Fjölmiðlar í hættu - aðgerða er þörf Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar 28. nóvember 2025 18:00 Blaðamannafélag Íslands lýsir þungum áhyggjum af því að stjórn Sýnar hafi fundið sig tilneydda til að skera niður í rekstri fréttastofu og hætta útsendingum sjónvarpsfrétta um helgar og á hátíðardögum og lýst því jafnframt að forsendur fyrir rekstri fréttastofu geti alfarið brostið vegna síversnandi rekstrarumhverfis einkarekinna fjölmiðla. Þrátt fyrir að styrkir til einkarekinna miðla hafi verið teknir upp að norrænni fyrirmynd fyrir fáeinum árum eru þeir langt frá því að duga til viðbragðs við gjörbreyttu fjölmiðlalandslagi. Styrkirnir eru lægri hér en víðast annars staðar og smæð íslensks samfélags gerir rekstur fjölmiðla enn erfiðari. Þar að auki hefur orðið algjört hrun í auglýsingatekjum vegna yfirburðastöðu tæknirisa á borð við Meta og Google. Íslenskum fjölmiðlum er jafnframt óheimilt að birta auglýsingar sem erlendir miðlar mega birta, og Íslendingar eru almennt tregari en aðrar þjóðir til að greiða fyrir áskriftir að fréttamiðlum. Þetta gerist á sama tíma og öflugir, sjálfstæðir fjölmiðlar, þar sem stunduð er fagleg blaðamennska, eru taldir ein helsta vörn lýðræðisríkja gegn skipulagðri misbeitingu upplýsinga og tilraunum utanaðkomandi afla til að hafa áhrif á lýðræðislega ákvarðanatöku og umræðu. Blaðamannafélagið hefur árum saman kallað eftir auknum stuðningi stjórnvalda við fréttamiðla, lagt fram fjölda tillagna, efnt til Lausnamóts og kynnt í kjölfarið leiðarvísi fyrir stjórnvöld. Tillögurnar byggja að stórum hluta á norrænni fyrirmynd, þar sem fjölmiðlafrelsi er meðal þess besta í heimi. Eitt helsta vandamálið virðist vera skortur á skilningi valdhafa á því hver tilgangur stuðnings við fjölmiðla og blaðamennsku er. Danir gáfu fyrir fáeinum dögum út ítarlega skýrslu um fyrirhugaðar breytingar á stuðningskerfi þeirra fyrir fjölmiðla. Þar er í löngu máli farið yfir ástæður þess að ekki eigi að líta á styrki til einkarekinna fjölmiðla sem rekstrarstyrki til fyrirtækja, heldur séu þeir „lýðræðisstyrkur í þágu borgaranna“. Styrkir til einkarekinna fjölmiðla, segir í skýrslunni, eru „strategísk fjárfesting í sjálfstæðum fréttamiðlum sem, með ritstjórnarlegri ábyrgð og vinnu, leggja sitt af mörkum til að byggja undir almenningssamtalið og lýðræðið.“ Fjölmiðlar og blaðamennska eru ómissandi hluti af innviðum lýðræðisríkja og það verður að endurspeglast í stefnu stjórnvalda. Stjórn Blaðamannafélags Íslands skorar á stjórnvöld að bregðast við af krafti og tryggja að hér geti starfað öflugir, sjálfstæðir fréttamiðlar í þágu almennings. Við þurfum jafnframt samfélagssátt um mikilvægi blaðamennsku. Almenningur þarf að styðja fréttamiðla með áskriftum og fyrirtæki með auglýsingum. Við erum öll sammála um að við viljum öfluga, innlenda fjölmiðla. Sýnum það í verki. Fyrir hönd stjórnar Blaðamannafélags Íslands, Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður. Höfundur er formaður Blaðamannafélags Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigríður Dögg Auðunsdóttir Fjölmiðlar Sýn Mest lesið Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Skoðun Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Blaðamannafélag Íslands lýsir þungum áhyggjum af því að stjórn Sýnar hafi fundið sig tilneydda til að skera niður í rekstri fréttastofu og hætta útsendingum sjónvarpsfrétta um helgar og á hátíðardögum og lýst því jafnframt að forsendur fyrir rekstri fréttastofu geti alfarið brostið vegna síversnandi rekstrarumhverfis einkarekinna fjölmiðla. Þrátt fyrir að styrkir til einkarekinna miðla hafi verið teknir upp að norrænni fyrirmynd fyrir fáeinum árum eru þeir langt frá því að duga til viðbragðs við gjörbreyttu fjölmiðlalandslagi. Styrkirnir eru lægri hér en víðast annars staðar og smæð íslensks samfélags gerir rekstur fjölmiðla enn erfiðari. Þar að auki hefur orðið algjört hrun í auglýsingatekjum vegna yfirburðastöðu tæknirisa á borð við Meta og Google. Íslenskum fjölmiðlum er jafnframt óheimilt að birta auglýsingar sem erlendir miðlar mega birta, og Íslendingar eru almennt tregari en aðrar þjóðir til að greiða fyrir áskriftir að fréttamiðlum. Þetta gerist á sama tíma og öflugir, sjálfstæðir fjölmiðlar, þar sem stunduð er fagleg blaðamennska, eru taldir ein helsta vörn lýðræðisríkja gegn skipulagðri misbeitingu upplýsinga og tilraunum utanaðkomandi afla til að hafa áhrif á lýðræðislega ákvarðanatöku og umræðu. Blaðamannafélagið hefur árum saman kallað eftir auknum stuðningi stjórnvalda við fréttamiðla, lagt fram fjölda tillagna, efnt til Lausnamóts og kynnt í kjölfarið leiðarvísi fyrir stjórnvöld. Tillögurnar byggja að stórum hluta á norrænni fyrirmynd, þar sem fjölmiðlafrelsi er meðal þess besta í heimi. Eitt helsta vandamálið virðist vera skortur á skilningi valdhafa á því hver tilgangur stuðnings við fjölmiðla og blaðamennsku er. Danir gáfu fyrir fáeinum dögum út ítarlega skýrslu um fyrirhugaðar breytingar á stuðningskerfi þeirra fyrir fjölmiðla. Þar er í löngu máli farið yfir ástæður þess að ekki eigi að líta á styrki til einkarekinna fjölmiðla sem rekstrarstyrki til fyrirtækja, heldur séu þeir „lýðræðisstyrkur í þágu borgaranna“. Styrkir til einkarekinna fjölmiðla, segir í skýrslunni, eru „strategísk fjárfesting í sjálfstæðum fréttamiðlum sem, með ritstjórnarlegri ábyrgð og vinnu, leggja sitt af mörkum til að byggja undir almenningssamtalið og lýðræðið.“ Fjölmiðlar og blaðamennska eru ómissandi hluti af innviðum lýðræðisríkja og það verður að endurspeglast í stefnu stjórnvalda. Stjórn Blaðamannafélags Íslands skorar á stjórnvöld að bregðast við af krafti og tryggja að hér geti starfað öflugir, sjálfstæðir fréttamiðlar í þágu almennings. Við þurfum jafnframt samfélagssátt um mikilvægi blaðamennsku. Almenningur þarf að styðja fréttamiðla með áskriftum og fyrirtæki með auglýsingum. Við erum öll sammála um að við viljum öfluga, innlenda fjölmiðla. Sýnum það í verki. Fyrir hönd stjórnar Blaðamannafélags Íslands, Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður. Höfundur er formaður Blaðamannafélags Íslands
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun