Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Aron Guðmundsson skrifar 17. desember 2025 07:02 Freyr Alexandersson hefur verið að gera flotta hluti með lið Brann á sínu fyrsta tímabili með liðið. Getty/Craig Foy Freyr Alexandersson, þjálfari norska úrvalsdeildarfélagsins Brann, hefur orðið var við áhuga annarra liða á sínum kröftum. Hann segir öðruvísi lið en áður hafa sóst í sig en hefur sjálfur tekið fyrir allar slíkar tilraunir og líður vel hjá Brann. Freyr er á sínu fyrsta tímabili sem þjálfari Brann. Undir hans stjórn endaði liðið í 4.sæti norsku úrvalsdeildarinnar og er í harðri baráttu í deildarkeppni Evrópudeildarinnar. Norskir fjölmiðlar fjölluðu um það á dögunum að Freyr væri eftirsóttur af liði í MLS deildinni í Bandaríkjunum en hann segist sjálfur hafa hafnað öllum fyrirspurnum sem borist hafa frá öðrum félögum. Freyr bjargaði bæði Lyngby í Danmörku og Kortrijk í Belgíu frá falli á sínum tíma og hefur oft verið kallaður kraftaverkamaðurinn. „Ég hef fundið fyrir töluverðum áhuga á mínum störfum. Síðan að ég fór frá Lyngby hefur þetta verið töluvert. Þannig ég er þannig séð orðinn vanur því. Fótboltinn er bara svo breytilegur, maður veit aldrei hvað gerist.“ Freyr er óneitanlega einn á báti þegar kemur að íslenskum þjálfurum hjá félagsliði erlendis svona ofarlega á gæðastigi fótboltans. Hjá Brann er stefnan ávallt sett á að berjast á toppnum og hefur spilamennska liðsins í Evrópudeildinni á yfirstandandi tímabili vakið athygli. Liðið valtaði þar meðal annars yfir skoska stórliðið Rangers. „Núna spilum við eftirtektarverðan fótbolta, leikmennirnir eru í jákvæðri þróun og tölfræði skoðun gagnvart þjálfurum er líka sífellt að aukast. Það eru því aðeins öðruvísi félög sem hafa áhuga á að tala við mig núna heldur en var raunin eftir tíma minn með Lyngby sem og eftir tímann hjá Kortrijk. Þá var mikill áhugi á því að fá mig til þess að koma inn hjá félögum og bjarga hlutunum.“ Áhugi mismunandi félaga fer ekki fram hjá Frey. „Ég finn alveg fyrir honum en umboðsmenn mínir sjá um þetta. Þeir vita hvar ég stend. Ég er rosalega ánægður í Brann, hef mikinn metnað fyrir því að þróa verkefnið lengra. Ég segi alveg satt þegar að ég segi að ég hef ekki talað við neitt félag sem hefur áhuga á mínum kröftum, ég hef neitað öllum samskiptum við önnur lið á þessum tímapunkti.“ Norski boltinn Íslendingar erlendis Fótbolti Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Fótbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Körfubolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Körfubolti Fleiri fréttir Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna Sjá meira
Freyr er á sínu fyrsta tímabili sem þjálfari Brann. Undir hans stjórn endaði liðið í 4.sæti norsku úrvalsdeildarinnar og er í harðri baráttu í deildarkeppni Evrópudeildarinnar. Norskir fjölmiðlar fjölluðu um það á dögunum að Freyr væri eftirsóttur af liði í MLS deildinni í Bandaríkjunum en hann segist sjálfur hafa hafnað öllum fyrirspurnum sem borist hafa frá öðrum félögum. Freyr bjargaði bæði Lyngby í Danmörku og Kortrijk í Belgíu frá falli á sínum tíma og hefur oft verið kallaður kraftaverkamaðurinn. „Ég hef fundið fyrir töluverðum áhuga á mínum störfum. Síðan að ég fór frá Lyngby hefur þetta verið töluvert. Þannig ég er þannig séð orðinn vanur því. Fótboltinn er bara svo breytilegur, maður veit aldrei hvað gerist.“ Freyr er óneitanlega einn á báti þegar kemur að íslenskum þjálfurum hjá félagsliði erlendis svona ofarlega á gæðastigi fótboltans. Hjá Brann er stefnan ávallt sett á að berjast á toppnum og hefur spilamennska liðsins í Evrópudeildinni á yfirstandandi tímabili vakið athygli. Liðið valtaði þar meðal annars yfir skoska stórliðið Rangers. „Núna spilum við eftirtektarverðan fótbolta, leikmennirnir eru í jákvæðri þróun og tölfræði skoðun gagnvart þjálfurum er líka sífellt að aukast. Það eru því aðeins öðruvísi félög sem hafa áhuga á að tala við mig núna heldur en var raunin eftir tíma minn með Lyngby sem og eftir tímann hjá Kortrijk. Þá var mikill áhugi á því að fá mig til þess að koma inn hjá félögum og bjarga hlutunum.“ Áhugi mismunandi félaga fer ekki fram hjá Frey. „Ég finn alveg fyrir honum en umboðsmenn mínir sjá um þetta. Þeir vita hvar ég stend. Ég er rosalega ánægður í Brann, hef mikinn metnað fyrir því að þróa verkefnið lengra. Ég segi alveg satt þegar að ég segi að ég hef ekki talað við neitt félag sem hefur áhuga á mínum kröftum, ég hef neitað öllum samskiptum við önnur lið á þessum tímapunkti.“
Norski boltinn Íslendingar erlendis Fótbolti Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Fótbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Körfubolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Körfubolti Fleiri fréttir Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna Sjá meira