Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 3. desember 2025 10:47 Mark Rutte, Marco Rubio og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir voru meðal viðstaddra þegar utanríkisráðherrar NATO hittust síðast í Brussel í apríl. NATO Utanríkisráðherrar aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins hittast á fundi í höfuðstöðvum bandalagsins í Brussel í dag. Athygli hefur vakið að Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hyggst ekki mæta á fundinn. Það er sögulega afar sjaldgæft að ráðherra Bandaríkjanna sjái sér ekki fært að mæta þegar ráðamenn NATO-ríkja hittast, en framkvæmdastjóri bandalagsins kveðst sýna fjarveru Rubio fullan skilning. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra sækir fundinn fyrir Íslands hönd en hún hitti Rubio í Brussel síðast þegar utanríkisráðherrar bandalagsins hittust þar í vor. Í umfjöllun Financial Times um helgina kom fram að Rubio „ætti að vera á staðnum“ og líklegt sé að kollegar hans frá hinum bandalagsríkjunum vilji að hann gefi skýrslu um viðræður Trump-stjórnarinnar við Rússa vegna stríðsins í Úkraínu. Varautanríkisráðherrann staðgengill Rubio Í aðdraganda fundarins greindi Reuters frá „afar óvenjulegri og sjaldgæfri“ fjarveru æðsta diplómata Bandaríkjanna og að hans í stað myndi varautanríkisráðherrann Christopher Landau sækja fundinn fyrir hönd Bandaríkjanna. Varautanríkisráðherrann Christopher Landau sækir fundinn í stað Marco Rubio, en hér er Landau á spjalli við Mark Rutte og Radmilu Shekerinska, framkvæmdastjóra og varaframkvæmdastjóra NATO.AP/Geert Vanden Wijngaert Í umfjönnun AP er tímasetning fjarveru Rubio sett í samhengi við 28 skrefa áætlun Bandaríkjaforseta sem féll í grýttan jarðveg meðal evrópskra bandamanna Úkraínu, en ákveðin atriði sem þar voru listuð þóttu óþægilega hagkvæm Rússum og bera þess merki að hafa verið skrifuð í Kreml. Á sama tíma hafa sérstakur erindreki Trump Bandaríkjaforseta, Steve Witkoff, og tengdasonurinn Jared Kushner, fundað tvíhliða með Pútín í Moskvu um mögulega friðaráætlun, án þátttöku Úkraínumanna eða annarra Evrópuríkja. Í samtali við fjölmiðla í morgun, fyrir fund utanríkisráðherranna, vildi Mark Rutte, framkvæmdastjóri NATO, lítið tjá sig um þær viðræður Bandaríkjanna og Rússa né heldur um nýleg ummæli Pútíns um átök við Evrópu. „Ég ætla ekki að tjá mig um öll skrefin í þessu ferli. Það er mikilvægt að það séu friðarumleitanir í gangi. Vonandi leiðir það til niðurstöðu. Og ef það tekur of langan tíma og það skilar ekki árangri, þá er besta leiðin að beita Rússa þrýstingi með tvennum hætti. Annars vega að tryggja að Rússar skilji að vopn verði áfram send til Úkraínu,“ sagði Rutte. „Í öðru lagi að tryggja að viðskiptaþvinganir bíti og séu árangursríkar.“ Mark Rutte ræddi við fjölmiðla áður en fundur utanríkisráðherra hófst í höfuðstöðvum NATO í morgun.AP/Virginia Mayo Gerir lítið úr fjarveru Rubio Þrátt fyrir sögulega fjarveru bandaríska utanríkisráðherrans sagði Rutte í samtali við fjölmiðla í gær að hann hefði ekki miklar áhyggjur af mætingu Rutte. Það sé skiljanlegt að utanríkisráðherra Bandaríkjanna sé upptekinn. „Hann er að vinna hörðum höndum að því að leysa ekki bara ástandið í Úkraínu, heldur einnig mörg önnur mál sem hann er með á sínu borði,“ sagði Rutte. „Þannig ég sætti mig fullkomlega við að hann verði ekki hér á morgun, ég myndi ekki lesa nokkuð í það.“ AP hefur eftir ónafngreindum heimildarmanni að Rubio hafi ekki í hyggju að mæta á NATO fundinn í dag þar sem hann hafi þegar átt tugi funda með bandamönnum innan NATO og það væri „algjörlega óframkvæmanlegt að búast við því að hann mæti á alla fundi.“ NATO Utanríkismál Bandaríkin Innrás Rússa í Úkraínu Belgía Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra sækir fundinn fyrir Íslands hönd en hún hitti Rubio í Brussel síðast þegar utanríkisráðherrar bandalagsins hittust þar í vor. Í umfjöllun Financial Times um helgina kom fram að Rubio „ætti að vera á staðnum“ og líklegt sé að kollegar hans frá hinum bandalagsríkjunum vilji að hann gefi skýrslu um viðræður Trump-stjórnarinnar við Rússa vegna stríðsins í Úkraínu. Varautanríkisráðherrann staðgengill Rubio Í aðdraganda fundarins greindi Reuters frá „afar óvenjulegri og sjaldgæfri“ fjarveru æðsta diplómata Bandaríkjanna og að hans í stað myndi varautanríkisráðherrann Christopher Landau sækja fundinn fyrir hönd Bandaríkjanna. Varautanríkisráðherrann Christopher Landau sækir fundinn í stað Marco Rubio, en hér er Landau á spjalli við Mark Rutte og Radmilu Shekerinska, framkvæmdastjóra og varaframkvæmdastjóra NATO.AP/Geert Vanden Wijngaert Í umfjönnun AP er tímasetning fjarveru Rubio sett í samhengi við 28 skrefa áætlun Bandaríkjaforseta sem féll í grýttan jarðveg meðal evrópskra bandamanna Úkraínu, en ákveðin atriði sem þar voru listuð þóttu óþægilega hagkvæm Rússum og bera þess merki að hafa verið skrifuð í Kreml. Á sama tíma hafa sérstakur erindreki Trump Bandaríkjaforseta, Steve Witkoff, og tengdasonurinn Jared Kushner, fundað tvíhliða með Pútín í Moskvu um mögulega friðaráætlun, án þátttöku Úkraínumanna eða annarra Evrópuríkja. Í samtali við fjölmiðla í morgun, fyrir fund utanríkisráðherranna, vildi Mark Rutte, framkvæmdastjóri NATO, lítið tjá sig um þær viðræður Bandaríkjanna og Rússa né heldur um nýleg ummæli Pútíns um átök við Evrópu. „Ég ætla ekki að tjá mig um öll skrefin í þessu ferli. Það er mikilvægt að það séu friðarumleitanir í gangi. Vonandi leiðir það til niðurstöðu. Og ef það tekur of langan tíma og það skilar ekki árangri, þá er besta leiðin að beita Rússa þrýstingi með tvennum hætti. Annars vega að tryggja að Rússar skilji að vopn verði áfram send til Úkraínu,“ sagði Rutte. „Í öðru lagi að tryggja að viðskiptaþvinganir bíti og séu árangursríkar.“ Mark Rutte ræddi við fjölmiðla áður en fundur utanríkisráðherra hófst í höfuðstöðvum NATO í morgun.AP/Virginia Mayo Gerir lítið úr fjarveru Rubio Þrátt fyrir sögulega fjarveru bandaríska utanríkisráðherrans sagði Rutte í samtali við fjölmiðla í gær að hann hefði ekki miklar áhyggjur af mætingu Rutte. Það sé skiljanlegt að utanríkisráðherra Bandaríkjanna sé upptekinn. „Hann er að vinna hörðum höndum að því að leysa ekki bara ástandið í Úkraínu, heldur einnig mörg önnur mál sem hann er með á sínu borði,“ sagði Rutte. „Þannig ég sætti mig fullkomlega við að hann verði ekki hér á morgun, ég myndi ekki lesa nokkuð í það.“ AP hefur eftir ónafngreindum heimildarmanni að Rubio hafi ekki í hyggju að mæta á NATO fundinn í dag þar sem hann hafi þegar átt tugi funda með bandamönnum innan NATO og það væri „algjörlega óframkvæmanlegt að búast við því að hann mæti á alla fundi.“
NATO Utanríkismál Bandaríkin Innrás Rússa í Úkraínu Belgía Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira