„Ég er svona hálfklökkur, kannski meira en hálfklökkur“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. desember 2025 08:03 Arnar Pétursson náði sínu besta maraþinhlaupi á ferlinum á Spáni um helgina. @arnarpeturs Arnar Pétursson var mjög sáttur eftir Valencia-maraþonið um helgina en þar setti hann nýtt persónulegt met og varð um leið þriðji hraðasti íslenski maraþonhlaupari sögunnar. Arnar kom í mark eftir kílómetrana 42 á 2:19;31 klukkutímum. Frábær endir á árinu 2025 hjá þessum mikla hlaupagarpi. Aðeins tveir aðrir hafa hlaupið maraþonhlaup hraðar en það eru Hlynur Andrésson (2:13:37 klst.) og Kári Steinn Karlsson (2:17:12 klst.). Arnar komst upp fyrir Sigurð Pétur Sigmundsson sem hljóp best á 2:19:46 klst. Arnar henti í smá kveðju og uppgjör á samfélagsmiðlum sínum eftir hlaupið. Gekk eiginlega fullkomlega „Þetta gekk eiginlega fullkomlega. Ég er svona hálfklökkur, kannski meira en hálfklökkur,“ sagði Arnar. „Þetta er ekki sjálfsagt,“ sagði Arnar en hann hafði áhyggjur af hitanum eftir að hafa þurft að hætta vegna hans á Evrópumótinu í götuhlaupum. „Að ná þessu hlaupi í þessum aðstæðum. Það er bara ruglað. Bæting og ég fór undir tvær og tuttugu. Ég veit ég á inni. 20. Veit ég á inni. Fyrri hlutinn gekk í raun fáránlega vel. Mér leið ótrúlega vel og ég réð mjög vel við hraðann. Næringin var að ganga mjög vel,“ sagði Arnar. „ÉG ætlaði að vera bara passasamur eftir hálft hlaup því ég vissi að ég væri á góðum tíma, vissi að ég gæti verið að fara undir tvo og tuttugu. Ég tók þetta aðeins „safe“ kannski næstu tíu til fimmtán kílómetrana. Ég var í grúppu sem var bara á þessum hraða og það var svolítið í næstu menn. Þannig að ég ákvað bara að halda mér bara þar,“ sagði Arnar. „Láta mér líða vel og vera passasamur því hitastigið var að hækka. Þegar sjö kílómetrar voru eftir þá byrjaði ég aftur að auka hraðann því þá komu líka aðrir hlauparar á undan,“ sagði Arnar. Kom í mark á geðveikum tíma „Ég gat hangið í þeim og aukið síðan hraðann vel síðustu kílómetrana. Sem er ógeðslega jákvætt því þá veit ég að ég á inni. Þetta var aðeins byrjað að vera þungt. Hitastigið var alltaf að hætta, hækka en ég komst í mark á geðveikum tíma,“ sagði Arnar. „Ég er ógeðslega spenntur bara fyrir framhaldinu,“ sagði Arnar og þakkaði fyrir allar kveðjurnar sem hann sagði skipta sig mikið að fá. „Ég er ógeðslega þakklátur fyrir að geta verið að gera þetta og bara spenntur fyrir árinu 2026,“ sagði Arnar eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Arnar Pétursson (@arnarpeturs) Frjálsar íþróttir Mest lesið Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Handbolti Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ Handbolti „Góðu hliðarnar eru helvíti góðar“ Handbolti Bjarki Már reyndi að taka Óðin á taugum Handbolti Myndasyrpa: Ekkert stopp á stemningunni í Malmö Handbolti Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Handbolti Fleiri fréttir Einkunnir Strákanna okkar á móti Sviss: Magalending í Malmö Slóvenía - Króatía | Slóvenar geta gert Íslandi mikinn greiða „Þetta er algjör viðbjóður akkúrat núna“ Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Tölur á móti Sviss: Sviss með 25 mörk eftir að hafa opnað íslensku vörnina Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Elín fær sætið hennar Hólmfríðar Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Mætir sínu gamla landsliði í miklum grannaslag í riðli Íslands FH selur Sigurð Bjart til Spánar Myndasyrpa: Ekkert stopp á stemningunni í Malmö Viggó í hópnum gegn Sviss Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Vill Wille burt Bjarki Már reyndi að taka Óðin á taugum Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Tók kast eftir óvænt tap og spaðinn fékk að finna fyrir því Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim „Eru ekki öll lið bananahýði?“ Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar „Góðu hliðarnar eru helvíti góðar“ „Gætið ykkar á Óðni en ekki bara honum“ Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Dagskráin í dag: Toppslagur í Grindavík Hleraði leikhlé Norðmanna „Einn besti leikur sem maður hefur séð svakalega lengi“ Barry bjargaði stigi fyrir Everton Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum Sjá meira
Arnar kom í mark eftir kílómetrana 42 á 2:19;31 klukkutímum. Frábær endir á árinu 2025 hjá þessum mikla hlaupagarpi. Aðeins tveir aðrir hafa hlaupið maraþonhlaup hraðar en það eru Hlynur Andrésson (2:13:37 klst.) og Kári Steinn Karlsson (2:17:12 klst.). Arnar komst upp fyrir Sigurð Pétur Sigmundsson sem hljóp best á 2:19:46 klst. Arnar henti í smá kveðju og uppgjör á samfélagsmiðlum sínum eftir hlaupið. Gekk eiginlega fullkomlega „Þetta gekk eiginlega fullkomlega. Ég er svona hálfklökkur, kannski meira en hálfklökkur,“ sagði Arnar. „Þetta er ekki sjálfsagt,“ sagði Arnar en hann hafði áhyggjur af hitanum eftir að hafa þurft að hætta vegna hans á Evrópumótinu í götuhlaupum. „Að ná þessu hlaupi í þessum aðstæðum. Það er bara ruglað. Bæting og ég fór undir tvær og tuttugu. Ég veit ég á inni. 20. Veit ég á inni. Fyrri hlutinn gekk í raun fáránlega vel. Mér leið ótrúlega vel og ég réð mjög vel við hraðann. Næringin var að ganga mjög vel,“ sagði Arnar. „ÉG ætlaði að vera bara passasamur eftir hálft hlaup því ég vissi að ég væri á góðum tíma, vissi að ég gæti verið að fara undir tvo og tuttugu. Ég tók þetta aðeins „safe“ kannski næstu tíu til fimmtán kílómetrana. Ég var í grúppu sem var bara á þessum hraða og það var svolítið í næstu menn. Þannig að ég ákvað bara að halda mér bara þar,“ sagði Arnar. „Láta mér líða vel og vera passasamur því hitastigið var að hækka. Þegar sjö kílómetrar voru eftir þá byrjaði ég aftur að auka hraðann því þá komu líka aðrir hlauparar á undan,“ sagði Arnar. Kom í mark á geðveikum tíma „Ég gat hangið í þeim og aukið síðan hraðann vel síðustu kílómetrana. Sem er ógeðslega jákvætt því þá veit ég að ég á inni. Þetta var aðeins byrjað að vera þungt. Hitastigið var alltaf að hætta, hækka en ég komst í mark á geðveikum tíma,“ sagði Arnar. „Ég er ógeðslega spenntur bara fyrir framhaldinu,“ sagði Arnar og þakkaði fyrir allar kveðjurnar sem hann sagði skipta sig mikið að fá. „Ég er ógeðslega þakklátur fyrir að geta verið að gera þetta og bara spenntur fyrir árinu 2026,“ sagði Arnar eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Arnar Pétursson (@arnarpeturs)
Frjálsar íþróttir Mest lesið Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Handbolti Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ Handbolti „Góðu hliðarnar eru helvíti góðar“ Handbolti Bjarki Már reyndi að taka Óðin á taugum Handbolti Myndasyrpa: Ekkert stopp á stemningunni í Malmö Handbolti Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Handbolti Fleiri fréttir Einkunnir Strákanna okkar á móti Sviss: Magalending í Malmö Slóvenía - Króatía | Slóvenar geta gert Íslandi mikinn greiða „Þetta er algjör viðbjóður akkúrat núna“ Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Tölur á móti Sviss: Sviss með 25 mörk eftir að hafa opnað íslensku vörnina Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Elín fær sætið hennar Hólmfríðar Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Mætir sínu gamla landsliði í miklum grannaslag í riðli Íslands FH selur Sigurð Bjart til Spánar Myndasyrpa: Ekkert stopp á stemningunni í Malmö Viggó í hópnum gegn Sviss Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Vill Wille burt Bjarki Már reyndi að taka Óðin á taugum Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Tók kast eftir óvænt tap og spaðinn fékk að finna fyrir því Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim „Eru ekki öll lið bananahýði?“ Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar „Góðu hliðarnar eru helvíti góðar“ „Gætið ykkar á Óðni en ekki bara honum“ Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Dagskráin í dag: Toppslagur í Grindavík Hleraði leikhlé Norðmanna „Einn besti leikur sem maður hefur séð svakalega lengi“ Barry bjargaði stigi fyrir Everton Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum Sjá meira