„Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 23. janúar 2026 14:29 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, gagnrýnir orð Sigtryggs Magnasonar, forstöðumanns miðlunar hjá SA, vegna orða hans um að leikir handboltalandsliðsins geti nýst vinnustöðum. SA/Vísir/Einar Formaður Eflingar sendir forstöðumanni miðlunarsviðs hjá Samtökum Atvinnulífsins væna pillu vegna ummæla hans um að leikir íslenska handboltalandsliðsins geti nýst á vinnustöðum til að þjappa fólki saman. Sólveig segir verkafólk ekki getað hliðrað vinnu sinni, það fái enga uppsagnarvernd og þurfi að skila vottorði. Þrír af fjórum leikjum íslenska handboltalandsliðsins í milliriðli Evrópumótsins verða leiknir á miðjum vinnudegi flestra landsmanna, þar á meðal leikurinn gegn Króötum í dag. Sigtryggir Magnason, forstöðumaður miðlunarsviðs hjá SA, sagðist í samtali við fréttastofu ekki hafa áhyggjur af því að togstreita skapist á vinnustöðum vegna leikjanna og þeir séu jafnvel tækifæri til að styrkja liðsheild fyrirtækja. „Atvinnulífið er alltaf vakandi og alltaf á fullu. Þetta er ekkert nýtt svo sem. Menn eru að fást við alls konar vandamál, hliðra ýmsu til sem er hægt. Þetta er allt sem er leyst inni á vinnustöðunum yfirleitt,“ sagði hann við í kvöldfréttum Sýnar í gær. Það sé mikil ábyrgð að reka fyrirtæki og mikil ábyrgð að vera í vinnu. Lærdóm megi draga af leiknum þar sem fólk spjalli saman á kaffistofunni og þjappa sér þannig saman. Öll saman í liði nema ræstingakonan Yfirlýsingar Sigtryggs fóru þveröfugt ofan í Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formann Eflingar, sem gagnrýndi hann harðlega í Facebook-færslu um eittleytið í dag. Allir séu vinir nema verkafólkið sem þurfi að skila vottorði ef það veikist og nýtur engrar uppsagnarverndar. „Þetta er svo fyndin umræða - tragikómísk raunar. Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý og allir saman á kaffistofunni að tala um strákana okkar. Og menn bara alltaf að hliðra til hvort sem er - menn geta mögulega bara horft á leikinn í vinnunni - þurfa ekkert að hringja sig inn þykjustu-veika,“ skrifar Sólveig í færslunni. Sólveigu segir alla vera vina, nema verkafólkið.Vísir/Anton Brink „Allir vinir - nema náttúrlega verkafólkið - sem þarf að skila vottorði ef að það er einn dag veikt - sem er ekki með neina uppsagnarvernd og er einfaldlega rekið ef það heldur að hlutirnir eiga vera notalegir. Verkafólkið sem SA-prinsarnir vilja láta skila inn vottorði ef það leyfir sér að vera veikt einn eða tvo daga - verkafólkið sem SA neitar að veita örlítið betri uppsagnarvernd,“ skrifar hún. „En við erum samt öll saman í liði - áfram Ísland - ekki þú samt, ræstingakona; ekki taka pásu, ekki fara á klóið, ekki kíkja í símann, og guð hjálpi þér, ekki vera veik og halda að þú þurfir ekki að skila inn vottorði. Við erum ekki að tala um þig þegar við segjum að það sé gaman að kjafta á kaffistofunni um hver sé bestur í boltanum, það hlýtur að vera augljóst, lol.“ Stéttarfélög Vinnumarkaður Handbolti EM karla í handbolta 2026 Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Fleiri fréttir Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Sjá meira
Þrír af fjórum leikjum íslenska handboltalandsliðsins í milliriðli Evrópumótsins verða leiknir á miðjum vinnudegi flestra landsmanna, þar á meðal leikurinn gegn Króötum í dag. Sigtryggir Magnason, forstöðumaður miðlunarsviðs hjá SA, sagðist í samtali við fréttastofu ekki hafa áhyggjur af því að togstreita skapist á vinnustöðum vegna leikjanna og þeir séu jafnvel tækifæri til að styrkja liðsheild fyrirtækja. „Atvinnulífið er alltaf vakandi og alltaf á fullu. Þetta er ekkert nýtt svo sem. Menn eru að fást við alls konar vandamál, hliðra ýmsu til sem er hægt. Þetta er allt sem er leyst inni á vinnustöðunum yfirleitt,“ sagði hann við í kvöldfréttum Sýnar í gær. Það sé mikil ábyrgð að reka fyrirtæki og mikil ábyrgð að vera í vinnu. Lærdóm megi draga af leiknum þar sem fólk spjalli saman á kaffistofunni og þjappa sér þannig saman. Öll saman í liði nema ræstingakonan Yfirlýsingar Sigtryggs fóru þveröfugt ofan í Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formann Eflingar, sem gagnrýndi hann harðlega í Facebook-færslu um eittleytið í dag. Allir séu vinir nema verkafólkið sem þurfi að skila vottorði ef það veikist og nýtur engrar uppsagnarverndar. „Þetta er svo fyndin umræða - tragikómísk raunar. Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý og allir saman á kaffistofunni að tala um strákana okkar. Og menn bara alltaf að hliðra til hvort sem er - menn geta mögulega bara horft á leikinn í vinnunni - þurfa ekkert að hringja sig inn þykjustu-veika,“ skrifar Sólveig í færslunni. Sólveigu segir alla vera vina, nema verkafólkið.Vísir/Anton Brink „Allir vinir - nema náttúrlega verkafólkið - sem þarf að skila vottorði ef að það er einn dag veikt - sem er ekki með neina uppsagnarvernd og er einfaldlega rekið ef það heldur að hlutirnir eiga vera notalegir. Verkafólkið sem SA-prinsarnir vilja láta skila inn vottorði ef það leyfir sér að vera veikt einn eða tvo daga - verkafólkið sem SA neitar að veita örlítið betri uppsagnarvernd,“ skrifar hún. „En við erum samt öll saman í liði - áfram Ísland - ekki þú samt, ræstingakona; ekki taka pásu, ekki fara á klóið, ekki kíkja í símann, og guð hjálpi þér, ekki vera veik og halda að þú þurfir ekki að skila inn vottorði. Við erum ekki að tala um þig þegar við segjum að það sé gaman að kjafta á kaffistofunni um hver sé bestur í boltanum, það hlýtur að vera augljóst, lol.“
Stéttarfélög Vinnumarkaður Handbolti EM karla í handbolta 2026 Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Fleiri fréttir Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Sjá meira