Sport

Öll augu á Ally Pally þegar barist er um sæti í úr­slita­leiknum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Það má búast við dramatík í leikjum kvöldsins eins og í fyrra þegar hinni ungi Luke Littler fór alla leið.
Það má búast við dramatík í leikjum kvöldsins eins og í fyrra þegar hinni ungi Luke Littler fór alla leið. AFP/Ben STANSALL

Þetta er rólegur dagur í fótboltaheiminum en þeim mun stærri í píluheiminum. Augu margra verða á tveimur risastórum leikjum á heimsmeistaramótinu í pílukasti.

Mótið hefur staðið yfir síðustu vikur og nú er komið að undanúrslitum HM í Ally Pally.

Fyrri viðureignin hefst klukkan 19.30 á SÝN Sport Viaplay í kvöld og sú seinni er síðan strax á eftir.

Í þeirri fyrri mætast Luke Littler og Ryan Searle en i þeirri síðari mætast Gary Anderson og Gian van Veen.

Eftir þær verður ljóst hverjir mætast í úrslitaleiknum annað kvöld. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×