Innlent

Björg býður ungliðum til fundar

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Björg Magnúsdóttir býður ungliðum í Viðreisn til fundar.
Björg Magnúsdóttir býður ungliðum í Viðreisn til fundar. Vísir/Vilhelm

Björg Magnúsdóttir er sögð ætla í oddvitaslag í Viðreisn í borginni og hefur hún boðið ungliðum flokksins til fundar. Björg gekk til liðs við flokkinn í september. 

Nafn hennar hefur ítrekað komið til tals þegar kemur að oddvita Viðreisnar í borginni. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir núverandi oddviti tilkynnti í haust að hún myndi ekki bjóða sig fram að nýju í maí. 

Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur Björg nú boðið ungliðum flokksins til kvöldverðar næstu helgi. Björg er ein þekktasta fjölmiðlakona landsins, komið víða við og starfaði lengi við dagskrárgerð auk þess sem hún hefur komið að handritsskrifum leikinna sjónvarpsþátta á borð við Ráðherrann og Vigdísi.

Síðast var Björg aðstoðarmaður Einars Þorsteinssonar í borgarstjóratíð hans. Viðreisn mældist í nýjustu skoðanakönnun Maskínu með um tólf prósenta fylgi í borginni, þar áður með fjórtán prósent. Flokkurinn er því þriðji vinsælasti flokkurinn miðað við kannanir nú, kemur á eftir Sjálfstæðisflokknum og Samfylkingunni.

Þegar hafa tveir boðað framboð til oddvita flokksins, þeir Róbert Ragnarsson ráðgjafi og fyrrverandi bæjarstjóri í Grindavík og Aðalsteinn Leifsson aðstoðarmaður utanríkisráðherra og varaþingmaður flokksins.


Tengdar fréttir

Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann

Aðalsteinn Leifsson, aðstoðarmaður utanríkisráðherra, varaþingmaður og fyrrverandi ríkissáttasemjari, íhugar að bjóða sig fram fyrir Viðreisn í Reykjavík í borgarstjórnarkosningum í vor. Fleiri hafa verið orðaðir við framboð fyrir flokkinn í borginni. 

Þórdís Lóa ætlar ekki fram

Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í borgarstjórn Reykjavíkur, hyggst ekki bjóða sig fram í næstu borgarstjórnarkosningum sem fram fara í maí á næsta ári. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×