Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Lovísa Arnardóttir skrifar 10. janúar 2026 08:04 Donald Trump tók aftur við sem forseti Bandaríkjanna fyrir ári síðan. Vísir/EPA Donald Trump forseti segir að Bandaríkin þurfi að „eiga“ Grænland til að koma í veg fyrir að Rússland og Kína geri það. „Það þarf að vera eignarhald á löndum, þú verð eignarhald, þú verð ekki leigusamninga. Og við verðum að verja Grænland,“ sagði Trump við fréttamenn á föstudag, í svari við spurningu frá BBC og bætti svo við að það yrði gert „með góðu eða með illu“. Trump hefur ítrekað talað um það síðustu daga, og vikur, að hann vilji eignast Grænland. Í yfirlýsingu frá Hvíta húsinu í vikunni kom fram að þau væru að skoða að kaupa landið af Dönum og að þau útiloki ekki að innlima það í Bandaríkin með valdi. Fjallað er um málið á vef BBC og Guardian. Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, mun funda með grænlenskum embættismönnum í næstu viku. Allt að 85 prósent Grænlendinga hafa sagt í könnunum að þau séu mótfallin því að Bandaríkjamenn taki yfir Grænland. Danmörk og Grænland segja að landsvæðið sé ekki til sölu og Danmörk hefur sagt að hernaðaraðgerðir myndu þýða endalok Atlantshafsbandalagsins, NATO. Bandaríkin og Danmörk eru bæði meðlimir í bandalaginu. Í sameiginlegri yfirlýsingu á föstudagskvöld ítrekuðu flokksleiðtogar Grænlands, þar á meðal stjórnarandstaðan, kröfu sína um að „virðingarleysi Bandaríkjanna“ gagnvart Grænlandi verði að taka enda. „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn, við viljum ekki vera Danir, við viljum vera Grænlendingar,“ sögðu þeir. „Framtíð Grænlands verður að vera ákveðin af grænlensku þjóðinni.“ Í frétt BBC segir að Bandaríkjaforseti hafi ítrekað sagt að Grænland sé mikilvægt fyrir þjóðaröryggi Bandaríkjanna og haldið því fram án sannana að það væri „þakið rússneskum og kínverskum skipum út um allt“. Bandaríkin hafi þegar yfir 100 hermenn með fasta viðveru á Grænlandi í herstöð sem þau hafa rekið síðan í seinni heimsstyrjöldinni. Þeir mega flytja eins marga hermenn samkvæmt samningi og þeir vilja en Trump segir leigusamninginn ekki nægilega góðan. „Lönd geta ekki gert níu ára samninga eða jafnvel 100 ára samninga,“ sagði hann í viðtali við Washington Post. Að hans mati verður að vera eignarhald á löndum. „Ég elska kínversku þjóðina. Ég elska rússnesku þjóðina,“ sagði Trump. „En ég vil ekki hafa þá sem nágranna á Grænlandi, það mun ekki gerast,“ sagði hann og að NATO yrði að skilja það. Þessi afstaða Trump hefur verið harðlega gagnrýnd af bandamönnum Danmerkur og Grænlands síðustu daga, þar með talið af Íslandi. Grænland Hótanir Bandaríkjanna vegna Grænlands Kína Rússland Danmörk NATO Tengdar fréttir Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist ætla að hitta Maríu Corina Machado, leiðtoga stjórnarandstæðunnar í Venesúela. Þá segir Trump að það yrði mikill heiður fyrir hann ef hún ákvæði að afhenda honum friðarverðlaun Nóbels, sem hún vann í fyrra. 9. janúar 2026 15:13 Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Áfram halda ráðamenn í Washington að ítreka ósk sína um að eignast Grænland. Nú síðast JD Vance, varaforseti Bandaríkjanna, sem fór nokkuð hörðum orðum um Danmörku í viðtali við Fox News í nótt. Líkt og Trump-stjórnin hefur gert áður gagnrýnir Vance Dani fyrir að hafa staðið illa að vörnum Grænlands undanfarin ár. Vance segir Trump vera tilbúinn til að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ til að tryggja hagsmuni Bandaríkjanna. 8. janúar 2026 09:12 „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, efast um að ríki NATO kæmu Bandaríkjunum til aðstoðar ef Bandaríkjamenn þyrftu nauðsynlega á bandamönnum sínum að halda. Þá segir hann að hvorki Rússar né Kínverjar myndu óttast Atlantshafsbandalagið, ef ekki væri fyrir Bandaríkin. 7. janúar 2026 16:26 Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira
„Það þarf að vera eignarhald á löndum, þú verð eignarhald, þú verð ekki leigusamninga. Og við verðum að verja Grænland,“ sagði Trump við fréttamenn á föstudag, í svari við spurningu frá BBC og bætti svo við að það yrði gert „með góðu eða með illu“. Trump hefur ítrekað talað um það síðustu daga, og vikur, að hann vilji eignast Grænland. Í yfirlýsingu frá Hvíta húsinu í vikunni kom fram að þau væru að skoða að kaupa landið af Dönum og að þau útiloki ekki að innlima það í Bandaríkin með valdi. Fjallað er um málið á vef BBC og Guardian. Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, mun funda með grænlenskum embættismönnum í næstu viku. Allt að 85 prósent Grænlendinga hafa sagt í könnunum að þau séu mótfallin því að Bandaríkjamenn taki yfir Grænland. Danmörk og Grænland segja að landsvæðið sé ekki til sölu og Danmörk hefur sagt að hernaðaraðgerðir myndu þýða endalok Atlantshafsbandalagsins, NATO. Bandaríkin og Danmörk eru bæði meðlimir í bandalaginu. Í sameiginlegri yfirlýsingu á föstudagskvöld ítrekuðu flokksleiðtogar Grænlands, þar á meðal stjórnarandstaðan, kröfu sína um að „virðingarleysi Bandaríkjanna“ gagnvart Grænlandi verði að taka enda. „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn, við viljum ekki vera Danir, við viljum vera Grænlendingar,“ sögðu þeir. „Framtíð Grænlands verður að vera ákveðin af grænlensku þjóðinni.“ Í frétt BBC segir að Bandaríkjaforseti hafi ítrekað sagt að Grænland sé mikilvægt fyrir þjóðaröryggi Bandaríkjanna og haldið því fram án sannana að það væri „þakið rússneskum og kínverskum skipum út um allt“. Bandaríkin hafi þegar yfir 100 hermenn með fasta viðveru á Grænlandi í herstöð sem þau hafa rekið síðan í seinni heimsstyrjöldinni. Þeir mega flytja eins marga hermenn samkvæmt samningi og þeir vilja en Trump segir leigusamninginn ekki nægilega góðan. „Lönd geta ekki gert níu ára samninga eða jafnvel 100 ára samninga,“ sagði hann í viðtali við Washington Post. Að hans mati verður að vera eignarhald á löndum. „Ég elska kínversku þjóðina. Ég elska rússnesku þjóðina,“ sagði Trump. „En ég vil ekki hafa þá sem nágranna á Grænlandi, það mun ekki gerast,“ sagði hann og að NATO yrði að skilja það. Þessi afstaða Trump hefur verið harðlega gagnrýnd af bandamönnum Danmerkur og Grænlands síðustu daga, þar með talið af Íslandi.
Grænland Hótanir Bandaríkjanna vegna Grænlands Kína Rússland Danmörk NATO Tengdar fréttir Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist ætla að hitta Maríu Corina Machado, leiðtoga stjórnarandstæðunnar í Venesúela. Þá segir Trump að það yrði mikill heiður fyrir hann ef hún ákvæði að afhenda honum friðarverðlaun Nóbels, sem hún vann í fyrra. 9. janúar 2026 15:13 Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Áfram halda ráðamenn í Washington að ítreka ósk sína um að eignast Grænland. Nú síðast JD Vance, varaforseti Bandaríkjanna, sem fór nokkuð hörðum orðum um Danmörku í viðtali við Fox News í nótt. Líkt og Trump-stjórnin hefur gert áður gagnrýnir Vance Dani fyrir að hafa staðið illa að vörnum Grænlands undanfarin ár. Vance segir Trump vera tilbúinn til að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ til að tryggja hagsmuni Bandaríkjanna. 8. janúar 2026 09:12 „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, efast um að ríki NATO kæmu Bandaríkjunum til aðstoðar ef Bandaríkjamenn þyrftu nauðsynlega á bandamönnum sínum að halda. Þá segir hann að hvorki Rússar né Kínverjar myndu óttast Atlantshafsbandalagið, ef ekki væri fyrir Bandaríkin. 7. janúar 2026 16:26 Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira
Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist ætla að hitta Maríu Corina Machado, leiðtoga stjórnarandstæðunnar í Venesúela. Þá segir Trump að það yrði mikill heiður fyrir hann ef hún ákvæði að afhenda honum friðarverðlaun Nóbels, sem hún vann í fyrra. 9. janúar 2026 15:13
Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Áfram halda ráðamenn í Washington að ítreka ósk sína um að eignast Grænland. Nú síðast JD Vance, varaforseti Bandaríkjanna, sem fór nokkuð hörðum orðum um Danmörku í viðtali við Fox News í nótt. Líkt og Trump-stjórnin hefur gert áður gagnrýnir Vance Dani fyrir að hafa staðið illa að vörnum Grænlands undanfarin ár. Vance segir Trump vera tilbúinn til að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ til að tryggja hagsmuni Bandaríkjanna. 8. janúar 2026 09:12
„Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, efast um að ríki NATO kæmu Bandaríkjunum til aðstoðar ef Bandaríkjamenn þyrftu nauðsynlega á bandamönnum sínum að halda. Þá segir hann að hvorki Rússar né Kínverjar myndu óttast Atlantshafsbandalagið, ef ekki væri fyrir Bandaríkin. 7. janúar 2026 16:26