Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Samúel Karl Ólason skrifar 19. desember 2025 09:04 Mynd af mögulegum bækistöðvum á tunglinu. SpaceX Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, gaf í gær út tilskipun um að koma mönnum til tunglsins fyrir 2028 og reisa þar varanlega bækistöð fyrir 2030. Var það nokkrum klukkustundum eftir að Jared Isaacman tók formlega við sem nýr yfirmaður Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA), eftir að Trump hafði áður dregið tilnefningu hans til baka. Forsetatilskipunin byggir að mestu á markmiðum sem höfðu áður verið opinberuð en hún ber titilinn „Að tryggja yfirráð Bandaríkjanna í geimnum“. Á vef Hvíta hússins segir að skipuninni sé ætlað að leggja grunninn að nýrri geimöld og standa vörð um hagsmuni Bandaríkjanna í sólkerfinu, svo eitthvað sé nefnt. Tilskipunin snýr einnig að vörnum Bandaríkjanna í geimnum og þar á meðal vörnum gegn eldflaugum. Þar að auki kemur fram í tilskipuninni að til standi, eins og áður hefur legið fyrir, að hætta rekstri Alþjóðlegu geimstöðvarinnar fyrir árið 2030. Í kapphlaupi til tunglsins Samkvæmt þessum nýjustu ætlunum Bandaríkjamanna stendur til að lenda mönnum á yfirborði tunglsins fyrir árið 2028 og það gegnum Artemis-áætlunina svokölluðu. Það hefur staðið til í nokkurn tíma. Artemis-áætlunin snýst í stuttu máli um að senda geimfara aftur til tunglsins og koma þar upp varanlegri viðveru. Nota á tunglið sem stökkpall lengra út í sólkerfið. Í grískri goðafræði er Artemis systir Apollos. Til stendur að senda þrjá bandaríska og einn kanadískan geimfara á braut um tunglið í apríl á næsta ári. Um mitt ár 2027 á, samkvæmt áætlunum NASA, að lenda geimförum á tunglinu í fyrsta sinn frá desember 1972, þegar geimfararnir Gene Cernan og Harrison Schmitt urðu ellefti og tólfti maðurinn til að ganga á yfirborði tunglsins. Sjá einnig: Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Þá stendur til að reisa bækistöð á tunglinu og knýja hana með kjarnakljúfi sem senda þangað á næstu árum. Það hefur einnig legið fyrir áður en þetta verður allt gert í kappi við Kínverja, sem hafa svipaðar ætlanir. Erfitt yrði að knýja bækistöð á tunglinu með sólarsellum og rafhlöðum þar sem dagur á tunglinu varir í um fjórar vikur á jörðinni. Sólin skín því í tvær vikur og síðan er myrkur í tvær vikur. Þess vegna hefur áhersla verið lögð á kjarnorku. Kínverjar stefna á að senda sínu fyrstu geimfara til yfirborðs tunglsins árið 2030. Þeir ætla einnig að senda þangað kjarnakljúf og nota hann til að knýja sameiginlega rannsóknarstöð þeirra og Rússa á tunglinu. Vilja nýjar geimstöðvar fyrir 2030 Tilskipunin segir einnig til um að draga eigi úr kostnaði í geimáætlun Bandaríkjanna og auka skilvirkni. Þá á einnig að auka aðkomu einkaaðila að uppbyggingu innviða í geimnum og nýtingu á auðlindum þar. Þegar kemur að geimstöðinni hefur lengi staðið til að hætta rekstri hennar á næstu árum. Áður var áætlunin að láta hana hrapa til jarðar og brotlenda í Kyrrahafinu en nú stendur til að gera það ári fyrr. Sjá einnig: Mun hrapa í Kyrrahaf árið 2031 Geimstöðin hefur verið á sporbraut frá árinu 1998 og er rekstur hennar sífellt að verða erfiðari. Í tilskipun Trumps segir þó að hvetja eigi einkaaðila til að þróa eigin geimstöðvar til að taka við af geimstöðinni, fyrir árið 2030. Þær stöðvar gætu einnig verið knúnar með kjarnakljúfum. Eins og fram kemur í grein Ars Techninca verður að teljast mjög hæpið að einkaaðilar muni geta byggt eigin geimstöðvar og komið þeim fyrir á braut um jörðu fyrir árið 2030. Ekkert talað um Mars Athygli hefur vakið að Mars er ekki nefnd í tilskipun Trumps. Artemis-áætlunin hefur að miklu leyti snúist að því að nota tunglið sem stökkpall lengra út í sólkerfið og þá aðallega til rauðu plánetunnar. Þangað hefur Elon Musk, eigandi SpaceX og félagi Isaacman lengi viljað fara og eins fljótt og mögulegt er. Samkvæmt heimildum blaðamanns Ars Technica missti Trump allan áhuga á Mars, þegar honum var gert ljóst að það væri ekki fræðilegur möguleiki að lenda mönnum þar á meðan hann væri enn forseti. Bandaríkin Donald Trump Tunglið Geimurinn Kína Rússland Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Sjá meira
Forsetatilskipunin byggir að mestu á markmiðum sem höfðu áður verið opinberuð en hún ber titilinn „Að tryggja yfirráð Bandaríkjanna í geimnum“. Á vef Hvíta hússins segir að skipuninni sé ætlað að leggja grunninn að nýrri geimöld og standa vörð um hagsmuni Bandaríkjanna í sólkerfinu, svo eitthvað sé nefnt. Tilskipunin snýr einnig að vörnum Bandaríkjanna í geimnum og þar á meðal vörnum gegn eldflaugum. Þar að auki kemur fram í tilskipuninni að til standi, eins og áður hefur legið fyrir, að hætta rekstri Alþjóðlegu geimstöðvarinnar fyrir árið 2030. Í kapphlaupi til tunglsins Samkvæmt þessum nýjustu ætlunum Bandaríkjamanna stendur til að lenda mönnum á yfirborði tunglsins fyrir árið 2028 og það gegnum Artemis-áætlunina svokölluðu. Það hefur staðið til í nokkurn tíma. Artemis-áætlunin snýst í stuttu máli um að senda geimfara aftur til tunglsins og koma þar upp varanlegri viðveru. Nota á tunglið sem stökkpall lengra út í sólkerfið. Í grískri goðafræði er Artemis systir Apollos. Til stendur að senda þrjá bandaríska og einn kanadískan geimfara á braut um tunglið í apríl á næsta ári. Um mitt ár 2027 á, samkvæmt áætlunum NASA, að lenda geimförum á tunglinu í fyrsta sinn frá desember 1972, þegar geimfararnir Gene Cernan og Harrison Schmitt urðu ellefti og tólfti maðurinn til að ganga á yfirborði tunglsins. Sjá einnig: Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Þá stendur til að reisa bækistöð á tunglinu og knýja hana með kjarnakljúfi sem senda þangað á næstu árum. Það hefur einnig legið fyrir áður en þetta verður allt gert í kappi við Kínverja, sem hafa svipaðar ætlanir. Erfitt yrði að knýja bækistöð á tunglinu með sólarsellum og rafhlöðum þar sem dagur á tunglinu varir í um fjórar vikur á jörðinni. Sólin skín því í tvær vikur og síðan er myrkur í tvær vikur. Þess vegna hefur áhersla verið lögð á kjarnorku. Kínverjar stefna á að senda sínu fyrstu geimfara til yfirborðs tunglsins árið 2030. Þeir ætla einnig að senda þangað kjarnakljúf og nota hann til að knýja sameiginlega rannsóknarstöð þeirra og Rússa á tunglinu. Vilja nýjar geimstöðvar fyrir 2030 Tilskipunin segir einnig til um að draga eigi úr kostnaði í geimáætlun Bandaríkjanna og auka skilvirkni. Þá á einnig að auka aðkomu einkaaðila að uppbyggingu innviða í geimnum og nýtingu á auðlindum þar. Þegar kemur að geimstöðinni hefur lengi staðið til að hætta rekstri hennar á næstu árum. Áður var áætlunin að láta hana hrapa til jarðar og brotlenda í Kyrrahafinu en nú stendur til að gera það ári fyrr. Sjá einnig: Mun hrapa í Kyrrahaf árið 2031 Geimstöðin hefur verið á sporbraut frá árinu 1998 og er rekstur hennar sífellt að verða erfiðari. Í tilskipun Trumps segir þó að hvetja eigi einkaaðila til að þróa eigin geimstöðvar til að taka við af geimstöðinni, fyrir árið 2030. Þær stöðvar gætu einnig verið knúnar með kjarnakljúfum. Eins og fram kemur í grein Ars Techninca verður að teljast mjög hæpið að einkaaðilar muni geta byggt eigin geimstöðvar og komið þeim fyrir á braut um jörðu fyrir árið 2030. Ekkert talað um Mars Athygli hefur vakið að Mars er ekki nefnd í tilskipun Trumps. Artemis-áætlunin hefur að miklu leyti snúist að því að nota tunglið sem stökkpall lengra út í sólkerfið og þá aðallega til rauðu plánetunnar. Þangað hefur Elon Musk, eigandi SpaceX og félagi Isaacman lengi viljað fara og eins fljótt og mögulegt er. Samkvæmt heimildum blaðamanns Ars Technica missti Trump allan áhuga á Mars, þegar honum var gert ljóst að það væri ekki fræðilegur möguleiki að lenda mönnum þar á meðan hann væri enn forseti.
Bandaríkin Donald Trump Tunglið Geimurinn Kína Rússland Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Sjá meira