Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Lovísa Arnardóttir skrifar 14. desember 2025 17:43 Ráðherra hefur þegar beitt sér fyrir því að framlagið verið hækkað. Vísir/Arnar og Ívar Fannar Meirihluti fjárlaganefndar hefur lagt til að framlag ríkissjóðs til Rithöfundasambands Íslands vegna greiðslna fyrir afnot á bókasöfnum verði aukið um 80 milljónir króna í fjárlögum næsta árs. Í álitinu segir að efling íslensku sé stórt og mikilvægt mál og komi víða við. Framlagið ætti því á næsta ári að verða um 226 milljónir. Framlag ríkissjóðs til Rithöfundasambands Íslands vegna greiðslna fyrir afnot á bókasöfnum lækkaði um tæplega 40 milljónir á milli ára. Framlagið var í ár 146 milljónir en var í fyrra rúmar 184 milljónir. Samkvæmt svari menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra við fyrirspurn frá Bryndísi Haraldsdóttur, þingkonu Sjálfstæðisflokksins, um greiðslur fyrir afnot bóka og hljóðrita á bókasöfnum hefur ráðherra þegar beitt sér fyrir því að framlagið verði hækkað. Í erindum til fjárlaganefndar hafi lækkun á Bókasafnssjóði rithöfunda meðal annars verið gagnrýnd og því leggi meirihlutinn til að komið verði til móts við þau með 80 milljóna króna hækkun. 70 milljónir árið 2016 Í svari ráðherra má sjá að framlagið hefur um tvöfaldast frá 2016 þegar það var aðeins um 70 milljónir. Það var svo hækkað verulega 2020 þegar það fór úr tæpum 75 milljónum árið 2019 í 124,9 árið 2020. Það hækkaði svo verulega aftur 2021 í 197,4 milljónir og var í kringum það þar til í ár þegar það lækkaði í 146 milljónir. Á tíu ára tímabili er framlagið alls 1,3 milljarðar. Um 17 prósent framlaga eru vegna hljóðrita. Vísir/Vilhelm Í svarinu kemur fram að ekki liggi fyrir upplýsingar hjá Rithöfundasambandinu um hvernig fjárframlögin skiptast en þó kemur fram að hlutdeild vegna hljóðrita var um 17 prósent í ár en var 23 prósent árið 2021. Ekki liggja fyrir upplýsingar hjá umsýsluaðila um það hversu stór hluti rennur til barnabókahöfunda. Á vef Rithöfundasambandsins er fjallað um bókasafnsgreiðslur. Þar segir að rithöfundar, þýðendur, myndhöfundar, tónskáld og eftirlifandi makar rétthafa eða börn (undir 18 ára aldri) látinna rétthafa geti sótt um hjá sjóðnum og fengið greitt árlega miðað við útlán verka. Umsækjendur verði að skila inn sérstöku eyðublaði fyrir tilskilinn tíma, greitt sé úr sjóðnum í janúar ár hvert. Þýðendur fá 2/3 af greiðslu frumhöfundar og erfingjar helming af greiðslu höfundar. Hvað varðar útreikning segir að þegar upplýsingar um útlán bókasafna hafa borist ár hvert sé reiknaður út fjöldi útlána á skráð verk. Miðað er við útlánatölur frá Landskerfi bókasafna og Hljóðbókasafni Íslands. Fjölda útlána er deilt í þá fjárhæð sem til ráðstöfunar er og fæst þá ákveðin krónutala á hvert útlán. Árið 2023 voru greiddar 147,9 krónur á hvert útlán ársins 2022. Fyrir hljóðbækur er úthlutað á sama hátt og fyrir venjulegar bækur. Efni á myndböndum, tónsnældum eða geisladiskum veitir ekki rétt til úthlutunar. Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Bókasöfn Bókaútgáfa Bókmenntir Íslensk tunga Börn og uppeldi Fjárlagafrumvarp 2026 Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Framlag ríkissjóðs til Rithöfundasambands Íslands vegna greiðslna fyrir afnot á bókasöfnum lækkaði um tæplega 40 milljónir á milli ára. Framlagið var í ár 146 milljónir en var í fyrra rúmar 184 milljónir. Samkvæmt svari menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra við fyrirspurn frá Bryndísi Haraldsdóttur, þingkonu Sjálfstæðisflokksins, um greiðslur fyrir afnot bóka og hljóðrita á bókasöfnum hefur ráðherra þegar beitt sér fyrir því að framlagið verði hækkað. Í erindum til fjárlaganefndar hafi lækkun á Bókasafnssjóði rithöfunda meðal annars verið gagnrýnd og því leggi meirihlutinn til að komið verði til móts við þau með 80 milljóna króna hækkun. 70 milljónir árið 2016 Í svari ráðherra má sjá að framlagið hefur um tvöfaldast frá 2016 þegar það var aðeins um 70 milljónir. Það var svo hækkað verulega 2020 þegar það fór úr tæpum 75 milljónum árið 2019 í 124,9 árið 2020. Það hækkaði svo verulega aftur 2021 í 197,4 milljónir og var í kringum það þar til í ár þegar það lækkaði í 146 milljónir. Á tíu ára tímabili er framlagið alls 1,3 milljarðar. Um 17 prósent framlaga eru vegna hljóðrita. Vísir/Vilhelm Í svarinu kemur fram að ekki liggi fyrir upplýsingar hjá Rithöfundasambandinu um hvernig fjárframlögin skiptast en þó kemur fram að hlutdeild vegna hljóðrita var um 17 prósent í ár en var 23 prósent árið 2021. Ekki liggja fyrir upplýsingar hjá umsýsluaðila um það hversu stór hluti rennur til barnabókahöfunda. Á vef Rithöfundasambandsins er fjallað um bókasafnsgreiðslur. Þar segir að rithöfundar, þýðendur, myndhöfundar, tónskáld og eftirlifandi makar rétthafa eða börn (undir 18 ára aldri) látinna rétthafa geti sótt um hjá sjóðnum og fengið greitt árlega miðað við útlán verka. Umsækjendur verði að skila inn sérstöku eyðublaði fyrir tilskilinn tíma, greitt sé úr sjóðnum í janúar ár hvert. Þýðendur fá 2/3 af greiðslu frumhöfundar og erfingjar helming af greiðslu höfundar. Hvað varðar útreikning segir að þegar upplýsingar um útlán bókasafna hafa borist ár hvert sé reiknaður út fjöldi útlána á skráð verk. Miðað er við útlánatölur frá Landskerfi bókasafna og Hljóðbókasafni Íslands. Fjölda útlána er deilt í þá fjárhæð sem til ráðstöfunar er og fæst þá ákveðin krónutala á hvert útlán. Árið 2023 voru greiddar 147,9 krónur á hvert útlán ársins 2022. Fyrir hljóðbækur er úthlutað á sama hátt og fyrir venjulegar bækur. Efni á myndböndum, tónsnældum eða geisladiskum veitir ekki rétt til úthlutunar.
Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Bókasöfn Bókaútgáfa Bókmenntir Íslensk tunga Börn og uppeldi Fjárlagafrumvarp 2026 Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira