum. Með leyfinu verða laun hennar leiðrétt og það sem mestu máli skiptir að hún getur nú skrifað upp á viðeigandi lyf fyrir sína sjúklinga. Vendingar urðu hjá Embætti landlæknis í dag þegar María Heimisdóttir fór í leyfi og Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir var sett í stöðuna næstu vikurnar. Guðrún segir í stuttu samtali við Vísi að málið hafi verið afgreitt áður en hún kom inn í embættið í dag. Hún ætli að kynna sér málið og gerir ráð fyrir að embættið geti veitt skýringar á morgun.
Heilbrigðismál Landspítalinn Embætti landlæknis Vinnumarkaður Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Fleiri fréttir „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Sjá meira