Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson og Kolbeinn H. Stefánsson skrifa 8. janúar 2026 12:30 Hugtakið sjálfbærni er oftast notað yfir auðlindir náttúrunnar. En sjálfbærni snýst líka um fólkið sem býr í landinu, um samfélagsgerðina, heilsu og vellíðan og hvernig við búum að og nýtum mannauðinn sem við eigum. Ein áskorunin og jafnframt tækifæri samtímans, felst í því hvernig við mætum hækkandi meðalaldri þjóðarinnar og tryggjum að eldra fólk geti áfram verið virkir þátttakendur í samfélaginu, og þá ekki síður á atvinnumarkaðinum. Reynslan er dýrmæt auðlind Það er algengur misskilningur að starfskraftar fólks rýrni sjálfkrafa við ákveðinn aldur. Þvert á móti, þá býr eldra fólk yfir dýrmætri reynslu, yfirsýn og vinnusiðferði sem getur sem dæmi verið mikilvægt fyrir atvinnulífið. Sjálfbært samfélag kallar á skipulag þar sem rými er fyrir ólík hlutverk og ólíka þátttöku fólks á öllum æviskeiðum. Slíkt getur gerst með sveigjanleika og starfsumhverfi þar sem unnið er markvisst gegn aldursfordómum. Þannig má hindra félagslega einangrun og það efnahagslega tap sem hlýst af því þegar fólk þarf að fara of snemma út af vinnumarkaði.„Vinnan, fjölskyldan og skyldur móta líf eldra fólks á mjög ólíkan hátt þvert á Evrópu. Þar sem umönnun er á ábyrgð hins opinbera hefur fólk meira rými til að viðhalda heilsu sinni, starfsgleði og virkni; þar sem umönnun hvílir hins vegar sem skylda innan fjölskyldna eykst hættan á kulnun eða starfslokum. Skilningur á þessum kerfislægu og menningarlegu þáttum er lykilatriði þegar huga þarf að lengri og heilbrigðari starfsævi.“ (Ieva Reine, rannsakandi við Háskólann í Uppsölum)Virkni er lykill að vellíðan Rannsóknir sýna að áframhaldandi þátttaka til dæmis í atvinnulífinu eða sjálfboðaliðastarfi hefur áhrif á andlega og líkamlega heilsu eldra fólks. Þegar fólki finnst það hafa hlutverk og tilgang, eykst lífshamingjan. Þetta er ekki spurning um að allir verði að vinna fram á tíræðisaldur, heldur spurning um raunverulegt valfrelsi. Það þarf að efla þau kerfi sem hvetja fólk til þátttöku - í stað þess að letja eða refsa með flóknum reglum eða skertum kjörum.Málþing um framtíðina Hvernig tryggjum við að íslenskt samfélag verði leiðandi í að virkja krafta eldra fólks? Hvernig getum við skipulagt og stutt við atvinnulíf sem er sjálfbært fyrir allar kynslóðir?Umræðan er mikilvæg og um þessi mál verður fjallað á málþingi um atvinnu og starfslok eldra fólks sem haldið verður í Norræna húsinu 14. janúar næstkomandi og íMenningarhúsinu Hofi 16. janúar (nánar hér). Þar munu innlendir og erlendir sérfræðingar deila þekkingu sinni og þeir sem hafa áhuga á samfélagsmálum geta komið til að fræðast og ræða málin.Hækkandi aldur þjóðarinnar þarf ekki að líta á sem byrði, heldur sem tækifæri til að nýta þann reynslubrunn sem eldra fólk býr að. Á því veltur sjálfbærni samfélagsins, að allir fái að njóta sín – óháð fæðingarári.Höfundar eru prófessor og dósent og starfa báðir við Félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnumarkaður Eldri borgarar Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Hugtakið sjálfbærni er oftast notað yfir auðlindir náttúrunnar. En sjálfbærni snýst líka um fólkið sem býr í landinu, um samfélagsgerðina, heilsu og vellíðan og hvernig við búum að og nýtum mannauðinn sem við eigum. Ein áskorunin og jafnframt tækifæri samtímans, felst í því hvernig við mætum hækkandi meðalaldri þjóðarinnar og tryggjum að eldra fólk geti áfram verið virkir þátttakendur í samfélaginu, og þá ekki síður á atvinnumarkaðinum. Reynslan er dýrmæt auðlind Það er algengur misskilningur að starfskraftar fólks rýrni sjálfkrafa við ákveðinn aldur. Þvert á móti, þá býr eldra fólk yfir dýrmætri reynslu, yfirsýn og vinnusiðferði sem getur sem dæmi verið mikilvægt fyrir atvinnulífið. Sjálfbært samfélag kallar á skipulag þar sem rými er fyrir ólík hlutverk og ólíka þátttöku fólks á öllum æviskeiðum. Slíkt getur gerst með sveigjanleika og starfsumhverfi þar sem unnið er markvisst gegn aldursfordómum. Þannig má hindra félagslega einangrun og það efnahagslega tap sem hlýst af því þegar fólk þarf að fara of snemma út af vinnumarkaði.„Vinnan, fjölskyldan og skyldur móta líf eldra fólks á mjög ólíkan hátt þvert á Evrópu. Þar sem umönnun er á ábyrgð hins opinbera hefur fólk meira rými til að viðhalda heilsu sinni, starfsgleði og virkni; þar sem umönnun hvílir hins vegar sem skylda innan fjölskyldna eykst hættan á kulnun eða starfslokum. Skilningur á þessum kerfislægu og menningarlegu þáttum er lykilatriði þegar huga þarf að lengri og heilbrigðari starfsævi.“ (Ieva Reine, rannsakandi við Háskólann í Uppsölum)Virkni er lykill að vellíðan Rannsóknir sýna að áframhaldandi þátttaka til dæmis í atvinnulífinu eða sjálfboðaliðastarfi hefur áhrif á andlega og líkamlega heilsu eldra fólks. Þegar fólki finnst það hafa hlutverk og tilgang, eykst lífshamingjan. Þetta er ekki spurning um að allir verði að vinna fram á tíræðisaldur, heldur spurning um raunverulegt valfrelsi. Það þarf að efla þau kerfi sem hvetja fólk til þátttöku - í stað þess að letja eða refsa með flóknum reglum eða skertum kjörum.Málþing um framtíðina Hvernig tryggjum við að íslenskt samfélag verði leiðandi í að virkja krafta eldra fólks? Hvernig getum við skipulagt og stutt við atvinnulíf sem er sjálfbært fyrir allar kynslóðir?Umræðan er mikilvæg og um þessi mál verður fjallað á málþingi um atvinnu og starfslok eldra fólks sem haldið verður í Norræna húsinu 14. janúar næstkomandi og íMenningarhúsinu Hofi 16. janúar (nánar hér). Þar munu innlendir og erlendir sérfræðingar deila þekkingu sinni og þeir sem hafa áhuga á samfélagsmálum geta komið til að fræðast og ræða málin.Hækkandi aldur þjóðarinnar þarf ekki að líta á sem byrði, heldur sem tækifæri til að nýta þann reynslubrunn sem eldra fólk býr að. Á því veltur sjálfbærni samfélagsins, að allir fái að njóta sín – óháð fæðingarári.Höfundar eru prófessor og dósent og starfa báðir við Félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands.
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun