Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Kjartan Kjartansson skrifar 2. desember 2025 09:19 Nigel Farage, leiðtogi Umbótaflokksins sem hefur farið með himinskautum í skoðanakönnunum undanfarna mánuði. Flokkrinn byrjaði nýverið að taka við rafmyntaframlögum. Vísir/EPA Bresk stjórnvöld eru sögð skoða að banna stjórnmálaflokkum að þiggja rafmyntir. Umbótaflokkur Nigels Farage, sem mælist stærstur í skoðanakönnunum, byrjaði að taka við styrkjum í sýndareignum fyrr á þessu ári. Ekki var minnst á bann við rafmyntastyrkjum til stjórnmálaflokka í drögum bresku ríkisstjórnarinnar að nýjum kosningalögum sem hún hefur í smíðum. Heimildir blaðsins Politco herma aftur á móti að slíkt bann sé til skoðunar og ríkisstjórnin þrætir ekki fyrir þær fréttir. Sérfræðingar í gagnsæi hafa lýst áhyggjum af því erfitt geti reynt að rekja uppruna fjárframlaga til flokka þegar rafmyntir eru í spilinu. Það gæti opnað glufu fyrir framlög frá erlendum aðilum sem bresk lög taka af með öllu. Einnig gæti ávinningur af glæpastarfsemi og peningaþvætti ratað í vasa stjórnmálamanna. Farage, sem hefur lýst sjálfum sér sem einu von sýndareignaiðnaðarins í Bretlandi, byrjaði að taka við rafmyntum fyrr á þessu ári. Umbótaflokkur hans hefur sett upp eigin vefsíðu til að taka við slíkum framlögum og lofar stífu eftirliti til að koma í veg fyrir að hvers kyns misferli. Notað af rússnesku leyniþjónustunni til að hlutast til í öðrum ríkjum Auk þess að vera vinsælar hjá skipulögðum glæpasamtökum hafa rússnesk stjórnvöld og leyniþjónusta notað rafmyntir til þess að komast í kringum þvingunaraðgerðir og grafa undan stöðugleikja í öðrum ríkjum. Fyrrverandi leiðtogi Umbótaflokks Farage í Wales og fyrrverandi Evrópuþingmaður Brexit-flokksins var nýlega dæmdur í tíu ára fangelsi fyrir að þiggja mútur til að tala máli Rússa á Evrópuþinginu. Bretland Kosningar í Bretlandi Rafmyntir og sýndareignir Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Fleiri fréttir Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Sjá meira
Ekki var minnst á bann við rafmyntastyrkjum til stjórnmálaflokka í drögum bresku ríkisstjórnarinnar að nýjum kosningalögum sem hún hefur í smíðum. Heimildir blaðsins Politco herma aftur á móti að slíkt bann sé til skoðunar og ríkisstjórnin þrætir ekki fyrir þær fréttir. Sérfræðingar í gagnsæi hafa lýst áhyggjum af því erfitt geti reynt að rekja uppruna fjárframlaga til flokka þegar rafmyntir eru í spilinu. Það gæti opnað glufu fyrir framlög frá erlendum aðilum sem bresk lög taka af með öllu. Einnig gæti ávinningur af glæpastarfsemi og peningaþvætti ratað í vasa stjórnmálamanna. Farage, sem hefur lýst sjálfum sér sem einu von sýndareignaiðnaðarins í Bretlandi, byrjaði að taka við rafmyntum fyrr á þessu ári. Umbótaflokkur hans hefur sett upp eigin vefsíðu til að taka við slíkum framlögum og lofar stífu eftirliti til að koma í veg fyrir að hvers kyns misferli. Notað af rússnesku leyniþjónustunni til að hlutast til í öðrum ríkjum Auk þess að vera vinsælar hjá skipulögðum glæpasamtökum hafa rússnesk stjórnvöld og leyniþjónusta notað rafmyntir til þess að komast í kringum þvingunaraðgerðir og grafa undan stöðugleikja í öðrum ríkjum. Fyrrverandi leiðtogi Umbótaflokks Farage í Wales og fyrrverandi Evrópuþingmaður Brexit-flokksins var nýlega dæmdur í tíu ára fangelsi fyrir að þiggja mútur til að tala máli Rússa á Evrópuþinginu.
Bretland Kosningar í Bretlandi Rafmyntir og sýndareignir Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Fleiri fréttir Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Sjá meira