Innlent

Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Telma Tómasson les kvöldfréttir í kvöld.
Telma Tómasson les kvöldfréttir í kvöld. Vísir

Föður sem lenti í bílslysi í Suður-Afríku er enn haldið sofandi í öndunarvél og langur batavegur er fram undan. Vinur hans segir slysið hafa orðið á stórhættulegum vegarkafla. Efnt hefur verið til söfnunar fyrir hann.

Donald Trump Bandaríkjaforseti á fund með Vladimír Pútín Rússlandsforseta símleiðis til að ræða það sem fram fór á fundi Trumps og Úkraínuforseta í Flórída í gær. Trump segir stutt í frið en enn er deilt um stór atriði. Albert Jónsson fyrrverandi sendiherra og sérfræðingur í alþjóðamálum rýnir í stöðuna.

Málmleitarfélag Elds Ólafssonar á Grænlandi sér fram á að verða stærsti skattgreiðandi landsins á þarnæsta ári. Gullfundur síðastliðið sumar er talinn einn sá stærsti í heiminum undanfarinn áratug. Kristján Már ræðir við Eld.

Við fáum Einar Sveinbjörnsson veðurfræðing til að rýna í áramótaveðrið og hittum á knattspyrnumanninn Tómas Bent, sem hefur slegið í gegn í Skotlandi í vetur.

Í Íslandi í dag rifjum við upp eftirminnilegustu augnablikin úr 35 ára sögu Kryddsíldarinnar í sjónvarpi, þar á meðal Hrunþáttinn fræga og rifrildi Össurar Skarphéðinssonar og Davíðs Oddssonar.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Sýnar, Bylgjunnar og Vísis klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×