Sílebúar tóku Kast Kjartan Kjartansson skrifar 15. desember 2025 09:21 José Antonio Kast, verðandi forseti Síle, sigurreifur með eiginkonu sinni Maríu Píu Adriasola. AP/Matias Delacroix Róttækur hægrimaður stjórnar Síle í fyrsta skipti frá því að einræðisherrann Augusto Pinochet lét af völdum fyrir 35 árum eftir sigur José Antonio Kast í forsetakosningum þar í gær. Kast hét því meðal annars í kosningabaráttunni að vísa hundruðum þúsunda innflytjenda úr landi. Fyrrverandi þingmaðurinn hlaut 58,2 prósent atkvæða gegn 41,8 prósentum Jeannette Jara, frambjóðanda Kommúnistaflokksins og atvinnumálaráðherra í ríkisstjórn Gabriels Boric, fráfarandi forseta. Munurinn á frambjóðendunum hefði vart getað verið meiri. Jara kemur úr fjölskyldu úr verkamannastétt sem barðist gegn herforingjastjórninni sem Pinochet leiddi. Kast er aftur á móti trúrækinn kaþólikki en þýskur faðir hans var félagi í Nasistaflokknum í heimalandi sínu. Bróðir Kast var ráðherra í herforingjastjórninni. Verðandi forsetinn er alfarið á móti hjónaböndum samkynhneigðra og vill banna þungunarrof með öllu. Hann lagði áherslu á aðgerðir til að draga úr glæpum og að skera upp herör gegn innflytjendum sem dvelja ólöglega í landinu. „Síle þarfnast reglu. Reglu á götunum, í ríkinu, í þeim forgangsatriðum sem hafa glatast,“ sagði Kast í sigurræðu sinni sem AP-fréttastofan hafi verið hófstilltari en orðræða frambjóðandans í kosningabaráttunni. Í stuðningsmannahópi Kast sem hlýddi á sigurræðuna mátti sjá ungt fólk sem hélt á myndum af harðstjórranum Pinochet. Vinstrið á undanhaldi Hægri sveifla á sér nú stað í Suður-Ameríku. Kjör Kast í Síle fylgir fast á hæla stjórnarskipta í Bólivíu þar sem hægri maður tók við völdum eftir langa valdatíð vinstri manna. Jeannette Jara veifar til stuðningsmanna sinna eftir tapið í forsetakosningunum um helgina.AP/Natacha Pisarenko Javier Milei, harður frjálshyggjumaður sem var kjörinn forseti Argentínu fyrir tveimur árum, var fyrstur til að óska Kast til hamingju með sigurinn. „Vinstrið er á undanhaldi,“ skrifaði Milei í samfélagsmiðlafærslu. Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, fagnaði einnig sigri Kast. Hann væri viss um að hann ætti eftir að reynast góður bandamaður í baráttu gegn ólöglegum fólksflutningum sem er Bandaríkjastjórn ofarlega í huga um þessar mundir. Síle Tengdar fréttir Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Öldungadeildarþingmaðurinn Rodrigo Paz vann sigur í síðari umferð bólivísku forsetakosninganna sem fram fóru í gær. Paz, sem flokkast sem mið-hægrimaður í bólivískum stjórnmálum, er með 55 prósent greiddra atkvæða þegar búið er að telja 98 prósent atkvæða. Niðurstaðan markar endalok tuttugu ára stjórn sósíalískra forseta í landinu. 20. október 2025 07:36 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Fleiri fréttir Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Sjá meira
Fyrrverandi þingmaðurinn hlaut 58,2 prósent atkvæða gegn 41,8 prósentum Jeannette Jara, frambjóðanda Kommúnistaflokksins og atvinnumálaráðherra í ríkisstjórn Gabriels Boric, fráfarandi forseta. Munurinn á frambjóðendunum hefði vart getað verið meiri. Jara kemur úr fjölskyldu úr verkamannastétt sem barðist gegn herforingjastjórninni sem Pinochet leiddi. Kast er aftur á móti trúrækinn kaþólikki en þýskur faðir hans var félagi í Nasistaflokknum í heimalandi sínu. Bróðir Kast var ráðherra í herforingjastjórninni. Verðandi forsetinn er alfarið á móti hjónaböndum samkynhneigðra og vill banna þungunarrof með öllu. Hann lagði áherslu á aðgerðir til að draga úr glæpum og að skera upp herör gegn innflytjendum sem dvelja ólöglega í landinu. „Síle þarfnast reglu. Reglu á götunum, í ríkinu, í þeim forgangsatriðum sem hafa glatast,“ sagði Kast í sigurræðu sinni sem AP-fréttastofan hafi verið hófstilltari en orðræða frambjóðandans í kosningabaráttunni. Í stuðningsmannahópi Kast sem hlýddi á sigurræðuna mátti sjá ungt fólk sem hélt á myndum af harðstjórranum Pinochet. Vinstrið á undanhaldi Hægri sveifla á sér nú stað í Suður-Ameríku. Kjör Kast í Síle fylgir fast á hæla stjórnarskipta í Bólivíu þar sem hægri maður tók við völdum eftir langa valdatíð vinstri manna. Jeannette Jara veifar til stuðningsmanna sinna eftir tapið í forsetakosningunum um helgina.AP/Natacha Pisarenko Javier Milei, harður frjálshyggjumaður sem var kjörinn forseti Argentínu fyrir tveimur árum, var fyrstur til að óska Kast til hamingju með sigurinn. „Vinstrið er á undanhaldi,“ skrifaði Milei í samfélagsmiðlafærslu. Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, fagnaði einnig sigri Kast. Hann væri viss um að hann ætti eftir að reynast góður bandamaður í baráttu gegn ólöglegum fólksflutningum sem er Bandaríkjastjórn ofarlega í huga um þessar mundir.
Síle Tengdar fréttir Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Öldungadeildarþingmaðurinn Rodrigo Paz vann sigur í síðari umferð bólivísku forsetakosninganna sem fram fóru í gær. Paz, sem flokkast sem mið-hægrimaður í bólivískum stjórnmálum, er með 55 prósent greiddra atkvæða þegar búið er að telja 98 prósent atkvæða. Niðurstaðan markar endalok tuttugu ára stjórn sósíalískra forseta í landinu. 20. október 2025 07:36 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Fleiri fréttir Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Sjá meira
Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Öldungadeildarþingmaðurinn Rodrigo Paz vann sigur í síðari umferð bólivísku forsetakosninganna sem fram fóru í gær. Paz, sem flokkast sem mið-hægrimaður í bólivískum stjórnmálum, er með 55 prósent greiddra atkvæða þegar búið er að telja 98 prósent atkvæða. Niðurstaðan markar endalok tuttugu ára stjórn sósíalískra forseta í landinu. 20. október 2025 07:36
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent