Sport

Geitungur truflaði úr­slita­leik HM í pílu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Luke Littler reynir hér að slá burtu geitunginn sem var að gera honum lífið leitt.
Luke Littler reynir hér að slá burtu geitunginn sem var að gera honum lífið leitt. Getty/ John Walton

Luke Littler varði heimsmeistaratitilinn í pílukasti en fljúgandi geitungur stal senunni í úrslitaleiknum.

Littler reyndi að veifa geitungnum í burtu, en flugan árásagjarna var til vandræða í úrslitaleiknum í góða stund.

Í úrslitaleiknum lenti Littler liggur við í meiri vandræðum með geitunginn heldur en Hollendinginn Gian van Veen sem vann sannfærandi 7-1 og tók sinn annan heimsmeistaratitil í röð.

Þegar titillinn var í höfn, brast hinn átján ára gamli Littler í grát. Hann vann sér inn 170 milljónir króna í verðlaunafé.

Yfirburðir Littlers voru ekki það eina sem vakti athygli í úrslitaleiknum. Geitungur kom inn og truflaði pílukastsspilarana tvo – og það tók góða stund áður en geitungurinn var farinn.

Geitungurinn er þekktur sem „Ally Pally wasp“ og þegar hann truflaði Littler og Van Veen tóku áhorfendur lagið í salnum.

„Einhver hlýtur að hafa komið með geitung hingað inn. Þeir koma ekki úr lausu lofti, ekki séns,“ segir Littler um geitunginn.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem geitungur birtist í úrslitaleik HM í pílukasti. Einnig fyrri ár hefur skordýrið truflað keppendur í úrslitaleiknum á sviðinu.


Tengdar fréttir

„Þetta breytir lífinu“

Luke Littler er ekki enn búinn að halda upp á nítján ára afmælið sitt en í kvöld vann hann sér hinar 170 milljónir króna og tryggði sér heimsmeistaratitilinn annað árið í röð. Luke burstaði úrslitaleikinn á móti Gian van Veen 7-1.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×