„Átta mig ekki á því af hverju það er víti og rautt“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 15. desember 2025 21:56 Einar Jónsson á hliðarlínunni í kvöld. Vísir/Vilhelm Einar Jónsson, þjálfari Fram, segir að sínum mönnum líði yfirleitt vel á Ásvöllum eftir tveggja marka sigur liðsins gegn toppliði Hauka í kvöld, 25-27. „Okkur líður mjög vel á Ásvöllum og kvörtum ekkert yfir því að spila hér,“ sagði Einar í viðtali í leikslok. „Varnarlega vorum við frábærir og Arnór góður í markinu. Svo eins og gengur og gerist voru menn kannski að klúðra upplögðum marktækifærum, ekkert ósvipað og við, þannig ég held að við getum bara verið ánægðir með úrslitin og frammistöðuna.“ Haukar fengu vissulega nóg af tækifærum til að taka leikinn til sín, en Framarar virtust sterkari andlega, þó Einar vilji ekki endilega meina það. „Ég veit það ekki, stundum er þetta bara svona. Auðvitað er voða sniðugt að segja það, að við höfum barist meira og viljað þetta meira, en það eru bara einhverjar klisjur.“ „Mér fannst Haukarnir góðir að mörgu leyti og þetta hefði getað fallið báðum megin. Haukar eru með frábært lið og ég er fyrst og fremst bara ánægður með að hafa unnið þetta. Við lögðum mikla áherslu á að vera með grunnatriðin í lagi hjá okkur og vera agaði í því sem við vorum að gera. Við vildum vera þéttir varnarlega og hlaupa vel til baka og mér fannst við gera það í kvöld. Þeir refsuðu okkur ekki grimmilega eins og þeir gera oft í sínum leik. Mér fannst við í rauninni bara gera allt það sem við lögðum upp með.“ Undir lok leiks átti sér stað atvik þar sem Framarar fengu víti og Haukar misstu Össur Haraldsson af velli með beint rautt spjald. Hvort dómurinn hafi verið réttur skal látið ósagt, en Einar skildi í það minnsta lítið í honum, þrátt fyrir að hans lið hafi klárlega grætt á honum. „Ég sé bara að það er brotið á Dánjal á miðjum vellinum og svo er tíminn bara stoppaður. Ég átta mig ekki á því af hverju það er víti og rautt. Það hlýtur einhver að hafa sagt eitthvað. Brotið var ekki þess eðlis að það ætti að dæma víti og rautt. Þetta var bara fríkast og þeir dæma fríkast og svo verður bara allt brjálað. Þannig leit þetta út fyrir mér.“ „Ég veit ekkert hvað var sagt eða gert eftir það. Ég er bara ekki dómbær á það. Haukarnir eru ábyggilega með einhverja betri skýringu á þessu en ég.“ Fyrir leik kvöldsins höfðu Framarar unnið sjö og tapað sjö í Olís-deildinni og sátu í sjöunda sæti deildarinnar. Nú hefur liðið hins vegar unnið þrjá deildarleiki í röð og mætir KA í bikarnum í lok vikunnar, sem gefur liðinu tækifæri á því að fara með sjálfstraustið í botni inn í jóla- og EM-pásu. „Við erum að fara norður að mæta KA á föstudaginn og það er bara leikurinn ef við getum orðað það sem svo. Við ætlum okkur að vinna það líka og fara inn í hátíðirnar með gott bragð í munninum. Það er bara þannig.“ „Við erum búnir að vera flottir undanfarið og búnir að vera fínir fyrir áramót. Það er allavega mitt mat. Við erum búnir að eiga tvo lélega leiki og auðvitað hefði maður viljað sleppa þeim. En það er bara margt búið að ganga á hjá okkur þannig að ég er hrikalega ánægður með þetta hvað varðar deildina, en við ætlum að vinna á föstudaginn og þá erum við drulluflottir.“ „Ég sagði í einhverju viðtali hérna fyrir leik að við eigum ógeðslega mikið inni. Við eigum fullt af leikmönnum inni og við þurfum að fara að ná að æfa betur saman og stilla betur okkar strengi. Ég segi núna eftir leik eins og ég sagði fyrir leik að við erum alls ekki á þeim stað sem við ætlum okkur að vera, en við munum vinna hart að því í pásunni,“ sagði Einar að lokum. Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Fjórir frá hjá Blikum á morgun Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Spáir því að Joshua vinni með hrikalegu rothöggi Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Sjá meira
„Okkur líður mjög vel á Ásvöllum og kvörtum ekkert yfir því að spila hér,“ sagði Einar í viðtali í leikslok. „Varnarlega vorum við frábærir og Arnór góður í markinu. Svo eins og gengur og gerist voru menn kannski að klúðra upplögðum marktækifærum, ekkert ósvipað og við, þannig ég held að við getum bara verið ánægðir með úrslitin og frammistöðuna.“ Haukar fengu vissulega nóg af tækifærum til að taka leikinn til sín, en Framarar virtust sterkari andlega, þó Einar vilji ekki endilega meina það. „Ég veit það ekki, stundum er þetta bara svona. Auðvitað er voða sniðugt að segja það, að við höfum barist meira og viljað þetta meira, en það eru bara einhverjar klisjur.“ „Mér fannst Haukarnir góðir að mörgu leyti og þetta hefði getað fallið báðum megin. Haukar eru með frábært lið og ég er fyrst og fremst bara ánægður með að hafa unnið þetta. Við lögðum mikla áherslu á að vera með grunnatriðin í lagi hjá okkur og vera agaði í því sem við vorum að gera. Við vildum vera þéttir varnarlega og hlaupa vel til baka og mér fannst við gera það í kvöld. Þeir refsuðu okkur ekki grimmilega eins og þeir gera oft í sínum leik. Mér fannst við í rauninni bara gera allt það sem við lögðum upp með.“ Undir lok leiks átti sér stað atvik þar sem Framarar fengu víti og Haukar misstu Össur Haraldsson af velli með beint rautt spjald. Hvort dómurinn hafi verið réttur skal látið ósagt, en Einar skildi í það minnsta lítið í honum, þrátt fyrir að hans lið hafi klárlega grætt á honum. „Ég sé bara að það er brotið á Dánjal á miðjum vellinum og svo er tíminn bara stoppaður. Ég átta mig ekki á því af hverju það er víti og rautt. Það hlýtur einhver að hafa sagt eitthvað. Brotið var ekki þess eðlis að það ætti að dæma víti og rautt. Þetta var bara fríkast og þeir dæma fríkast og svo verður bara allt brjálað. Þannig leit þetta út fyrir mér.“ „Ég veit ekkert hvað var sagt eða gert eftir það. Ég er bara ekki dómbær á það. Haukarnir eru ábyggilega með einhverja betri skýringu á þessu en ég.“ Fyrir leik kvöldsins höfðu Framarar unnið sjö og tapað sjö í Olís-deildinni og sátu í sjöunda sæti deildarinnar. Nú hefur liðið hins vegar unnið þrjá deildarleiki í röð og mætir KA í bikarnum í lok vikunnar, sem gefur liðinu tækifæri á því að fara með sjálfstraustið í botni inn í jóla- og EM-pásu. „Við erum að fara norður að mæta KA á föstudaginn og það er bara leikurinn ef við getum orðað það sem svo. Við ætlum okkur að vinna það líka og fara inn í hátíðirnar með gott bragð í munninum. Það er bara þannig.“ „Við erum búnir að vera flottir undanfarið og búnir að vera fínir fyrir áramót. Það er allavega mitt mat. Við erum búnir að eiga tvo lélega leiki og auðvitað hefði maður viljað sleppa þeim. En það er bara margt búið að ganga á hjá okkur þannig að ég er hrikalega ánægður með þetta hvað varðar deildina, en við ætlum að vinna á föstudaginn og þá erum við drulluflottir.“ „Ég sagði í einhverju viðtali hérna fyrir leik að við eigum ógeðslega mikið inni. Við eigum fullt af leikmönnum inni og við þurfum að fara að ná að æfa betur saman og stilla betur okkar strengi. Ég segi núna eftir leik eins og ég sagði fyrir leik að við erum alls ekki á þeim stað sem við ætlum okkur að vera, en við munum vinna hart að því í pásunni,“ sagði Einar að lokum.
Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Fjórir frá hjá Blikum á morgun Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Spáir því að Joshua vinni með hrikalegu rothöggi Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Sjá meira