Miðflokkurinn vill að foreldrar ráði alfarið skiptingu orlofs Jón Ísak Ragnarsson skrifar 28. nóvember 2025 22:47 Ragna Sigurðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, og Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir, þingmaður Miðflokksins, voru í kvöldfréttum Sýnar og ræddu þar um fæðingarorlofsmálin. Sýn Þingmenn Miðflokksins og Sjálfstæðisflokksins hafa lagt fram þingsályktunartillögu þess efnis að foreldrum verði tryggður sameiginlegur réttur til tólf mánaða fæðingarorlofs sem þeir ráða alfarið hvernig þeir skipta milli sín. Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir, þingmaður Miðflokksins, segir að fólki hljóti að vera treystandi til að velja sjálft hvernig það skiptir mánuðunum milli sín. Ragna Sigurðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur skilning á sjónarmiðum um aukið valfrelsi en bendir einnig á að feður taki almennt það hlutfall óframseljanlegs fæðingarorlofs sem þeim er úthlutað samkvæmt lögum. Í vikunni hefur mikið verið fjallað um fæðingarorlofskerfið í kjölfar þess að læknanemi stakk niður penna á Vísi og gagnrýndi kerfið harðlega. Þar gagnrýndi hún meðal annars afstöðu Kvenréttindafélags Íslands gagnvart þingsályktunartillögunni um aukið valfrelsi, og hvatti samtökin til að standa líka með konum sem vilja vera heima með börnin sín. Ragna Sigurðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, og Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir, þingmaður Miðflokksins, ræddu um fæðingarorlofskerfið í kvöldfréttum Sýnar. Nanna segir í sambandi við tillögu Miðflokksins um frjálsa ráðstöfun orlofsins, að fyrst fólki sé treystandi til að eignast börn, hljótum við að geta treyst þeim til að velja hvernig hentar þeirra lífi best að skipta mánuðunum í orlofinu. Hún hefur ekki miklar áhyggjur af því að ummönnunarbyrðin færist alfarið yfir á móðurina ef af breytingunum yrði. Frekar ætti að huga að því að gera frekari breytingar á kerfinu þannig að konur í orlofi missi ekki af lífeyrisréttindum. „Nei við höfum ekki miklar áhyggjur af því, ég held við ættum frekar að huga að því að fara í öðruvísi hvata.“ „Til dæmis eru áhyggjur af því að konur eða mæður missi af lífeyrisréttindum, þá skulum við frekar tækla það og hafa jákvæða hvata, þannig hjón og sambýlisfólk, foreldrar, geti stýrt því að skipta á milli sín lífeyrisréttindum. Það þarf ekki að vera nema eitt hak í skattframtalinu okkar.“ „Allavega er alveg ljóst, að það ætti að vera meira hlutfall sem mætti skipta á milli sín, þannig vel ætti að vera.“ Ber virðingu fyrir ákvörðun fjölskyldna Ragna hefur skilning á sjónarmiðum um aukið valfrelsi, og ber virðingu fyrir þeirri ákvörðun sem hver kona, hvert par, eða fjölskylda tekur. „Hins vegar verð ég að taka undir það sjónarmið sem kom fram í innslaginu hér áðan, að það er auðvitað þannig við sjáum það bæði hér á landi í skýrslu fæðingarorlofssjóðs, og líka í öðrum löndum, að feður almennt taka það hlutfall fæðingarorlofs sem þeim er úthlutað samkvæmt lögum, það er að segja óframseljanlegur réttinn.“ „Ég tek gjarnan undir það, og líka að einhverju leyti er litið til okkar á Íslandi, fyrir það að kerfið okkar er líka sveigjanlegt, og það er auðvitað ákveðinn sveigjanleiki í því.“ Bæta þurfi leikskólamálin Ragna segir að leikskólamálin skipti gríðarlegu máli í þessari umræðu. Þingmaður Samfylkingarinnar hafi lagt fram frumvarp þess efnis að leikskólapláss verði lögfest, eins og á Norðurlöndunum. Nanna Margrét sagði að til þess að greiða úr leikskólavandanum þyrfti að leyfa einkafyrirtækjum að vera með leikskóla á vinnustöðunum. „Nú er til dæmis Arion banki, þeir tóku skref, en þurftu að hafa mikið fyrir því að fá að vera með leiksólaþjónustu.“ Fæðingarorlof Miðflokkurinn Samfylkingin Tengdar fréttir „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Framkvæmdastýra Kvenréttindafélags Íslands segir þingsályktunartillögu um breytingar á fæðingarorlofi fela í sér afturför en með þeim yrðu réttindi tekin af feðrum. Hún upplifir bakslag í jafnréttisbaráttunni og meiri heift í umræðunni en áður. 28. nóvember 2025 09:35 Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Foreldrar sem eignast fjölbura eða lenda í veikindum á meðgöngu eiga nú rétt á lengingu fæðingarorlofs eða greiðslu fæðingarstyrks. Þetta var lögfest er frumvarp félags- og húsnæðismálaráðherra var samþykkt á Alþingi í dag. 30. júní 2025 23:41 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum Sjá meira
Í vikunni hefur mikið verið fjallað um fæðingarorlofskerfið í kjölfar þess að læknanemi stakk niður penna á Vísi og gagnrýndi kerfið harðlega. Þar gagnrýndi hún meðal annars afstöðu Kvenréttindafélags Íslands gagnvart þingsályktunartillögunni um aukið valfrelsi, og hvatti samtökin til að standa líka með konum sem vilja vera heima með börnin sín. Ragna Sigurðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, og Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir, þingmaður Miðflokksins, ræddu um fæðingarorlofskerfið í kvöldfréttum Sýnar. Nanna segir í sambandi við tillögu Miðflokksins um frjálsa ráðstöfun orlofsins, að fyrst fólki sé treystandi til að eignast börn, hljótum við að geta treyst þeim til að velja hvernig hentar þeirra lífi best að skipta mánuðunum í orlofinu. Hún hefur ekki miklar áhyggjur af því að ummönnunarbyrðin færist alfarið yfir á móðurina ef af breytingunum yrði. Frekar ætti að huga að því að gera frekari breytingar á kerfinu þannig að konur í orlofi missi ekki af lífeyrisréttindum. „Nei við höfum ekki miklar áhyggjur af því, ég held við ættum frekar að huga að því að fara í öðruvísi hvata.“ „Til dæmis eru áhyggjur af því að konur eða mæður missi af lífeyrisréttindum, þá skulum við frekar tækla það og hafa jákvæða hvata, þannig hjón og sambýlisfólk, foreldrar, geti stýrt því að skipta á milli sín lífeyrisréttindum. Það þarf ekki að vera nema eitt hak í skattframtalinu okkar.“ „Allavega er alveg ljóst, að það ætti að vera meira hlutfall sem mætti skipta á milli sín, þannig vel ætti að vera.“ Ber virðingu fyrir ákvörðun fjölskyldna Ragna hefur skilning á sjónarmiðum um aukið valfrelsi, og ber virðingu fyrir þeirri ákvörðun sem hver kona, hvert par, eða fjölskylda tekur. „Hins vegar verð ég að taka undir það sjónarmið sem kom fram í innslaginu hér áðan, að það er auðvitað þannig við sjáum það bæði hér á landi í skýrslu fæðingarorlofssjóðs, og líka í öðrum löndum, að feður almennt taka það hlutfall fæðingarorlofs sem þeim er úthlutað samkvæmt lögum, það er að segja óframseljanlegur réttinn.“ „Ég tek gjarnan undir það, og líka að einhverju leyti er litið til okkar á Íslandi, fyrir það að kerfið okkar er líka sveigjanlegt, og það er auðvitað ákveðinn sveigjanleiki í því.“ Bæta þurfi leikskólamálin Ragna segir að leikskólamálin skipti gríðarlegu máli í þessari umræðu. Þingmaður Samfylkingarinnar hafi lagt fram frumvarp þess efnis að leikskólapláss verði lögfest, eins og á Norðurlöndunum. Nanna Margrét sagði að til þess að greiða úr leikskólavandanum þyrfti að leyfa einkafyrirtækjum að vera með leikskóla á vinnustöðunum. „Nú er til dæmis Arion banki, þeir tóku skref, en þurftu að hafa mikið fyrir því að fá að vera með leiksólaþjónustu.“
Fæðingarorlof Miðflokkurinn Samfylkingin Tengdar fréttir „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Framkvæmdastýra Kvenréttindafélags Íslands segir þingsályktunartillögu um breytingar á fæðingarorlofi fela í sér afturför en með þeim yrðu réttindi tekin af feðrum. Hún upplifir bakslag í jafnréttisbaráttunni og meiri heift í umræðunni en áður. 28. nóvember 2025 09:35 Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Foreldrar sem eignast fjölbura eða lenda í veikindum á meðgöngu eiga nú rétt á lengingu fæðingarorlofs eða greiðslu fæðingarstyrks. Þetta var lögfest er frumvarp félags- og húsnæðismálaráðherra var samþykkt á Alþingi í dag. 30. júní 2025 23:41 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum Sjá meira
„Það er enginn að banna konum að vera heima“ Framkvæmdastýra Kvenréttindafélags Íslands segir þingsályktunartillögu um breytingar á fæðingarorlofi fela í sér afturför en með þeim yrðu réttindi tekin af feðrum. Hún upplifir bakslag í jafnréttisbaráttunni og meiri heift í umræðunni en áður. 28. nóvember 2025 09:35
Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Foreldrar sem eignast fjölbura eða lenda í veikindum á meðgöngu eiga nú rétt á lengingu fæðingarorlofs eða greiðslu fæðingarstyrks. Þetta var lögfest er frumvarp félags- og húsnæðismálaráðherra var samþykkt á Alþingi í dag. 30. júní 2025 23:41