Van Veen síðastur inn í undanúrslit: „Hætti ekki að brosa næstu 24 tímana“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. janúar 2026 21:41 Gian van Veen gat verið sáttur með spilamennsku sína í kvöld. Getty/ Andrew Redington Hinn 23 ára gamli Gian van Veen tryggði sér í kvöld sæti í undanúrslitunum í fyrsta sinn á heimsmeistaramótinu í pílukasti. Van Veen gerði það með stæl þegar hann vann 5-1 sigur á fyrrverandi heimsmeistaranum Luke Humphries. Spilamennska þessara fyrrum heimsmeistaraunglinga var mögnuð en heimsmeistarinn frá 2024 átti fá svör við góðum leik Hollendingsins. Van Veen mætir Gary Anderson í undanúrslitunum á morgun en í hinum leiknum mætast síðan Luke Littler og Ryan Searle. Van Veen var með 105,41 í meðaltali og það dugði ekki Humphries að vera með 101,12 í meðaltali í þessum leik. Hann fékk samt skell á móti flugbeittum Hollendingi. Með þessum árangri kemst Van Veen upp í þriðja sæti heimslistans og þar með upp fyrir landa sinn Michael van Gerwen. „Sérðu þetta bros? Ég hætti ekki að brosa næstu 24 tímana,“ sagði Gian van Veen í viðtali eftir leikinn. Leið virkilega vel í dag „Mér leið virkilega, virkilega vel í dag. Ég sá á skjánum að ég var með 105 í meðaltali og það lýsir því hvernig mér leið. Ólýsanlegt,“ sagði Van Veen en hvernig var að spila á móti Luke Humphries? „Hann er frábær spilari og þegar þú spilar á móti Luke veistu að þú þarft að spila þinn besta leik til að eiga möguleika á að sigra hann og það er það sem ég vissi í dag og það sem ég bjó mig undir,“ sagði Van Veen. Hann var svo spurður út í það að vera í þriðja sæti heimslistans og efstur Hollendinga, á undan Michael van Gerwen. „Ég er svo stoltur“ „Ég er svo stoltur. Sem Hollendingur, þegar ég byrjaði að spila pílukast, var Michael van Gerwen efstur Hollendinga og maður vissi alltaf að hann yrði númer eitt, maður vonaðist bara til að verða númer tvö, þannig að það er ótrúlegt að vera númer eitt,“ sagði Van Veen. „Kannski er ég núna efstur Hollendinga á styrkleikalistanum, en ég held að allir Hollendingar séu sammála um það – Michael van Gerwen verður alltaf okkar númer eitt, en já, í bili er ég það á listanum,“ sagði Van Veen. „Ég hlakka mikið til, en ég hlakka mest til morgunkvöldsins, að fá spila á móti átrúnaðargoðinu mínu, Gary Anderson,“ sagði Van Veen. Pílukast Mest lesið Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Handbolti Skýrsla Vals: Vel nýttur veikindadagur Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Handbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Handbolti „Takk fyrir okkur en við þurfum fleiri stig“ Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti Fleiri fréttir Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Skýrsla Vals: Vel nýttur veikindadagur Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli EM í dag: Flensuleikur Vals og stemningslausir Svíar Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Orri sneri aftur eftir meiðsli „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ „Íslenska geðveikin sem við tölum oft um, þetta var hún“ „Erfitt að lýsa þessari stemningu sem við náðum upp í vörninni“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Tölurnar á móti Svíum: Viggó 11 af 11 í skotum og 23 fleiri stopp en Svíar „Takk fyrir okkur en við þurfum fleiri stig“ „Allt sem vantaði í síðasta leik var til staðar í dag“ Fjögur ný lið berjast um sæti í Super Bowl og Lokasóknin verður á vaktinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Martin fagnaði eftir framlengingu Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Fram sótti sigur fyrir norðan og ÍR endaði langa taphrinu Logi skoraði sjálfsmark í sigri Slóvenar unnu upp fjögurra marka forskot Ungverja og fögnuðu sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Myndasyrpa: Tryllt Íslendingapartý í Malmö Heiðdís leggur skóna á hilluna Með hendur fyrir aftan bak í fimm hundruð metra hæð Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Sjá meira
Van Veen gerði það með stæl þegar hann vann 5-1 sigur á fyrrverandi heimsmeistaranum Luke Humphries. Spilamennska þessara fyrrum heimsmeistaraunglinga var mögnuð en heimsmeistarinn frá 2024 átti fá svör við góðum leik Hollendingsins. Van Veen mætir Gary Anderson í undanúrslitunum á morgun en í hinum leiknum mætast síðan Luke Littler og Ryan Searle. Van Veen var með 105,41 í meðaltali og það dugði ekki Humphries að vera með 101,12 í meðaltali í þessum leik. Hann fékk samt skell á móti flugbeittum Hollendingi. Með þessum árangri kemst Van Veen upp í þriðja sæti heimslistans og þar með upp fyrir landa sinn Michael van Gerwen. „Sérðu þetta bros? Ég hætti ekki að brosa næstu 24 tímana,“ sagði Gian van Veen í viðtali eftir leikinn. Leið virkilega vel í dag „Mér leið virkilega, virkilega vel í dag. Ég sá á skjánum að ég var með 105 í meðaltali og það lýsir því hvernig mér leið. Ólýsanlegt,“ sagði Van Veen en hvernig var að spila á móti Luke Humphries? „Hann er frábær spilari og þegar þú spilar á móti Luke veistu að þú þarft að spila þinn besta leik til að eiga möguleika á að sigra hann og það er það sem ég vissi í dag og það sem ég bjó mig undir,“ sagði Van Veen. Hann var svo spurður út í það að vera í þriðja sæti heimslistans og efstur Hollendinga, á undan Michael van Gerwen. „Ég er svo stoltur“ „Ég er svo stoltur. Sem Hollendingur, þegar ég byrjaði að spila pílukast, var Michael van Gerwen efstur Hollendinga og maður vissi alltaf að hann yrði númer eitt, maður vonaðist bara til að verða númer tvö, þannig að það er ótrúlegt að vera númer eitt,“ sagði Van Veen. „Kannski er ég núna efstur Hollendinga á styrkleikalistanum, en ég held að allir Hollendingar séu sammála um það – Michael van Gerwen verður alltaf okkar númer eitt, en já, í bili er ég það á listanum,“ sagði Van Veen. „Ég hlakka mikið til, en ég hlakka mest til morgunkvöldsins, að fá spila á móti átrúnaðargoðinu mínu, Gary Anderson,“ sagði Van Veen.
Pílukast Mest lesið Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Handbolti Skýrsla Vals: Vel nýttur veikindadagur Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Handbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Handbolti „Takk fyrir okkur en við þurfum fleiri stig“ Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti Fleiri fréttir Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Skýrsla Vals: Vel nýttur veikindadagur Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli EM í dag: Flensuleikur Vals og stemningslausir Svíar Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Orri sneri aftur eftir meiðsli „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ „Íslenska geðveikin sem við tölum oft um, þetta var hún“ „Erfitt að lýsa þessari stemningu sem við náðum upp í vörninni“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Tölurnar á móti Svíum: Viggó 11 af 11 í skotum og 23 fleiri stopp en Svíar „Takk fyrir okkur en við þurfum fleiri stig“ „Allt sem vantaði í síðasta leik var til staðar í dag“ Fjögur ný lið berjast um sæti í Super Bowl og Lokasóknin verður á vaktinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Martin fagnaði eftir framlengingu Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Fram sótti sigur fyrir norðan og ÍR endaði langa taphrinu Logi skoraði sjálfsmark í sigri Slóvenar unnu upp fjögurra marka forskot Ungverja og fögnuðu sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Myndasyrpa: Tryllt Íslendingapartý í Malmö Heiðdís leggur skóna á hilluna Með hendur fyrir aftan bak í fimm hundruð metra hæð Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Sjá meira