Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar 12. janúar 2026 11:17 Við Íslendingar höfum löngum verið stolt af hreinu vatni og ósnortinni náttúru. Við segjum ferðamönnum að hér megi drekka vatn beint úr krananum og baða sig í sjónum án áhyggja. Sú ímynd er ekki ósönn — en hún er ófullkomin. Þegar kemur að fráveitum og skólpmálum er staðan miklu verri en almennt er viðurkennt. Í stöðuskýrslum Umhverfisstofnunar frá 2017, 2018, 2020 og 2022 kemur sama niðurstaðan fram aftur og aftur: stór hluti landsins uppfyllir ekki gildandi kröfur um skólphreinsun. Þróunin er hæg og víða hefur lítið breyst í meira en áratug. Árið 2020 náðu gagnaskil til 28 þéttbýla þar sem losun er yfir 2.000 persónueiningar, sem samsvarar um 88% landsmanna. Af þeim uppfyllti aðeins eitt þéttbýli hreinsikröfur reglugerðarinnar. Tveimur árum síðar voru þau orðin tvö. Þetta eru ekki smávægileg frávik. Þetta er kerfislægur vandi. Reglugerð um fráveitur og skólp (798/1999) hefur lengi kveðið á um að skólp skuli hreinsað áður en því er veitt út í náttúruna. Samt er staðreyndin sú að víða á landinu fer skólp annaðhvort óhreinsað eða aðeins í gegnum grófhreinsun, þar sem rusl, sandur og fita eru fjarlægð en lífræn mengun fer nánast óhindruð út í viðtakann. Á höfuðborgarsvæðinu fer nánast allt skólp í gegnum hreinsistöðvar við Ánanaust og Klettagarða. Þar er þó aðeins um grófhreinsun að ræða og mælingar sýna að kröfur um lágmarks lækkun lífræns efnis og svifagna eru ekki uppfylltar. Þetta er stærsta einstaka losunarsvæði landsins. Víða annars staðar er staðan verri. Í mörgum þéttbýlum er engin hreinsun yfirhöfuð og skólp losað um margar útrásir, sumar beint í fjörur eða hafnir. Umhverfisstofnun hefur ítrekað bent á að fjöldi útrása uppfylli ekki kröfur um lengd og staðsetningu, en heildstæð greining liggur enn ekki fyrir. Ein ástæða þess að þessi staða hefur viðgengist er hugtakið „síður viðkvæmur viðtaki“. Reglugerðin heimilaði vægari hreinsun ef sýnt væri fram á að viðtakinn þyldi losunina. Í framkvæmd varð þetta að hægfara ferli þar sem mörg sveitarfélög voru/eru árum saman í „gagnaöflun“ án þess að endanleg niðurstaða lægi fyrir. Á meðan heldur losunin áfram. Annað sem sjaldan er rætt er seyra. Þar sem hreinsun fer fram verður til seyra sem inniheldur verðmæt næringarefni, svo sem fosfór og köfnunarefni. Á Íslandi er slík seyra að mestu leyti ekki nýtt heldur fer út með skólpinu. Þetta er sóun á auðlindum á sama tíma og heimsbyggðin glímir við skort á slíkum efnum. Ný reglugerð (nr. 1450/2025) um fráveitur og skólphreinsun tók gildi nýverið. Hún er skýrari, strangari og krefst betri gagna, vöktunar og ábyrgðar. Hún er í raun viðurkenning á því sem stöðuskýrslurnar hafa sagt í mörg ár: gamla kerfið virkaði ekki! Spurningin er því ekki lengur hvort við eigum að laga fráveiturnar. Hún er hvenær ætlum við loksins að gera það — eða halda áfram að horfa undan á meðan skólpið rennur út í náttúruna sem við segjumst vilja vernda. Höfundur er lífefnafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Við Íslendingar höfum löngum verið stolt af hreinu vatni og ósnortinni náttúru. Við segjum ferðamönnum að hér megi drekka vatn beint úr krananum og baða sig í sjónum án áhyggja. Sú ímynd er ekki ósönn — en hún er ófullkomin. Þegar kemur að fráveitum og skólpmálum er staðan miklu verri en almennt er viðurkennt. Í stöðuskýrslum Umhverfisstofnunar frá 2017, 2018, 2020 og 2022 kemur sama niðurstaðan fram aftur og aftur: stór hluti landsins uppfyllir ekki gildandi kröfur um skólphreinsun. Þróunin er hæg og víða hefur lítið breyst í meira en áratug. Árið 2020 náðu gagnaskil til 28 þéttbýla þar sem losun er yfir 2.000 persónueiningar, sem samsvarar um 88% landsmanna. Af þeim uppfyllti aðeins eitt þéttbýli hreinsikröfur reglugerðarinnar. Tveimur árum síðar voru þau orðin tvö. Þetta eru ekki smávægileg frávik. Þetta er kerfislægur vandi. Reglugerð um fráveitur og skólp (798/1999) hefur lengi kveðið á um að skólp skuli hreinsað áður en því er veitt út í náttúruna. Samt er staðreyndin sú að víða á landinu fer skólp annaðhvort óhreinsað eða aðeins í gegnum grófhreinsun, þar sem rusl, sandur og fita eru fjarlægð en lífræn mengun fer nánast óhindruð út í viðtakann. Á höfuðborgarsvæðinu fer nánast allt skólp í gegnum hreinsistöðvar við Ánanaust og Klettagarða. Þar er þó aðeins um grófhreinsun að ræða og mælingar sýna að kröfur um lágmarks lækkun lífræns efnis og svifagna eru ekki uppfylltar. Þetta er stærsta einstaka losunarsvæði landsins. Víða annars staðar er staðan verri. Í mörgum þéttbýlum er engin hreinsun yfirhöfuð og skólp losað um margar útrásir, sumar beint í fjörur eða hafnir. Umhverfisstofnun hefur ítrekað bent á að fjöldi útrása uppfylli ekki kröfur um lengd og staðsetningu, en heildstæð greining liggur enn ekki fyrir. Ein ástæða þess að þessi staða hefur viðgengist er hugtakið „síður viðkvæmur viðtaki“. Reglugerðin heimilaði vægari hreinsun ef sýnt væri fram á að viðtakinn þyldi losunina. Í framkvæmd varð þetta að hægfara ferli þar sem mörg sveitarfélög voru/eru árum saman í „gagnaöflun“ án þess að endanleg niðurstaða lægi fyrir. Á meðan heldur losunin áfram. Annað sem sjaldan er rætt er seyra. Þar sem hreinsun fer fram verður til seyra sem inniheldur verðmæt næringarefni, svo sem fosfór og köfnunarefni. Á Íslandi er slík seyra að mestu leyti ekki nýtt heldur fer út með skólpinu. Þetta er sóun á auðlindum á sama tíma og heimsbyggðin glímir við skort á slíkum efnum. Ný reglugerð (nr. 1450/2025) um fráveitur og skólphreinsun tók gildi nýverið. Hún er skýrari, strangari og krefst betri gagna, vöktunar og ábyrgðar. Hún er í raun viðurkenning á því sem stöðuskýrslurnar hafa sagt í mörg ár: gamla kerfið virkaði ekki! Spurningin er því ekki lengur hvort við eigum að laga fráveiturnar. Hún er hvenær ætlum við loksins að gera það — eða halda áfram að horfa undan á meðan skólpið rennur út í náttúruna sem við segjumst vilja vernda. Höfundur er lífefnafræðingur.
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun