Lífið

Brúð­kaup ársins 2025

Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar
2025 var ár ástarinnar hjá mörgum!
2025 var ár ástarinnar hjá mörgum! Vísir/Grafík

Árið 2025 var stútfullt af ást og gleði og ófá nýgift hjón ræddu við Vísi um stærsta dag í þeirra lífi. Hér má sjá hvaða einlægu, fallegu og glæsilegu brúðkaup stóðu upp úr frá árinu. 

Áslaug Arna stýrði teitinu

Aldís Sif Bjarnhéðinsdóttir lögfræðingur giftist ástinni sinni Guðlaugi Steinarri Gíslasyni í Dómkirkjunni í Reykjavík þann 24. maí. Veislan fór fram á gamla Nasa, Áslaug Arna veislustýrði og gestir dönsuðu svo fram á nótt á Uppi bar.

Prestur slakasta brúður sögunnar

Presturinn Hjördís Perla Rafnsdóttir gekk að eiga sinn heittelskaða, fyrrum fótboltalandsliðskappann og athafnamanninn Kára Árnason, við einstaka athöfn í Cascais í Portúgal í júní.

Glæsiteiti í Grikklandi

Landsliðsmaðurinn Sverri Ingi Ingason og Hrefna Dís Halldórsdóttir samkvæmisdansari giftu sig við glæsilega athöfn í Aþenu í Grikklandi í sumar. Brúðkaupið fór fram undir berum himni og var ævintýri líkast.

Og fótboltakappinn Rúrik Gíslason mætti með kærustuna.

Sumarást í Reykjavík og karaoke fram á nótt

Jóhanna Gunnþóra Guðmundsdóttir, viðskiptaráðgjafi hjá KPMG, og hennar heittelskaði Dalmar Ingi Daðason gengu í hjónaband í júní og héldu alvöru miðbæjarbrúðkaup. Sólin var heiðursgestur allan daginn og dagurinn algjörlega fullkominn.

Sumarsólstöður á Selfossi

Bandaríski áhrifavaldurinn Ky­ana Sue Powes, sem er búsettur hér á landi, og Vikt­or Már Snorra­son mat­reiðslumaður létu pússa sig saman við fallega athöfn undir berum himni á Selfossi 21. júní við sumarsólstöður.

Táraflóð og tryllingur á Ibiza

Búningahönnuðurinn og myndlistarkonan Sylvía Lovetank gekk að eiga sinn heittelskaða Sigga Kjartan leikstjóra og boozbónda í brúðkaupi á Ibiza í júní i bongó blíðu. Hjónin eru miklir kóngar og héldu rosalegt partý á þessari miklu stuðeyju. 

Algjör sveitasæla á Snæfellsnesi

Tískugyðjan Helga Jóhannsdóttir, sem starfar sem þjónustufulltrúi hjá Snæfellsbæ, giftist ástinni sinni Magnúsi Darra Sigurðssyni skipstjóra í einstaklega fallegu sveitabrúðkaupi á Snæfellsnesi í júní. 

Ástarveisla í plötubúð

Rebekka Ellen, nýútskrifaður lögfræðingur, giftist ástinni sinni Loga Má myndlistarmanni í júlí í plötubúð á Skólavörðustíg. Veislan var svo haldin í Ásmundarsal og allt var mjög hipp og kúl. 

GusGus ómaði um kirkjuna

Alexandra Friðfinnsdóttir, viðskiptafræðingur hjá Ölgerðinni í útflutningsteymi COLLAB, giftist Magnúsi Jóhanni Íslandsmeistara í borðtennis, einkaþjálfara og fyrirlesara við glæsilega athöfn og alvöru partý. 

Hjónin gengu út úr kirkjunni við smellinn Eða með Birni og GusGus. 

Ítalski draumurinn

María Björg Sigurðardóttir, hönnuður og matgæðingur, giftist ástinni sinni Jónas Þór Jónasson, lögmanni, við algjöra draumaathöfn á Ítalíu. Þetta var annað hjónaband þeirra beggja og þau langaði að gera eitthvað óhefðbundið. 

Borgaði norn fyrir bongó

Alexandra Sif, Spotify drottning, og Björn Þórsson athafnamaður búa í New York en komu heim til Íslands í sumar til að gifta sig í almennilegu sveitabrúðkaupi um miðjan júlí. Alexandra borgaði norn fyrir gott veður og það gekk sannarlega upp. 

Íslensk tónlistarveisla á Nasa

Jóhanna Guðrún Jónsdóttir tónlistarkona og Ólafur Friðrik Ólafsson gengu í hjónaband í Hafnarfjarðarkirkju í lok júlí. Gríðarleg stemning var í brúðkaupsveislunni á Nasa og FM95Blö tróðu meðal annars upp.

Hellisgerði og stundarkorns sól

Þórdís Erla myndlistarkona giftist Kristjáni Jóni Pálssyni hönnuði við draumkennda athöfn í Hellisgerði í júlí.

Í sextíu ára gömlum brúðarkjól

Hönnuðurinn og plötusnúðurinn Rebekka Ashley sem giftist ástinni sinni Þorkeli Mána Þorkelssyni forritara við dásamlega athöfn í Flatey í mjög svo einstökum sextíu ára gömlum kjól. 

Þriggja daga tjaldpartý

„Það segir manni mikið þegar fólk er til í að sofa í tjöldum og tjaldhýsum, taka þátt í alls konar dagskrá í rigningu, halda samt í gleðina og brosin og leggja sig fram við að búa til ógleymanlegar stundir með okkur,“ 

sagði hin nýgifta Berglind Jónsdóttir, samskipta- og markaðsstjóri breska sendiráðsins í samtali við blaðamann eftir að hún giftist Halldóri Arnarssyni sálfræðingi.

Náttúrugleði og jelló skot

Alexandra Sif Nikulásdóttir, samfélagsmiðlastjóri og förðunarfræðingur, gekk að eiga sinn heittelskaða Arnar Frey Bóasson bifvélavirkja með pomp og prakt í náttúrufegurð í Elliðárdal í lok júlí. 

Gestir dönsuðu svo fram á nótt við grípandi tóna frá B5 árunum. 

Stærsta brúðkaupsveislan á Íslandi

Nígerísk stjörnuhjón héldu brúðkaup í Hallgrímskirkju í ágúst og létu reisa stærðarinnar glerhýsi í Kleif í Kjós þar sem brúðkaupsveisla var haldin.

Hjónin eru hin 29 ára leikkona Temi Otedola og hinn 34 ára Oluwatosin Oluwole Ajibade, sem er betur þekktur undir listamannanafninu Mr. Eazi. Meðal gesta var dansarinn Ástrós Traustadóttir. 

Mugison og Rúna með litla útiathöfn

Örn Elías Guðmundsson, betur þekktur undir listamannanafni sínu Mugison, og Rúna Esradóttir gengu í það heilaga í ágúst við fallega athöfn sem fór fram utandyra í sveitinni. 

Fegurð í Dómkirkjunni

Kolbrún Ellý Björgvinsdóttir, viðurkenndur bókari, giftist sínum heittelskaða, Nikulási Jónssyni lækni, við fallega athöfn í Dómkirkjunni í Reykjavík í júní síðastliðnum. Lúðrasveit leiddi hópinn svo í tryllt stuð á gamla Nasa.

Skúli hannaði Grímu-hof

Brúðkaup Skúla Mogensen athafnamanns og Grímu Bjargar Thorarensen innanhúshönnuðar fór fram í hofi sem Skúli hafði hannað sérstaklega fyrir brúðkaupið. Athöfnin var í Hvammsvík í Hvalfirði þar sem þau hjónin reka sjóböð og ferðamannagistingu. 

Sænsk-íslenskir prinsar með brúðkaup í kastala

Tónlistarmaðurinn Daníel Óliver Nyback gekk að eiga sinn heittelskaða Daniel Mattias Nyback um helgina í hundrað manna teiti í sænskum kastala. 

Brúðkauð að heiðnum sið 

Freyja Ragnarsdóttir Pedersen, náttúru- og umhverfisfræðingur, gekk að eiga sinn heittelskaða Matthías Karl Guðmundsson vélfræðing í ágúst að heiðnum sið á Vestfjörðum. 

Frá New York í Marshall húsið

Guðrún Gígja Sigurðardóttir lögfræðingur og Hafsteinn Björn Gunnarsson rekstrarstjóri fluttu heim frá New York í sumar og héldu alvöru Reykjavíkurbrúðkaup. 

Veislan var í Marshall húsinu og Daníel Ágúst tryllti lýðinn á dansgólfinu. Hjónin segja að þetta hafi óumdeilanlega verið besti dagur lífs þeirra. 

Þingvellir og Ungverjaland

Diljá Helgadóttir lögfræðingur giftist ástinni sinni Snæbirni Helgasyni tvisvar á árinu, fyrst með lítilli athöfn á Þingvöllum og svo með trylltri veislu í Ungverjalandi. 

Diljá og Snæbjörn glæsileg hjón með tíkina París.

Hún ræddi við blaðamann um stóra daginn og sömuleiðis líf þeirra í London. 

Fullkomnun í frönskum kastala

Rós Kristjánsdóttir gullsmiður giftist athafnamanninum Þorstein B. Friðriksson í frönskum kastala í september við gullfallega athöfn. Hún klæddist sérsniðinni íslenskri hönnun í teitinu. 

Frá Prikinu í Dómkirkjuna

Hildur María Haarde giftist Baldri Kára Eyjólfssyni á fallegum og sólríkum degi í lok september í Dómkirkjunni í Reykjavík. Parið kynntist á Prikinu fyrir sautján árum. 

Giftust aftur

Helga Karólína Karlsdóttir, mannauðsstjóri á Landspítalanum giftist ástinni sinni Eini Tyrfingssyni í annað sinn í október og parið hélt algjörlega tryllt teiti í Gufunesi. 

Besta partý sögunnar?

Jóhann Jökull Sveinsson, skólastjóri skíða- og brettaskólans í Bláfjöllum, og Salný Björg Emilsdóttir, sjúkraliði og förðunarfræðingur. 

Þau giftu sig með pomp og prakt á dögunum þar sem gleðin var óumdeilanlega í fyrirrúmi og hefur blaðamaður sjaldan heyrt af öðru eins fjöri. Í kirkjunni var boðið upp á skot og smá leiksýningu. 

Fór langt fram úr öllum væntingum

Læknirinn Karen Ósk Óskarsdóttir gekk að eiga sína heittelskuðu Elvu Hrafnsdóttur í ágúst við hátíðlega athöfn og stemningsteiti þar sem fólk dansaði fram á rauða nótt. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.