Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason skrifar 1. desember 2025 07:00 Ég er knúinn til að svara grein á Vísi hinn 26. nóvember þar sem formaður Landssambands eldri borgara viðrar áhyggjur sínar af kjörum eldri borgara. Þar lýsti hann óánægju með að ríkisstjórnin væri ekki að gera nógu mikið til að bæta lífsgæði aldraðra. Það er hægt að taka undir með formanninum að vissu leyti. Þessi málaflokkur hefur verið vanræktur lengi og því mikið verk er fyrir höndum Barátta Landssambands eldri borgara fyrir bættum kjörum og virðingu eldra fólks er aðdáunarverð og gríðarlega mikilvæg. Við heyrum ákallið og deilum þeirri sýn að enginn eldri borgari eigi að búa við fátækt eða óvissu á efri árum. Margt hefur þó áunnist á þeim stutta tíma sem Flokkur fólksins hefur átt sæti við ríkisstjórnarborðið. Á aðeins einu ári hefur okkur tekist að höggva á hnút sem hefur verið reyrður í áratugi. Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra hefur hleypt af stað þjóðarátaki í uppbyggingu hjúkrunarrýma sem mun fjölga um mörg hundruð á næstu misserum og örfáum árum. Á sama tíma tók ríkisstjórnin þá stór pólitísku ákvörðun að taka kostnaðinn við uppbyggingu hjúkrunarheimila alfarið yfir og létta þannig 15 prósenta kostnaðarþátttöku af sveitarfélögum. Þetta var nauðsynlegt skref til að ryðja úr vegi hindrunum sem áður töfðu framkvæmdir. Þegar kemur að uppbyggingu hjúkrunarrýma má segja að við höfum áorkað meiru á nokkrum mánuðum en fyrri ríkisstjórn á tveimur kjörtímabilum. Stefnt er að því að útrýma biðlistum eftir hjúkrunarrýmum og leysa þar með fráflæðisvanda Landsspítalans. Flokkur fólksins og ríkisstjórnin láta ekki staðar numið þar. Á undanförnum áratug eða svo hefur átt sér stað mikil kjaragliðnun milli greiðslna almannatrygginga og lægstu launa í landinu þannig að nú munar þar yfir 100 þúsund krónum á mánuði. Þess vegna hefur félags- og húsnæðismálaráðherra lagt fram frumvarp um að tengja greiðslur almannatrygginga við launavísitölu. Það er grundvallaratriði til að tryggja að eldri borgarar sitji við sama kjaraborð og launafólk í landinu. Frítekjumark vegna fjármagnstekna og greiðslna frá lífeyrissjóðum verður einnig tvöfaldað og tryggt að aldurstengd örorkuuppbót falli ekki niður við 67 ára aldur. Þetta eru stórar aðgerðir sem munu hafa raunveruleg áhrif á tekjur þeirra sem þarfnast þess mest. Þá munu þúsundir efnaminni eldri borgara í fyrsta skipti fá skattfrjálsa eingreiðslu, eða jólabónus, í desember sem skerðir ekki aðrar greiðslur almannatrygginga Ríkisstjórn Flokks fólksins, Samfylkingarinnar og Viðreisnar tók við erfiðu búi. Miklum halla á ríkissjóði, verðbólgu og háum vöxtum sem bitna á öllum. Flokkur fólksins hefur hins vegar ákveðið að forgangsráð þeim fjármunum sem ráðuneyti hans hafa í þágu eldri borgara. Um þessar mundir er aðeins ár liðið af kjörtímabilinu og Flokkur fólksins og ríkisstjórnin öll eru samstíga um að gera enn betur til að bæta kjör þeirra sem minnst hafa til skiptanna í þjóðfélaginu. Til að ná árangri þurfum við að standa saman. Það er mikilvægt að styðja við bakið á þeim sem setja málefni aldraðra í forgang og þora að láta verkin tala. Höldum áfram samtalinu og samstarfinu. Markmiðið er skýrt og sameiginlegt: Að tryggja öllum eldri borgurum áhyggjulaust ævikvöld. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Helgi Pálmason Flokkur fólksins Eldri borgarar Mest lesið Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Ég er knúinn til að svara grein á Vísi hinn 26. nóvember þar sem formaður Landssambands eldri borgara viðrar áhyggjur sínar af kjörum eldri borgara. Þar lýsti hann óánægju með að ríkisstjórnin væri ekki að gera nógu mikið til að bæta lífsgæði aldraðra. Það er hægt að taka undir með formanninum að vissu leyti. Þessi málaflokkur hefur verið vanræktur lengi og því mikið verk er fyrir höndum Barátta Landssambands eldri borgara fyrir bættum kjörum og virðingu eldra fólks er aðdáunarverð og gríðarlega mikilvæg. Við heyrum ákallið og deilum þeirri sýn að enginn eldri borgari eigi að búa við fátækt eða óvissu á efri árum. Margt hefur þó áunnist á þeim stutta tíma sem Flokkur fólksins hefur átt sæti við ríkisstjórnarborðið. Á aðeins einu ári hefur okkur tekist að höggva á hnút sem hefur verið reyrður í áratugi. Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra hefur hleypt af stað þjóðarátaki í uppbyggingu hjúkrunarrýma sem mun fjölga um mörg hundruð á næstu misserum og örfáum árum. Á sama tíma tók ríkisstjórnin þá stór pólitísku ákvörðun að taka kostnaðinn við uppbyggingu hjúkrunarheimila alfarið yfir og létta þannig 15 prósenta kostnaðarþátttöku af sveitarfélögum. Þetta var nauðsynlegt skref til að ryðja úr vegi hindrunum sem áður töfðu framkvæmdir. Þegar kemur að uppbyggingu hjúkrunarrýma má segja að við höfum áorkað meiru á nokkrum mánuðum en fyrri ríkisstjórn á tveimur kjörtímabilum. Stefnt er að því að útrýma biðlistum eftir hjúkrunarrýmum og leysa þar með fráflæðisvanda Landsspítalans. Flokkur fólksins og ríkisstjórnin láta ekki staðar numið þar. Á undanförnum áratug eða svo hefur átt sér stað mikil kjaragliðnun milli greiðslna almannatrygginga og lægstu launa í landinu þannig að nú munar þar yfir 100 þúsund krónum á mánuði. Þess vegna hefur félags- og húsnæðismálaráðherra lagt fram frumvarp um að tengja greiðslur almannatrygginga við launavísitölu. Það er grundvallaratriði til að tryggja að eldri borgarar sitji við sama kjaraborð og launafólk í landinu. Frítekjumark vegna fjármagnstekna og greiðslna frá lífeyrissjóðum verður einnig tvöfaldað og tryggt að aldurstengd örorkuuppbót falli ekki niður við 67 ára aldur. Þetta eru stórar aðgerðir sem munu hafa raunveruleg áhrif á tekjur þeirra sem þarfnast þess mest. Þá munu þúsundir efnaminni eldri borgara í fyrsta skipti fá skattfrjálsa eingreiðslu, eða jólabónus, í desember sem skerðir ekki aðrar greiðslur almannatrygginga Ríkisstjórn Flokks fólksins, Samfylkingarinnar og Viðreisnar tók við erfiðu búi. Miklum halla á ríkissjóði, verðbólgu og háum vöxtum sem bitna á öllum. Flokkur fólksins hefur hins vegar ákveðið að forgangsráð þeim fjármunum sem ráðuneyti hans hafa í þágu eldri borgara. Um þessar mundir er aðeins ár liðið af kjörtímabilinu og Flokkur fólksins og ríkisstjórnin öll eru samstíga um að gera enn betur til að bæta kjör þeirra sem minnst hafa til skiptanna í þjóðfélaginu. Til að ná árangri þurfum við að standa saman. Það er mikilvægt að styðja við bakið á þeim sem setja málefni aldraðra í forgang og þora að láta verkin tala. Höldum áfram samtalinu og samstarfinu. Markmiðið er skýrt og sameiginlegt: Að tryggja öllum eldri borgurum áhyggjulaust ævikvöld. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar