„Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 18. desember 2025 09:31 Sigríður Andersen er þingflokksformaður Miðflokksins. Vísir/Anton Brink Sigríður Á. Andersen, þingflokksformaður Miðflokksins, segir tilefni til að bætur úr almannatryggingakerfinu vegna ellilífeyris fari að heyra sögunni til. Ríkisstjórnin hefur boðað umtalsverða hækkun frítekjumarks vegna lífeyrisgreiðslna til eldri borgara úr almannatryggingakerfinu en Sigríður telur tímabært að hætt verði að líta á ellilífeyrisgreiðslur frá ríkinu sem sjálfsögð réttindi. „Við erum þeirra gæfu aðnjótandi hér á Íslandi að hafa borið gæfu til þess að taka upp þetta lífeyrissjóðakerfi sem við höfum í stað þess kerfis sem langflest önnur ríki í Evrópu hafa með tilheyrandi greiðslubyrði ríkissjóðs,“ sagði Sigríður meðal annars í umræðu um frumvarp Ingu Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, um almannatryggingar og heilbrigðisþjónustu, á Alþingi í gærkvöldi. Hátt í sex milljarða árleg útgjaldaaukning nái málið fram að ganga Með frumvarpinu er meðal annars gert ráð fyrir að almennt frítekjumark sem miðað er við við útreikning á fullum ellilífeyri hækki í skrefum úr 438 þúsund krónum og upp í 720 þúsund krónur árið 2028. Þá felur frumvarpið í sér ýmsar breytingar á örorkulífeyriskerfi almannatrygginga, svo sem á aldursviðbót, launavísitölu og félagslegum viðbótarstuðningi við aldraða. Gert er ráð fyrir að útgjaldaaukning ríkissjóðs gæti orðið allt að 5,9 milljarðar króna á ári verði frumvarpið samþykkt óbreytt. Sigríður var meðal þeirra sem kvöddu sér hljóðs um málið í annarri umræðu sem fram fór á Alþingi í gær. Sagðist Sigríður meðal annars binda vonir við það að fyrr en síðar muni bætur til eldri borgara úr almannatryggingakerfinu heyra sögunni til. Kerfisbreytingar geti tekið nokkra áratugi, en kerfið eins og það hafi verið byggt upp sé til þess gert að fæstir ættu að þurfa á greiðslum frá ríkinu að halda í ellinni. „Misskilningur“ að um sjálfkrafa réttindi sé að ræða „Ég held að flestir á vinnumarkaði í dag eigi það rífleg lífeyrisréttindi, bæði úr almannatryggingahluta lífeyriskerfisins en einkum og sér í lagi í séreignasjóðum, að bætur úr almannatryggingakerfinu eiga að fara að heyra sögunni til,“ sagði Sigríður og hélt áfram. „Það er einn misskilningurinn í þessu öllu saman þegar okkar besta fólk, eldri borgararnir, tala um þetta sem einhver laun eða réttindi. Að menn eigi sjálfkrafa réttindi til ellilífeyris frá almannatryggingum. Almannatryggingarnar eru bætur, það eru bótakerfi sem eiga að grípa þá sem af einhverjum orsökum hafa fallið milli skips og bryggju. Alveg eins og atvinnuleysisbætur eru bætur til þeirra sem ekki vinna. Þeir sem síðan fá vinnu eða eru eitthvað að vinna, þeir fá ekki áfram atvinnuleysisbætur.“ Að hennar mati ætti það sama að gilda um almannatryggingalífeyrinn. „Sem á að heita ellilífeyrisbætur kannski eða ellibætur, að menn þurfa að horfast í augu við það við höfum verið að byggja hér upp kerfi sem gengur út á það að menn beri ábyrgð hver og einn á sínum ellilífeyri og sínum tekjum og framfærslu í ellinni alveg eins og menn hafa sjálfir gert fram að þeim tíma.“ Alþingi Miðflokkurinn Eldri borgarar Kjaramál Félagsmál Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Fleiri fréttir Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Sjá meira
„Við erum þeirra gæfu aðnjótandi hér á Íslandi að hafa borið gæfu til þess að taka upp þetta lífeyrissjóðakerfi sem við höfum í stað þess kerfis sem langflest önnur ríki í Evrópu hafa með tilheyrandi greiðslubyrði ríkissjóðs,“ sagði Sigríður meðal annars í umræðu um frumvarp Ingu Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, um almannatryggingar og heilbrigðisþjónustu, á Alþingi í gærkvöldi. Hátt í sex milljarða árleg útgjaldaaukning nái málið fram að ganga Með frumvarpinu er meðal annars gert ráð fyrir að almennt frítekjumark sem miðað er við við útreikning á fullum ellilífeyri hækki í skrefum úr 438 þúsund krónum og upp í 720 þúsund krónur árið 2028. Þá felur frumvarpið í sér ýmsar breytingar á örorkulífeyriskerfi almannatrygginga, svo sem á aldursviðbót, launavísitölu og félagslegum viðbótarstuðningi við aldraða. Gert er ráð fyrir að útgjaldaaukning ríkissjóðs gæti orðið allt að 5,9 milljarðar króna á ári verði frumvarpið samþykkt óbreytt. Sigríður var meðal þeirra sem kvöddu sér hljóðs um málið í annarri umræðu sem fram fór á Alþingi í gær. Sagðist Sigríður meðal annars binda vonir við það að fyrr en síðar muni bætur til eldri borgara úr almannatryggingakerfinu heyra sögunni til. Kerfisbreytingar geti tekið nokkra áratugi, en kerfið eins og það hafi verið byggt upp sé til þess gert að fæstir ættu að þurfa á greiðslum frá ríkinu að halda í ellinni. „Misskilningur“ að um sjálfkrafa réttindi sé að ræða „Ég held að flestir á vinnumarkaði í dag eigi það rífleg lífeyrisréttindi, bæði úr almannatryggingahluta lífeyriskerfisins en einkum og sér í lagi í séreignasjóðum, að bætur úr almannatryggingakerfinu eiga að fara að heyra sögunni til,“ sagði Sigríður og hélt áfram. „Það er einn misskilningurinn í þessu öllu saman þegar okkar besta fólk, eldri borgararnir, tala um þetta sem einhver laun eða réttindi. Að menn eigi sjálfkrafa réttindi til ellilífeyris frá almannatryggingum. Almannatryggingarnar eru bætur, það eru bótakerfi sem eiga að grípa þá sem af einhverjum orsökum hafa fallið milli skips og bryggju. Alveg eins og atvinnuleysisbætur eru bætur til þeirra sem ekki vinna. Þeir sem síðan fá vinnu eða eru eitthvað að vinna, þeir fá ekki áfram atvinnuleysisbætur.“ Að hennar mati ætti það sama að gilda um almannatryggingalífeyrinn. „Sem á að heita ellilífeyrisbætur kannski eða ellibætur, að menn þurfa að horfast í augu við það við höfum verið að byggja hér upp kerfi sem gengur út á það að menn beri ábyrgð hver og einn á sínum ellilífeyri og sínum tekjum og framfærslu í ellinni alveg eins og menn hafa sjálfir gert fram að þeim tíma.“
Alþingi Miðflokkurinn Eldri borgarar Kjaramál Félagsmál Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Fleiri fréttir Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Sjá meira